Mímir - 01.06.1989, Side 11
Höfundurinn er vissulega látinn. Honum
hefur verið úthýst úr heimi bókmenntafræðinn-
ar á sama hátt og annar faðir sá sig tilneyddan
til að hverfa úr ögn stærri heimi örlítið fyrr.
Brotthvarf himnaföðurins er ekki það sem mál-
ið snýst um hér en hver skyldi vera tilgangurinn
með dauða höfundarins? Feður eru ekki ein-
göngu fyrir. Það þarf gilda ástæðu fyrir brottkv-
aðningu þeirra og það sem liggur beinast við að
spyrja um, er hvort forsendur fyrir dauða höf-
undarins séu runnar af jafn djúpstæðum rótum
og dauði guðs? Roland Barthes segir:
We know now that a text is not a line of
words releasing a single „theological“
meaning (the „message“ of the Author-
God) but a multi-dimensional space in
which a variety of writings, none of them
original, blend and clash.4
Hér glittir í eina ástæðu fyrir dauða höfund-
arins og hún er textans vegna. Módernískur
bókmenntalegur texti felur ekki í sér neina end-
anlega merkingu, ekki frekar en heimur án
guðs. Nú ríkir samkomulag um margræði og
hin „eina sanna rödd“ ræður ekki lengur ríkj-
um.
In precisely this way literature... by refus-
ing to assign a „secret", an ultimate
meaning, to the text (and the world as
text), liberates what may be called an
anti-theological activity that is truly
revolutionary since to refuse to fix mean-
ing is, in the end, to refuse God and his
hypostases — reason, science, law.5
Túlkun texta hlýtur alltaf að vera túlkun þess
heims sem við lifum í og ef ástæðan er þessi, þá
er hún gild og göfug. En Barthes tiltekur aðra
ástæðu fyrir frelsun textans undan oki höfund-
arins. Hann segir:
Classic criticism has never paid any att-
ention to the reader; for it, the writer is
the only person in literature. We are now
beginning to let ourselves be fooled no
longer by the arrogant antiphrastical
recriminations of good society in favour
of the very thing it sets aside, ignores,
smothers, or destroys; we know that to
give writing its future, it is necessary to
overthrow the myth: the birth of the rea-
der must be at the cost of the death of the
Author.6
Uppruni textans skiptir ekki lengur máli,
heldur áfangastaður hans. Þess vegna verður
að varpa goðsögninni fyrir róða. Barthes hefur
í skrifum sínum einnig lagt áherslu á ferðina og
breytinguna úr verki í texta; verkið er lokað,
innsiglað en textinn er „margvítt rými“ — fjöl-
þætt og margradda textasafn aldanna. Þess
vegna er ekki hægt að tala um höfundinn sem
„hreina“ uppsprettu hans. Áfangastaður text-
ans er það sem máli skiptir og þar grípur lesand-
inn inní; samkvæmt Barthes er það (hingað til
vanvirtur) lesandinn sem varðveitir allan fjár-
sjóðinn.
Er víst að svo sé?
Þrenningin höfundur-verk-lesandi hefur
verið, er og verður líklega að einhverju leyti
virt og skilgreind sem órofa heild. Það er mögu-
leg ástæða fyrir misheppnuðum árangri manna
í túlkun texta eftir að slagorðið „Höfundurinn
er dauður!“ hljómaði um gjörvallan heim bók-
menntafræðinnar. Það er einnig möguleg
ástæða fyrir fæðingu hjálpræðishersins í stað
lesandans.7 Texti hlýtur alltaf að fela í sér brot
af veruleikanum. Og ef nærvera höfundarins
villir lesandanum sýn á hann og/eða grefur und-
an margræði textans, lokar honum eins og
menn segja, þá verður lesandinn að bera
ábyrgð á dauða höfundarins textans vegna en
ekki sjálfs sín vegna. Það er textinn sem afneit-
ar „rödd guðs“, en ekki lesandinn/túlkandinn
sem krefst föðurlegrar handleiðslu.
Án handleiðslu og án fyrirheits á túlkun sér
stað. En sjaldnast án kenningar sem túlkandinn
annað hvort smíðar sjálfur eða sækir í einhverja
af smiðjum mannlegra fræða.8 Þarna liggur
vandinn. Textinn er samansafn aldagamallar
menningar, skáldlegur vitnisburður um mann-
inn að kljást við veru sína í heiminum. Túlkand-
inn þarf að vera hetja og kljást við textann á
þann veg að enginn beri skaða af — hvorki
höfundurinn (sem er annað hvort lífs eða lið-
inn), né sá sem les umfjöllun hans. Texti hrópar
aldrei á hjálp; því síður á kenningu sem passar.
T.S. Eliot telur höfuðmarkmið bókmennta-
gagnrýni vera að „skilja og njóta bókmennta“.
11