Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 27

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 27
Rökkrið seiðblátt og fjöllin Heimur manns á hvörfum milli tveggja heima. (S.H. 1981:199). I fljótu bragði virðast þeir Jónas og Snorri ekki feta sömu slóðir í notkun náttúrumynd- máls en þegar nánar er að gáð má sjá ýmis sameiginleg einkenni. Islensk náttúra er þeim báðum hugleikin og báðir nota þeir hana til að hvetja þjóð sína til dáða. Náttúran er fyrirmynd mannsins, hann getur lært af henni en hún er honum einnig til ánægju. Snorri málar myndir í ljóðum sínum öðrum skáldum fremur, eins og minnst var á hér að framan, og notar mikið liti. En segja má að Jónas geri það líka á sinn hátt, lesandinn á einnig auðvelt með að sjá fyrir sér myndirnar í ljóðum hans. Allt byggir á auganu, á því sem þeir sjá. Oftast er þó eitthvað á bak við þessar náttúrumyndir, einhver boðskapur. Myndirnar skarta sjaldan sjálfra sín vegna, að minnsta kosti ekki hjá Jónasi. Báðir leitast þeir við að gera ljóð sín einföld og skiljanleg en myndir Jónasar tala þó yfirleitt skýrar til les- enda, myndmálið er beinskeitt og hann er mun pólitískari. Snorri notar sínar náttúrumyndir oft á annan hátt við leit sína að skilningi á sjálfum sér og lífinu, sérstaklega í seinni bókum sínum þar sem ljóðin eru innhverfari. Hann notar myndmálið einnig oft meira til skrauts. í fyrstu bók Snorra, Kvœðum, má sjá þá ættjarðarrómantík, þá fegurð og minningar sem yfirleitt einkenna kvæði Jónasar. Þeir per- sónugera náttúruna og tala við hana. Báðir eru þeir miklir sóldýrkendur, elska sumarið en hata veturinn, tákn hins illa. Jörðin sem móðir og þess konar rómantískar hugmyndir sem eru í Ijóðum Jónasar koma einnig fyrir hjá Snorra, en náttúra hans er þó ekki full af verum og vættum eins og náttúra Jónasar og engin starf- semi fer þar fram. Þeir eiga sameiginlega myndmálsnotkunina hluti í stað heildar (pars pro toto). Gunnars- hólmi er tákn landsins í heild, í ljóðinu Eftir börn sofa augu sonarins og um fjallið Skjald- breið segir Jónas: „Löngu hefur logi rauður lokið steypu þessa við.“ (J.H. 1913:137). Um ljóðin í Kvæðum sveima vœngir, fjaðrir aftan- svalans syngja og á leið fljótsins grær ei blað. Snorri notar myndmál smæðarinnar en ekki á sama hátt og Jónas og náttúra Snorra er enginn starfsvettvangur. í ljóðinu Hrjóstur berast fræ holtasóleyjarinnar um blásinn mel eins og hnettir í köldum geimnum, á stjörnu kviknar líf og stöku fræ festa rætur, verða að blómum. Þeir Jónas og Snorri nota náttúruna ekki alltaf á sama hátt. í augum Jónasar var landið gjöfult og veitandi, öll lífsafkoma fólks byggðist á því að rækta jörðina. Þess vegna má víða finna lýsingar á samspili mannsins og móður náttúru í ljóðum hans. Snorri er einnig barn annars tíma, því þótt hann sé fæddur og alinn upp í sveit er náttúran hætt að gegna sama mikilvæga hlut- verkinu og á dögum Jónasar. Náttúrumyndirn- ar í ljóðum Jónasar tengjast oft baráttunni fyrir frelsi landsins, hann bregður upp myndum úr fortíðinni þegar Alþingi var staðsett á Þingvöll- um og hetjur riðu um héruð. Snorri sækir ekki eins mikið til fortíðarinnar og notkun hans á náttúrumyndmáli er í fastari skorðum, hver bók hefur sín einkenni og vissar myndir eru mest áberandi. Þó leitar hann víða fanga eins og Jónas og þeir eiga margt sameiginlegt, til dæmis dýrkunina á sólinni. Náttúran sættir all- ar andstæður hjá þeim báðum. Hún er í senn hrikaleg og ljúf í ljóðum Jónasar en Snorri reyn- ir kannski frekar að upphefja andstæðurnar en sætta þær í ljóðinu Lindin í mónum sameinar hann t.d. himinn og jörð. Þeir nota báðir náttúruna sem andstæðu við mannheiminn, náttúran er eilíf en mannheim- urinn hverfull. Þeir sjá hugsjónir sínar í náttúr- unni og vilja sjá þær rætast í veruleikanum. Þessi samanburður á náttúrumyndmáli í skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og Snorra Hjartarsonar sýnir þó fyrst og fremst að hér eru á ferðinni tveir elskhugar íslenskrar náttúru sem fléttuðu orð sín og óð í blómasveig, vor- vinda og vængjahaf og mögnuðu baráttusöng sinn svörtum hömrum og seið djúpra tjarna, eldi jarðar og ógnun storma. Hjá báðum verður penninn að pensli, þótt drættir og litbrigði beri sinn svipinn hvor, mörkuð straumum, stefnum og baráttumálum sinna tíma og geðhrifum tveggja stórskálda íslenskrar tungu. Heimildaskrá. Jónas Hallgrímsson. 1913. Rit I kvœði. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson sáu um útgáfuna. Reykjavík. Snorri Hjartarson. 1979. Hauströkkrið yfir mér. Mál og menning. Reykjavík. Snorri Hjartarson. 1981. Kvæði 1940—196. Mál og menning. Reykjavík. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.