Mímir - 01.06.1989, Síða 12
Og gagnrýnandinn á að vera heill: „a man with
convictions and principles, and of knowledge
and experience of life.“9 Biður textinn ekki
einfaldlega um skilning eins og breyskur maður
meðbræður sína? Sumt er auðvitað hægara sagt
en gert. Ég sný mér að ógnvaldinum Dracula.
III
Dracula eftir Bram Stoker kom út árið 1897.
Verkið fyllir flokk gotneskra sagna og ber
helstu einkenni þeirra. Fyrst ber að nefna ótt-
ann og hryllinginn en þrjú önnur atriði hafa
verið nefnd sem túlkendur hafa viljað finna í
þessum verkum: öryggisleysi, jafnvel ofsóknar-
kennd, uppgang hins ósiðmenntaða á kostnað
hins siðmenntaða og ögrandi nærveru forboðs-
ins. Flugmyndir manna á 19. öld um sjálfa sig og
mörk þekkingar sinnar breyttust svo um mun-
aði og eru þær sýnilegar í gotnesku skáldsög-
unni:
Það er á þessu tímaskeiði sem arfleifð
merkingarmynstra glatast, með þeim af-
leiðingum að hugmyndir um „raunveru-
leika“, „mannlega náttúru“ og „sam-
semd“ leysast upp. Tengslin við endan-
lega merkingu rofna, „markmiðin“
týnast og skilja leiðir án markmiða eftir.10
Sögurnar eru afhjúpandi og höfundar þeirra
hafna fagurfræði raunsæisins. Hið ímyndaða er
jafn rétt og hið raunverulega, eða öllu heldur:
skilin á milli hins ímyndaða og hins raunveru-
lega eru dregin í efa. Þar af leiðandi verða
önnur atriði einkennandi fyrir gotneskar sögur;
óvissa, hik, margræðni ogefi. Tengsl gotneskra
sagna við módernisma og samtímabókmenntir
eru ekki sprottin af tilviljun.
Dracula er flókið verk í byggingu og marg-
ræðni þess er ekki síst falin í forminu. Hér er á
ferðinni fjölradda skáldsaga, mörgum sjónar-
hornum er fléttað saman og þess vegna fer eng-
inn með endanlegt vald, hvorki höfundur né
12