Mímir - 01.06.1989, Síða 34

Mímir - 01.06.1989, Síða 34
Ösp Viggósdóttir: Kubbur Flugvélin hrapaði og farþegarnir veinuðu. Ský- in komu æðandi á móti þeim, síðan voru þau horfin og þá sáu flugmennirnir fjallið sem þeir stefndu á. Þeir reyndu að beygja frá og tókst það næstum en hægri vængurinn rakst í kletta- vegg og brotnaði af. Vélin skall utan í fjallið og sprakk í loft upp — og allt fólkið dó. Það öskr- aði einu sinni áður en það dó — það var þegar vængurinn brotnaði af — svo sprakk það í þús- und tætlur um leið og flugvélin dreifðist út um allt. Alveg rosalegt! — „Pabbi, vængurinn brotnaði aftur af.“ Hann lyfti vélinni upp til sannindamerkis. Pabbi hans leit í baksýnisspegilinn á væng- brotna vélina. — „Amma límir hana fyrir þig, Kubbur“ sagði hann. — „Hann sló henni í framsætið“, sagði Stína. — „Það var ekki framsæti", sagði hann móðgaður. „Það var klettaveggur." — „Gulur loðinn klettaveggur?" Hann reyndi að horfa hvasst á hana eins og pabbi gerði þegar hann var reiður, en það virt- ist ekki hafa nein áhrif. — „Svakalega er bólan á enninu á þér ógeðs- leg“, sagði hann þá. Hún hrinti honum svo höfuðið slóst íbílhurð- ina. — „Padda.“ Mamma sneri sér við í framsætinu og hnykl- aði brýrnar. — „Kristín. Knútur. Hagið ykkur skikkan- lega.“ Svo sneri hún sér aftur fram. — „Ég vona að Jói hárreyti þig enn meira en í fyrra“, hvíslaði hann lágt og vonaði að mamma heyrði ekki til hans. — „Knútur!“ Mamma hafði heyrt til hans. Þau þögðu það sem eftir var leiðarinnar. Kubbur fann sárt til í höfðinu, en vildi ekki gera Stínu það til geðs að gráta. — „Nokkra dropa hér og nokkra hérna“, tuldraði amma. Kubbur og amma voru í fjársjóðshellinum eins og hann kallaði herbergið. Amma var að líma brotna vænginn á vélina. Hann hafði aldrei áður fengið að koma hingað inn, bara rétt getað gægst inn stöku sinnum þegar amma þurfti að ná íeitthvað. Hún læsti alltaf áeftirsér og geymdi lykilinn í svuntuvasanum. A borðinu í miðju herberginu var seglskútan sem amma var að setja saman. Módelhlutar, pínulítil segl og alls konar drasl lá dreift um allt borð. A öllum veggjum voru hillur með litlum og stórum skipum og bátum og bókastaflar inn 34

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.