Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 36

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 36
og herðabreiður‘\ rumdi í gömlum karli sem sat í djúpa stólnum. Afi settist í stólinn sinn og Kubbur kom sér þægilega fyrir í fanginu á honum. — „Og hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór, góði minn“, sagði karlinn sem sat í sófanum. Kubbur sá á nefinu að þetta var bróðir henn- ar ömmu. Kennarinn hafði hótað að klaga í foreldra hans ef hann héldi áfram að skrökva að fólki. Hún sagði að enginn myndi trúa því að amma hans hefði verið norn þegar hún var ung. Svo hafði komið undarlegt blik í augun á henni og hún hafði glott og spurt hvernig hann ætlaði að útskýra að hún væri ekki lengur norn. Og hann hafði horft undrandi á hana og sagt að amma sín væri orðin svo gömul að hún væri hætt að galdra og komin á ellilaun. Þá hafði kennarinn lamið svo fast í borðið með kennara- prikinu að það brotnaði og svo hafði hún titrað öll af reiði og orðið eldrauð í framan. — „Ég . . . ég veit það ekki alveg ennþá“, svaraði Kubbur óstyrkri röddu. — „Hann verður áreiðanlega verkfræðingur eins og ég“, sagði pabbi. „Hann er svo ansi efnilegur í stærðfræði, strákurinn. Alltaf efstur í sínum bekk.“ — „Ég held ég verði bara skáld“, sagði Kubbur þá. Hann hafði farið í vinnuna með pabba og það hafði verið óskaplega leiðinlegt. Það hlyti að vera skemmtilegra að verða skáld. Það var ekkert að marka þótt allur bekkurinn hefði hlegið að ljóðunum hans, kennarinn líka, hann gæti örugglega ort betri ljóð þegar hann yrði stærri. — „Skáld“, tísti í afa. „Það var ekki lítið“. Og svo hló hann: „Tíhíhí, tíhí“, eins og þegar hann var búinn að drekka svolítið af kaffi með viskíi út í. — „Hann er efnilegt skáld“, sagði pabbi montinn. — „Þú verður að lofa okkur að heyra“, sagði nornabróðirinn og Kubbi fannst hann glotta meinfýslega eins og hann vildi meina að það væri lítið að heyra. — „Farðu með ljóðið um hana Ingu“, sagði mamma. Kubbur vonaði að enginn myndi hlæja, ljóð voru ekki brandarar og þess vegna átti fólk ekkert með að hlæja að þeim, jafnvel þótt þau væru léleg. Hann færði sig aðeins nær afa og tilkynnti svo hátíðlega: — „Það heitir Inga og elskhuginn“. Jóna frænka flissaði. Kubbur vissi að þetta væri hún þótt hann sæi hana ekki, afastóll sneri baki að henni. Svo byrjaði hann, svolítið hik- andi: — „Eitt sinn Inga í bæinn gekk og settist niður á hvítan bekk . . . Þá greip langamma frammí fyrir honum. — „Hvað er drengurinn að tuldra?“ Það var útskýrt fyrir henni að hann væri að flytja frumsamið ljóð og hún fór að fikta í heyrnartækinu og röflaði eitthvað um unga fólkið í dag sem talaði svo þvoglulega að það skildist ekki orð af því sem það segði. Svo þagn- aði hún og mændi á hann. Hann byrjaði aftur. — „Eitt sinn Inga í bæinn gekk og settist niður á hvítan bekk. Þá sá hún ungan og sætan dreng, hún roðnaði og varð alveg í spreng. Drengurinn brátt hana Ingu sá, kom til hennar og settist þá við hliðina á henni Ingu.“ Hér hikaði hann aðeins því Jóna frænka fékk ægilegt hóstakast. Hann gægðist út fyrir stól- inn. Hún sat í útsaumaða stólnum hennar ömmu með vasaklút fyrir nefinu og munninum, eldrauð í framan og með tár í augunum. Hann sneri sér aftur við og sá pabba hvessa augun á hana, svo leit hann á Kubb og gaf einhverja bendingu sem Kubbur skildi þannig að hann ætti að halda áfram. — „Hann sagði: Elsku Inga mín þú veist hve ég hef leitað þín. Þú veist hve heitt ég elska þig og munað litlu að ég dræpi mig, út af þessari einu ást. En ekki megum við saman sjást því þá verður heimurinn vitlaus.“ Jóna frænka var ennþá með hóstakast. Hann vonaði að hún myndi ekki kafna, kannski hafði hún gleypt brjóstsykurmola eins og kallinn í Bandaríkjunum sem dó í beinni útsendingu í sjónvarpinu. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.