Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 37

Mímir - 01.06.1989, Qupperneq 37
— „í annað sinn Inga í bæinn gekk og gekk framhjá þessum sama bekk. Hún leit á bekkinn og mundi það, að hún þurfti bráðum að fara í bað, því hún átti að fara að giftast honum Ingvari elskunni. Já, það var sko betra en að pipra.“ Þá breyttist hóstakastið hennar Jónu frænku í hláturssprengingu og hann vissi að þá færu allir að hlæja, það var ekki hægt annað. Þegar hún andaði að sér heyrðist blísturshljóð eins og þegar blásið er í ýlustrá; og allir sprungu og hlógu og hlógu og grétu svolítið með. Lang- amma hló líka þar til hún fékk hóstakast og varð rauð í framan af áreynslu. Hann horfði spenntur á hana en hún missti ekki út úr sér tennurnar. Hann hafði sjálfur hlegið svolítið fyrst en hætt því fljótlega því hann var móðgað- ur og þá átti hann ekki að hlæja. En fólkið hélt áfram að hlæja. Þá losaði hann sig úr fanginu á afa og hljóp út úr stofunni, inn í svefnherbergi afa og ömmu og skellti hurðinni eins fast og hann gat. Þá myndu allir skilja að hann væri móðgaður. Svo opnaði hann fataskápinn og þreifaði á gólfinu. Fyrst fann hann bara ryk en svo rak hann höndina í eitthvað hart. Það voru bækurnar sem afi hafði náð í upp á háaloft fyrir hann. Hann valdi eina Tarzanbók og settist í hornið milli skápsins og gluggans. Þar fannst honum gott að sitja. Hér gat hann verið í friði fyrir fólki sem kunni enga mannasiði. Hann var Tarzan, konungur apanna, sem hjálpaði svertingjunum í baráttunni gegn vondu hvítu mönnunum sem hugsuðu bara um gull. Hann var búinn að drepa alla vondu kall- ana nema foringjanna og nú hittust þeir á gild- um trjábol sem lá yfir ána. Undir biðu krókódíl- ar eftir gómsætri máltíð. Þetta var bardagi upp á líf og dauða. Vondi kallinn hafði náð honum undir sig og var að reyna að kyrkja hann. Kubbi tókst að sparka í magann á kallinum svo hann missti jafnvægið og féll út af trjábolnum með öskri. Hann datt beint í ginið á krókódílunum sem kjömmsuðu á honum svo blóðið spýttist í allar áttir. Kubbur stóð upp og rak upp sigur- öskrið svo glumdi við í öllum skóginum. Svo sveiflaði hann sér inn í frumskóginn í vafnings- viðnum sem slitnaði aldrei. Hann velti því fyrir sér hvort Tarzan væri sterkari en Arnold Schwarzenegger. J. dj'jJ jJÍJÍjJíJL'JJJ JJdJ^iJJÍJúJÍJ QJjJJJi Mjj 3lj3 Happdrætti Háskólans býður nú langhæstu vinninga á (slandi: 5 milljónir sem gefa 25 milljónir á tromp og 45 milljónir á númerið allt. Sannkölluð auðæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri þvi að milljón króna vinningar eru alls 108. Heildarupphæð til vinningshafa er rúmur milljarður og áttahundruð milljónir. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings J 'p r r , 37

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.