Mímir - 01.06.1989, Page 41
Við rannsókn á nýyrðasmíð hljóta tökuorðin
að falla út, enda er ekki hægt að eigna þau
tilteknum einstaklingi. Hugtakið nýyrði verður
því hér eftir aðeins notað um þau orð sem falla
undir (2a) eða (2b). Stundum er þó greint
þarna á milli og nýyrði aðeins látið ná til ný-
myndaðra orða (Halldór Halldórsson
1964:110). A hinn bóginn er orðið nýgervingur
notað til að tákna bæði nýmynduð orð (2a) og
gömul orð í nýrri merkingu (2b). Þá er og vert
að benda á, að Jón Ólafsson kallar orð sín
nýgervinga (1886:234), enda er þar um að ræða
orð af báðum gerðum.
2.0
Nýyrði Jóns Ólafssonar eru af ýmsum toga,
en til glöggvunar má skipta þeim niður í fjóra
meginflokka. Þar ber fyrst að nefna fornmáls-
orð, sem Jón vill endurvekja í málinu. Að vísu
er sjaldnast um breytta merkingu að ræða, og
því er umdeilanlegt, hvort þessi orð geti talist
nýyrði (sbr. (2b) hér að framan). Aðeins eitt
þessara orða hefur náð fótfestu í málinu, en það
er orðið formælandi. Um önnur orð vísast til
sérstaks viðauka aftan við ritgerðina.
2.1
Annar flokkur nýyrða eru svonefndar töku-
þýðingar, þ.e. nýyrði mynduð með því að þýða
samsvarandi orð í erlendum málum lið fyrir
lið. (Halldór Halldórsson 1964:110 og Jón
Helgason 1959:223). Dæmi um slík orð eru eld-
móður, misbeita, nauðungarvinna og rétttrún-
aður. Síðastnefnda orðið styðst greinilega við
orthodoxy í ensku, en það er myndað úr grísku
orðunum orþos („réttur, beinn“) og doxa
(,,skoðun“). Fyrirmyndir hinna orðanna eru
væntanlega eldhug úr norsku, e. misuse og d.
tvangsarbejde, en þessi orð notar Jón til útskýr-
ingar á ofangreindum nýyrðum (sbr. viðauka).
Enn eitt orð af þessu tagi er ófremdarástand.
Þetta orð skýrir Jón með ufremmelig tilstand á
dönsku, og svipar það mjög til hins íslenska
orðs. Orðið ófremd er a.m.k. ekki til í fornmáli
skv. orðabók Fritzners, og elsta dæmi OH um
það er frá þessari öld.
2.2
Þriðja flokkinn í nýyrðasafni Jóns fylla þau
orð, sem mynduð eru til samræmis við merk-
ingarlega skyld orð í málinu. Dæmi um þetta
eru víðsýnn og þröngsýnn, sem Jón myndar
með hliðsjón af eldri orðum eins og framsýnn,
réttsýnn og sannsýnn. Öll tákna þessi orð and-
lega eiginleika eða afstöðu. Frá dögum Jóns
hafa svo enn bæst við fleiri orð með -sýnn sem
seinni lið, þar á meðal bjartsýnn og svartsýnn.
Annað dæmi af sama tagi er lo. kyrrstæður,
sem Jón myndar af no. kyrrstaða. í slíkum
tilvikum er frekar um einfalda orðmyndun að
ræða en eiginlega nýyrðasmíð. Svipaða sögu er
að segja um orðin siðmenning og stjórnmála-
maður, sem búin voru til með því að skeyta
saman algengum orðum á eðlilegan hátt.
2.3
Þá er komið að fjórða og síðasta flokki
nýyrðanna. Þetta eru nýyrði, þar sem framlag
Jóns er meira en bein þýðing úr erlendum mál-
um eða nærtæk orðmyndun af innlendum orð-
stofnum. Hér að neðan verður fjallað um helstu
orðin í þessum hópi.
dómgreind
Samsvarandi orð í ensku og dönsku er jud-
gement og dpmmekraft. Ef Jón hefði kosið að
fylgja hinum erlendu fyrirmyndum, hefði út-
koman væntanlega orðið dómur eða dómkraft-
ur. Þessum orðum var þó eðlilegt að hafna.
Orðið dómur var vitaskuld til í málinu og því
hætta á tvíræðni í merkingu, ef þessu orði væri
gefin viðbótarmerking. A hinn bóginn hefði
dómkraftur leitt hugann að aflsmunum fremur
en andlegum hæfileikum. Orðið dómgreind er
laust við þessa galla og þjónar hlutverki sínu
vel.
hugðarefni og hugðnæmur
Þessi tvö orð eru ótvírætt meðal skáldlegustu
nýyrða Jóns. Þau eru mynduð af kvenkynsorð-
inu hugð, sem í fornu máli merkir „áhugi“ eða
„þrá“. Samkvæmt Lexicon poeticum Svein-
bjarnar Egilssonar kemur orðið ekki fyrir í
fornu skáldamáli, en Fritzner hefur hins vegar
dæmi um orðið í samsetningum: hugðarmaður
og hugðarerindi. Elstu dæmi OH eru frá 18.
öld, og upp úr miðri 19. öld koma fram sam-
setningar á borð við hugðarvinur og hugðar-
kveðjur. Hefur Jón eflaust þekkt til þessara
orða, þegar hann bjó til ofangreind nýyrði.
raunhæfur
Þetta er þýðing á e. practical (d. praktisk),
41