Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 44

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 44
Maður* Björn Þór Svavarsson 1 Inngangur Á undanförnum tíu til fimmtán árum hefur all- nokkur umræða átt sér stað meðal kvenfrelsis- fólks (feminista) í enskumælandi löndum (og sennilega víðar) um að kynjamismunun (sex- ism) komi fram í málinu (sjá t.d. Lakoff 1975 og Spender 1980). Hér á landi hafa umræður sem þessar ekki verið háværar enn sem kom- ið er. Að vísu hafa þó átt sér stað nokkrar almennar umræður um starfsheiti eins og ný- leg dæmi bera með sér, t.d. að kvennalista- konur á þingi hafa viljað kalla sig þingkonur. Um þetta hafa verið skiptar skoðanir og aðrar konur á þingi hafa áframhaldandi viljað telja sig þingmenn. Lítil fræðileg umræða hefur verið um þetta enn sem komið er hérlendis. Þó hefur Guðrún Kvaran (1985) athugað orðaforða um konur í íslenskum orðabókum. Hún komst að því að oft fylgi neikvæð aukamerking (jafnvel tengd kynferðislegum eiginleikum) orðum sem vísa til kvenna sem ekki sé að finna í orðum sem vísa til karla, a.m.k. ekki í jafn ríkum mæli. Þetta hefur reyndar líka komið fram í athug- unum á ensku og virðist nú almennt viður- kennt að enska feli í sér kynjamismunun (sbr. Spender 1980:15). Nú nýlega hafa verið skrif- aðar tvær B.A.-ritgerðir við Háskóla Islands þar sem fjallað er um kyn, kynferði og kynjam- ismunun í máli (Guðrún Theódórsdóttir 1985 og Hallfríður Þórarinsdóttir 1986), önnur í al- mennum málvísindum en hin í mannfræði. I ritgerð sinni nefnir Hallfríður m.a. (í at- hugasemd aftan við meginmálið) dæmi þar sem nanforðið maður merkir í raun ‘karlmað- ur’ (sbr. maður og kona) þrátt fyrir að það sé oft skilgreint sem ‘tegundarheiti’ og segir síðan (bls. 71): „Rannsókn sem felur í sér bæði lýsingu og sundurgreiningu á orðinu maður í ‘Þessi grein var upphallega skiifuð sem lokaritgerð í námskeiðinu 05.40.32 íslenskar mállýskur á haust- misseri 1987. Hér birtist hún að mestu óbreytt, þó lief ég lagfært orðalag á nokkrum stöðum og stytti lítilega kaflan sem fjallar almennt um kynjamismunin. íslensku er verðugt rannsóknarefni“. Hér á eftir fer einmitt umQöllun um slíka athugun, a.m.k. tilraun til að greina merkingu nafn- orðsins maður. Annar kafli greinarinnar Qallar stuttlega um almenna umræðu um kynjamismunun í máli. Þar bendi ég á nokkur dæmi úr ensku og íslensku sem sýna að kynjamismunun er að finna í málinu (einkum orðaforða þess). Með þessu er ég að reyna að tengja umijöllunina um orðið maður við hina almennu umræðu um kynjamismunun í máli. I þriðja kafla ritgerðarinnar reyni ég að komast til botns í því hver merking orðsins er hvað varðar vísun til karla eingöngu eða tegundarinnar allrar. Þar tel ég mig sýna fram á að þó orðið maður vísi sennilega oftast til karla, er það þó ólíkt enska félaga sínum man að því leyti að frekar er hægt að nota það um tegundina í heild og frekar koma fram hömlur á notkun þess í merkingunni ‘karlmaður’ en í enskunni. Fjórði kaíli segir síðan frá könnun sem ég gerði til að reyna að átta mig á notkun orðsins í málinu (ritmáli). Hún er að vísu nokkuð takmörkuð en ætti þó að gefa nokkra vísbendingu um notkun orðsins maður í íslensku. I lokin er svo að finna stutta samantekt um það helsta sem fram kemur í ritgerðinni. 2 Almennt um kynjamis- mumin í máli Það er áberandi í skrifum femininsta (t.d. Lakoff 1975 og Spender 1980) að þær benda á að konan sé ósýnileg í málinu, þ.e. að hún sé sjaldnast í brennidepli nema umræðuefn- ið sé sérstaklega konan og hennar veruleiki. I öllu almennu tali, þar sem rætt er um mannskepnuna í heild hverfur konan, ann- að hvort vegna þess að þau orð sem notuð eru og eðlegt virðist — í fljótu bragði a.m.k.— að nota, séu iðulega orð sem annað hvort vísa frekar til karla, eða eru tvíræð þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.