Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 24

Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 24
náttúrufyrirbæri, hann ávarpar landið, blómin, sólina og vindinn. Fossinn hjalar við hamra- búann, röðullinn brosir, saklaus blómin þekkja ekki syndina, bárurnar kveina og myrkrið meiðir líf og sál, en stjarnan hlær á himni og hið blíða kvöld breiðir ljósa blæju yfir bláan sjáinn. Fjöllin verða beinlínis lifandi í augum Jónasar. Tindfjöllin „föstum standa fótum blásvörtum feldi búin . . . og grænu belti gyrð á dala- mótum. Með hjálminn skygnda, hvítri líkan mjöll, horfaþau yfir heiðarvötnin bláu.“ (Jónas Flallgrímsson 1913:69). I Hulduljóðum má sjá hvernig náttúran fylg- ist með manninum og deilir með honum tilfinn- ingum. Flann líður yfir ljósan jarðar-gróða, litfögur blóm úr værum nætur-blund smá-líta upp að gleðja skáldið góða, gleymir hann öðru og skoðar þau um stund; (J.H. 1913:174). Blóm Jónasar eru ekki af sama toga og „bláa blómið“, tákn þess sem aldrei verður höndlað, þau eru allt að því góðvinir hans. Hann kallar þau meðal annars vallarstjörnur og leiðarljós og gæti sú líking átt við það hvernig náttúran er fyrirmynd mannsins. Þekking á henni kemur manninum til góða en veitir honum einnig ánægju. Honum er hugleikið hið smáa og fagra í náttúrunni og hann notar mikið myndmál smæðarinnar, meðal annars til þess að sýna að margt smátt gerir eitt stórt. Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heim; en þaðan koma ljós in logaskæru á altari ins göfga guðs. (J.H. 1913:111) Jónas notar yfirleitt ekki flóknar myndhverf- ingar, enda vill hann hafa ljóð sín skýr og auð- skilin eins og áður sagði en honum er gjarnt að sækja líkingar í ríki náttúrunnar, einnig þegar hann lýsir fólki. Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum lauka nærir svo vermir fögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun færir. (J.H. 1913:240). Þannig hljóðar grafskrift yfir Maren Havsteen. En oftast er Jónas þó að bera saman fortíðina og samtíð sína. Fortíðin er honum jafnan hugleikin með frægð sína, frelsi og manndáð og hann spyr:„ Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ (J.H. 1913:54). Hann bregður upp myndum af landinu og glæstri fortíð þjóðarinnar og notar þær allt að því sem svipu á menn samtíðar sinnar. Þannig er meginboðskapurinn í Gunnarshólma, sem rís hæst á skáldaferli Jónasar, að láta ekki hólmann í úthafinu í skiptum fyrir neitt annað. Gunnarshólmi er tákn fyrir þann baráttuanda sem lifir í náttúrunni, jafnvel þótt mennirnir séu ekki móttækilegir fyrir honum. En aldrei sá Jónas náttúruna fegurri en í starfi og arði, nytsemin er í fyrirrúmi og mikil starfsemi er í náttúrumyndum hans. Fellur vel á velli verkið karli sterkum, syngur enn á engi eggjuð spík og rýkur grasið grænt á mosa, grundin þýtur undir, blómin bíða dóminn, bítur ljár í skára. (J.H. 1913:199) Þegar líður á ævi Jónasar verða hinar fallegu náttúrumyndir hans drungalegri og inn í ljóð hans læðist kaldhæðinn tónn. Náttúran samein- ar ekki lengur raunveruleika og hugsjónaheim, heimsmynd Jónasar er brotin og náttúran getur orðið næsta fjandsamleg. Þær glæstu náttúru- myndir sem hann dregur upp í Gunnarshólma og og Fjallinu Skjaldbreiður eru ólíkar þeirri landslýsingu sem er að finna í Annes og eyjar. Þar tengjast náttúrumyndirnar fremur ógn og hugsunin um dauðann sækir á hann. Það má segja að Jónas sæki myndmál sitt í öll tilbrigði náttúrunnar, allt frá hinu smáa, eins og blómum og flugum, til hins óendanlega himin- geims og eilífðarinnar. í ljóðinu Ferðalok, seg- ir: 24

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.