Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 17

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 17
mjúki móðurbarmur hins þurfandi karlkyns og sem slík er hún dögg magnleysis þess og minni- máttarkenndar. Texti Stokers er vitnisburður um margvís- lega kreppu Viktoríutímans og annað og meira en tímabundin hrollvekja. Hér hefur öðru fremur verið spurt um kynferðiskreppu en text- inn hefur sannarlega gefið mönnum tækifæri til nálgunar af því tagi. Ætlunin er og var ekki að sýna enn einu sinni fram á kúgun karlmannsins á konunni, því síður að einblína á Viktoríutí- mann, heldur að nálgast þessa þrautseigu stað- reynd út frá sjónarhorni hins sígilda — sjónar- horni goðsagnarinnar. Konan sem ímynd hins breiða og alltum- faðmandi barms er sumpart liðin tíð. En er bælingin ekki kjur á sínum stað, þó svo að vettvangur konunnar hafi flust út á torg og afrek hennar séu vegin og metin „að heiman“? Ef til vill er ímynd konunnar sem kynveru enn merkt daggartári sefjunar, svefni sakleysis og hreinleika, sveipuð blekkingu þeirra sem óttast svefnrofið. Torgið — heimur athafna, mennta og dag- launastrits — hefur verið vettvangur karl- mannsins frá því að elstu menn muna. Hasli konan sér þar völl þá er ógnin kannski einungis á yfirborðinu, yfirborði umræðu okkar daga um „frelsi“ og „jafnrétti“. Undir yfirborðinu, á mótum karls og konu, ríkir goðsögnin. Enginn leitar sannleikans þar og eins og allir vita er hóran ekki þekkt fyrir lausmælgi. Um karl- menn sagði de Beauvoir: their complexes will...depend upon their amatory power and their skill in giving pleasure.20 1 Þessi ritgerð er upphaflega samin á haustmisseri 1988, í námskeiði Matthíasar Viðars Sæmundsson- ar um afþreyingarbókmenntir, en hér birtist hún þó nokkuð breytt. Matthíasi þakka ég góðar ábendingar. 2 Hugtakið „anarkí“ er haft um þá aðferð, þar sem greinargerð fræðimannsins hneigist ekki síður til margræðis en módernískur texti. Þar ríkir ekkert samhengi og engin skýring. Sjá Catherine Belsey: Critical Practice, London-New York, 1980, bls. 105. 3 Aristóteles: Siðfræði Níkómakkosar, 1.3 1094b25- 30. 4 Roland Barthes : „The Death of the Author", í Image-Music-Text, England 1977, bls. 146. 5 Sama, bls. 147. 6 Sama, bls. 148. ' Franski fræðimaðurinn Michael Foucault hefur fjallað um höfundarhugatakið í ritgerðinni „What is an Author?“, í Language, Counter-Memory, Practice, New York, 1977, bls. 113-138. Þar segir hann, að þrátt fyrir alla þá möguleika, sem dauði höfundarins geti haft fyrir bókmenntarýni, hafi hann enn ekki verið metinn sem skyldi og að höf- undurinn sé í raun nálægur ennþá. I stað „hreinn- ar“ orðræðu, þar sem spurt yrði um tilvistarhætti hennar, hvaðan hún komi, hvernig hægt sé að höndla hana og hver „stjórni" henni, glymja enn sömu, gömlu lummurnar: Hver er höfundurinn? Höfum við rök fyrir frumleika hans og trúverðug- leika? Hvað hefur hann afhjúpað af sínu innra sjálfi? 8 í „Frontiers of Criticism" í On Poetry and Poets, England, 1957, bls. 103-121, bendir T.S. Eliot á, að sniðgangi bókmenntagagnrýnandi heimspeki, sálfræði og fagurfræði í umfjöllun sinni, verður það á hans eigin ábyrgð. Þetta, segir Eliot, hefur öllum mátt ljóst vera síðan Coleridge gaf út bók sína Biographia Literaria árið 1817. 9 Eliot, bls. 116. 10 Rosemary Jackson: Fantásy: The Literature of Subversion, England 1981, bis. 96. 11 Sama, bls. 119-120. 12 Richard Astle: „Dracula as Totemic Monster: Lacan, Freud, Oedipus and History“, Sub-Stance, 25, 1980, bls. 98-105. 13 Richard Astle telur greiningu af þessu tagi vera „heppilega" í Ijósi þess, að þcssi hryllingssaga sé frá tímum Freuds sjálfs og segir, að sú staðreynd geti mögulega sýnt fram á djúpstæð tengsl bók- mennta, sálfræði og hugarfarssögu. 14 Anne Cranny-Francis: „Sexual Politics and Polit- icial Repression in Bram Stoker’s Dracula“, í Sub- Stance, 15 Gail B. Griffin: „Dracula and the Victorian Male Sexual Imagination", í International Journal of Women’s Studies, 5, 1980. 16 Bram Stoker: Dracula, England 1897 (Penguin 1979), bls. 365. 17 Sama, bls. 202 og 359. 18 Simone de Beauvoir: The Second Sex, þýdd af H.M. Parshley, England (J.Cape) 1953, Penguin 1972, bls. 397. De Beauvoir er ein þeirra, sem leitað hefur ástæðna í furðuveröld kynferðisins. Bók hennar, Hitt Kynið, er ennþá ein hinna áreið- anlegri í „smiðju mannlegra fræða“. Hún er heim- speki, sálarfræði og hugarfarssaga um ímyndir karls og konu. 19 Þetta er beint framhald af fyrri tilvitnun. 20 Sama, bls. 402. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.