Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 35

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 35
á milli. Neðan úr loftinu héngu nokkrar flugvél- ar sem voru flott málaðar og ekkert líkar mód- elflugvélunum hans sem voru allar útklístraðar í þurru lími. Amma notaði sennilega minna lím þótt hann skildi ekki hvernig hún færi að því. Hann þurfti alltaf að nota allt límið úr túbunni sem fylgdi, og stundum var það ekki nóg. Kennarinn hafði sagt að hann ætti að hætta þessum lygum, að allir vissu að það væru bara litlir strákar og gamlir karlar, sem gengnir væru í barndóm, sem settu saman módel. Og hann hafði ekki þorað að segja neitt, hafði bara star- að niður í borðið sitt og roðnað. — „Límið verður orðið þurrt eftir kaffi“, sagði amma og lagði flugvélina á lítið borð við gluggann, ofan á teikningarnar af seglskipinu. Svo gekk hún að dyrunum og benti Kubbi að fara út. — „Má ég vera hérna og skoða skipin“, spurði hann, þótt hann vissi fyrirfram hvert svarið yrði. — „Nei“, sagði amma ákveðin og benti hon- um aftur að fara út. Hann fór út úr herberginu og amma á eftir. Hún lokaði hurðinni og læsti og setti lykilinn í svuntuvasann. Svo var hún horfin fram í eldhús en hann stóð einn eftir og gat ekkert gert annað en að mæna á dýrðina í gegnum skráargatið. Eftir nokkra stund gafst hann upp, fór að næstu dyrum og ætlaði að ganga beint inn en það var læst. Hann varð svo undrandi að hann vissi ekki hvort hann ætti að banka eða hverfa frá. Þá heyrði hann umgang fyrir innan og síðan var hurðin opnuð. Jói stóð í dyrunum og inni á sófanum sátu Stína og einhver stór strákur sem hann hafði aldrei séð áður. Hann varð skyndi- lega feiminn. Allt hafði einhvern veginn breyst frá því í fyrra. Bílabrautin var horfin og í stað Mikka mús plakatsins var komið plakat af KISS, hljómsveit með ógeðslegum köllum sem ráku út úr sér tunguna framan í hann. Stóra górillan var farin úr horninu og flottar græjur komnar í staðinn. Og Jói, hann ætlaði ekki að þekkja Jóa. Hann var kominn með hvítt hár sem stóð allt út í loftið og svo var hann með bólur í andlitinu eins og Stína. Hálsinn var líka einkennilega langur. Kubbur velti því fyrir sér hvort Jói væri kominn með einhvern sjaldgæfan sjúkdóm en þorði ekki að spyrja. — „Hæ“, sagði hann feimnislega. „Viltu koma að leika?“ Hann sá eftir orðunum um leið og hann hafði sagt þau, það var svo barnalegt að tala svona. Þau sprungu líka öll þrjú úr hlátri. — „Ekki hleypa pöddunni inn“, sagði Stína við Jóa. — „Því miður, elskan“, sagði ókunnugi strákurinn við Kubb. „Barnaheimilið er lokað í dag.“ Svo hlógu þau enn meira og Jói skellti hurð- inni á nefið á honum. Hláturinn heyrðist áfram gegnum hurðina. Kubb langaði til að gráta en Arnold Schwarzenegger grét ekki þegar honum leið illa, hann klemmdi bara saman varirnar og fór svo og fékk sér bjór í ískápnum. Kubbur klemmdi saman varirnar en ákvað að sleppa bjórnum. Þá kom afi út af gestaklósettinu. — „Þarna ertu Kubbur“, sagði hann þegar hann sá Kubb. „Ætlaðirðu ekki að heilsa upp á afa og alla í stofunni?“ — „Jú“, sagði Kubur og varð að hætta að klemma varirnar til að geta talað. „Eg var bara ekki búinn að því. Ég þurfti að líma flugvélina mína saman fyrst.“ Afi kom og tók í höndina á honum og leiddi hann inn í stofu. Fullorðna fólkið sat í kringum sófaborðið og drakk kaffi úr mávastellinu hennar ömmu. Sumir sátu í sófanum eða stofu- stólunum, en aðrir höfðu náð sér í borðstofu- stóla. Jóna frænka og einhver kona sátu svolítið frá hinum í útsaumuðu stólunum sem hann mátti aldrei setjast í, jafnvel þótt hann væri ekki að borða ís. Þær reyktu svo mikið að fíni Kjarv- alinn hans afa sem hékk fyrir ofan þær sást varla fyrir reyknum. Aldrei ætlaði hann að fara að reykja, þá gæti hann dáið. Nú var bróðir hans pabba búinn að sjá hann. Þá byrjuðu asnalegu spurningarnar. — „Ertu ekki farinn að æfa fótbolta, strák- ur,“ spurði hann og glotti svo sást í gulljaxlinn. Kubbur hristi hausinn. Jónas talaði aldrei um neitt annað en fótbolta. Þegar konan hans fór frá honum hafði pabbi hlegið og sagt júnætit eitt, Ólöf núll. — „Mikið ertu orðinn stór, Kubbur“, sagði Kolbrún frænka. „Þú ferð bráðum að ná pabba þínum.“ Kubbur brosti kurteislega til hennar. — „Hann sver sig í föðurættina, verður hár 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.