Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 34

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 34
Ösp Viggósdóttir: Kubbur Flugvélin hrapaði og farþegarnir veinuðu. Ský- in komu æðandi á móti þeim, síðan voru þau horfin og þá sáu flugmennirnir fjallið sem þeir stefndu á. Þeir reyndu að beygja frá og tókst það næstum en hægri vængurinn rakst í kletta- vegg og brotnaði af. Vélin skall utan í fjallið og sprakk í loft upp — og allt fólkið dó. Það öskr- aði einu sinni áður en það dó — það var þegar vængurinn brotnaði af — svo sprakk það í þús- und tætlur um leið og flugvélin dreifðist út um allt. Alveg rosalegt! — „Pabbi, vængurinn brotnaði aftur af.“ Hann lyfti vélinni upp til sannindamerkis. Pabbi hans leit í baksýnisspegilinn á væng- brotna vélina. — „Amma límir hana fyrir þig, Kubbur“ sagði hann. — „Hann sló henni í framsætið“, sagði Stína. — „Það var ekki framsæti", sagði hann móðgaður. „Það var klettaveggur." — „Gulur loðinn klettaveggur?" Hann reyndi að horfa hvasst á hana eins og pabbi gerði þegar hann var reiður, en það virt- ist ekki hafa nein áhrif. — „Svakalega er bólan á enninu á þér ógeðs- leg“, sagði hann þá. Hún hrinti honum svo höfuðið slóst íbílhurð- ina. — „Padda.“ Mamma sneri sér við í framsætinu og hnykl- aði brýrnar. — „Kristín. Knútur. Hagið ykkur skikkan- lega.“ Svo sneri hún sér aftur fram. — „Ég vona að Jói hárreyti þig enn meira en í fyrra“, hvíslaði hann lágt og vonaði að mamma heyrði ekki til hans. — „Knútur!“ Mamma hafði heyrt til hans. Þau þögðu það sem eftir var leiðarinnar. Kubbur fann sárt til í höfðinu, en vildi ekki gera Stínu það til geðs að gráta. — „Nokkra dropa hér og nokkra hérna“, tuldraði amma. Kubbur og amma voru í fjársjóðshellinum eins og hann kallaði herbergið. Amma var að líma brotna vænginn á vélina. Hann hafði aldrei áður fengið að koma hingað inn, bara rétt getað gægst inn stöku sinnum þegar amma þurfti að ná íeitthvað. Hún læsti alltaf áeftirsér og geymdi lykilinn í svuntuvasanum. A borðinu í miðju herberginu var seglskútan sem amma var að setja saman. Módelhlutar, pínulítil segl og alls konar drasl lá dreift um allt borð. A öllum veggjum voru hillur með litlum og stórum skipum og bátum og bókastaflar inn 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.