Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 13

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 13
„söguhetja“. Verkið samanstendur af dagbók- arbrotum nokkurra sögupersóna og kemur höf- undurinn því óbeint fram. Með þessari frá- sagnaraðferð gerir höfundurinn ekki eingöngu ótrúleg atriði sennileg, heldur einnig túlkend- um færi á margvíslegri nálgun. En um hvað fjallar Dracula? Dracula greifi, blóðsuga frá Transylvaníu og fulltrúi hins „ósiðmenntaða“, óræða og fram- andi, er sú persóna sem ógnin stafar af. Hann hefur lifað öld fram af öld í líki og ríki herra- manns og er knúinn áfram af óstöðvandi kyn- orku og keppnisgleði. Það er hann sem storkar hinu skynsamlega og tæknivædda vestri, Bret- landi Viktoríutímans, hvorttveggja sem land- nemi og óvenjuleg kynferðisvera. Aðrar karlpersónur sögunnar, þeir Jonathan Harker málafærslumaður, Arthur Holmwood aðals- maður, geðlæknirinn Dr. Seward og hollenski bjargvætturinn Van Helsing (lærifaðir Sewards) eru fulltrúar vestursins og standa vörð um þess heilögu kýr: feðraveldið, mosa- gróið hlutskipti konunnar, forboð og bælingu. Sem einn hluti bandalagsins hefur bandaríski ævintýramaðurinn Quincey Morris nokkra sér- stöðu. Hann er frjálslyndari og óheflaðri — kannski „eðlilegri“ — en hinir viktoríönsku kynbræður hans, enda annarrar og frjálslyndari þjóðar. Einn sjúklinga Sewards, Renfield að nafni, kemur einnig nokkuð við sögu, en hann er á skjön við rammgert skipulag Viktoríutímans — deilir „siðleysi“ vellíðunarlögmálsins með Morris en siðleysi af ætt brjálseminnar með vampírunum. Af kvenpersónum sögunnar skal fyrst nefna þrjár ónefndar kvenvampírur í kastala Dracula. Þó kyrrsettar séu í Transylvaníu eru þær áhrifavaldar sem ógnandi kynferðisverur og ásamt Dracula fulltrúar hins ósiðmenntaða. Hinar tvær kvenpersónur sögunnar eru aftur á móti búsettar innan marka siðmenningarinnar, þær Lucy Westenra og Mina Murray (síðar Harker), en hvorug fer þó varhluta af endi- mörkum hennar. Kvenvampírunum kynnist Jonathan Harker þegar hann er sendur til Transylvaníu á fund Dracula í kastala hans, að hann heldur í ósköp venjulegum viðskiptaerindum. Þrátt fyrir for- tölur samlanda greifans og sögusagnir þeirra um óeðli Dracula gerist hann gestur hans. Drungalegt andrúmsloft staðarins vekur óhug og gefur jafnframt forsmekk að því sem koma skal. Kastalinn er líkastur grafhýsi og fyrr en varir verður Harker ljóst að hann er ekki lengur gestur Dracula og ráðgjafi um kaupsýslu og fjárfestingar á Vesturlöndum, heldur fangi hans. Kvenvampírurnar hrífast af gestinum (og hann af þeim) og reyna að tæla hann til fylgis við sig — veita honum þann kynferðislega unað sem þær þrífast á sjálfar. En Harker tilheyrir Dracula sem kemur honum til bjargar á síðustu stundu. Kvenvampírurnar fá hálfkæft barn í staðinn og opinbera „gagneðli“ sitt þegar þær rífa það í sig á meðan greifinn sigar úlfum á móður þess. Harker kemst undan við illan leik og tekst að sleppa úr kastalanum. En Dracula nær til Englands á undan honum og hryllilegri atburðarás er hrundið af stað. Dracula hyggst leggja lýðinn að fótum sér. Hann bítur og sýgur konur, velur fórnarlömb sín af kostgæfni og gerir þær kyn af sínu kyni til að öðlast á endanum heildaryfirráð. En áform- ið misheppnast. Karlpersónur verksins, að undanskildum Renfield, mynda með sér bandalag og Van Helsing, „hinn góði faðir“, er höfuð þess. Með hjálp Renfields (sem Dracula drepur með viðurstyggilegum hætti fyrir vikið) tekst þeim með naumindum að bjarga Mínu (þá konu Harkers) frá hlutskipti vampírunnar en Lucy er ekki jafn gæfusöm. Eftir að Dracula hefur sent hana á eilífa blóðþyrsta og lostafulla næturgöngu, sér læknirinn og bjargvætturinn Van Helsing engin önnur ráð en að „eyða“ henni og kemur það í hlut Holmwoods, heit- manns hennar, að reka hana í gegn. Hafði hún tekið upp háttu þeirra kastalakvenna, að lokka börn á sinn fund og sjúga úr þeim blóðið. Hefði leiðsagnar bjargvættarins og úrskurðar hans ekki notið við, hefðu örlög þeirra orðið þau sömu og örlög barnsins í kastala Dracula. Og heitmaðurinn hefði gefist henni á vald. Með hjálp Mínu sem er „meðvituð“ kona (ritari sem tekur upp hjá sjálfri sér að fylgjast með skipa- og lestaferðum), eltir karlahópur- inn Dracula land úr landi. Ævintýramaðurinn Morris fórnar lífi sínu en með sameiginlegu átaki tekst að eyða ógnvaldinum. Við það fellur allt í samt horf. Mínu og Harker fæðist svein- barn og ber það skírnarnafn hins látna. Og þrátt fyrir margræðni og vísun verksins til sam- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.