Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 10
Birna Bjarnadóttir:
Lostafulla vampíran
I
Hver þekkir ekki Dracula, þennan hávaxna,
granna, litlausa náunga með tennurnar ógur-
legu og blóðþyrsta yfirbragðið? Flestir hafa séð
hann á hvíta tjaldinu en færri lesið samnefnda
sögu Bram Stokers sem kom út á Bretlandi
Viktoríutímans. Þær kvikmyndir sem gerðar
hafa verið um þetta fyrirbæri vampíruismans,
að frátöldum einstaka meistaraverkum eins og
Nosferatu, eru stílfærðar hrollvekjur. Þær fara
almennt frjálslega með texta Stokers, leggja
áhersluna á hið sýnilega og oft yfirborðskennda
til að skapa einhliða áhrif hrollvekju. Fundur
blóðsugu og fórnarlambs felur í sér óhugnað
sem er æði flókið og margbrotið fyrirbæri.
Bókmenntafræðingar hafa séð sig knúna til
að nálgast þennan texta og hafa því óhjákvæmi-
lega svipt einhverjum hluta yfirborðshulunnar
af þessari goðsögn, eins og hér verður sýnt. En
hvernig ber að nálgast verk af þessu tagi?
Heimur bókmenntafræðinnar er breytingum
undirorpinn eins og flest annað. Markmið
þeirra sem hana stunda hlýtur samt að lúta
svipuðum lögmálum og markmið annarra
fræðimanna, hvort sem þeir aðhyllast „nýrýni“,
„túlkun“, „sundurliðun“, „feminisma“, „sál-
greiningu", „marxisma“, eða „anarkí“2 — að
ofbjóða ekki rannsóknarefni sínu. Um þetta
segir Aristóteles:
.. .því að á því þekkjum við hinn upplýsta
mann að hann krefst nákvæmni í hverju
efni, en einungis að því marki sem við-
fangsefnið leyfir. Hvorttveggja er ber-
sýnilega ámóta heimskulegt: að fallast á
sennileg rök frá stærðfræðingi og að
krefjast vísindalegrar sönnunar af
mælskumanni.3
Meginefni þessarar ritgerðar er athugun á
þeirri ógn sem texti Stokers felur í sér. Bók-
menntafræðingar hafa nálgast hann frá mis-
munandi sjónarhornum en flestum ber þó sam-
an um að eðli hans sé af kynferðislegum toga.
Athugun mín byggist einnig á því sjónarhorni.
En áður en ég sný mér alfarið að þessu efni
langar mig að velta upp spurningunni: Hvað er
túlkun?
II
Hvað er túlkun? Er túlkun að finna kenningu
sem passar? Ef svarið er já, þá er textinn —
þessi gáta eða galdur — nauðstaddur. Til vegna
okkar, en ekki fyrir okkur og hlutskipti hans að
ráfa á milli túlkenda í leit að griðarstað falur
hverju sinni. Tæki en ekki takmark í höndum
breyskra túlkenda sem ferðast á milli tákn-
myndar og táknmiðs með merkinguna sem fær-
ist alltaf undan í sjónmáli.
Skyldi dauði höfundarins skipta einhverju
máli? Þarf munaðarleysi textans að framkalla
hjálpræðisher þeirra sem vilja ganga honum í
föðurstað?
Ekki endilega.
10