Mímir - 01.06.1989, Síða 45

Mímir - 01.06.1989, Síða 45
að þau vísi annað hvort til karla eða tegund- arinnar. Spender (1980:144-151) skilgreinir enskuna sem „he/man language“. Hún telur að einmitt í því, að sömu orð eru notuð til að vísa til karla og fólks almennt, felist að konum sé mismunað í málinu. Þær liverfi alltaf í skuggann og þær viti ekki sjálfar hvort ver- ið er að tala um þær líka, eða eingöngu um karlmenn þegar annað hvort he eða man eru notuð í setningum eins og: (1) Maðurinn verður að vinna til að hafa eitthvað að borða. (Spender 1980:146) Annað sem bæði Lakoff (1975:41) og Spender (1980:25-26) benda á eru nafnavenjur í ensku- mælandi löndum (og reyndar víðcist hvar í heiminum) þar sem konan þarf að skipta um nafn þegar hún giftist. Þetta telja þær fela konuna í samfélaginu. Hún er skilgreind út frá eiginmanni sínum og því sem hann gerir, en ekki sér sjálfri og sínum eiginleikum eða gjörðum. Þetta er athyglisvert, ekki síst þegar verið er að hugsa um kynjamismunun í ís- lensku, því hvað þetta varðar hefur íslenskan (eða íslenskar venjur, það er spurning hvort á að tengja þetta málfræðinni) sérstöðu, a.m.k. meðal evrópskra tungumála (samfélaga). Nátengt nafnavenjumeru titlar eins og Mr., Mrs. og Miss. í enskunni. Og hvað þessi atr- ið varðar kemur það sama fram. Titillinn gefur í skyn hjúskaparstöðu konunnar, Lakoff (1975:36-37) bendir líka á að þeir eru frekar notaðir þegar konur eiga í hlut, kannski vegna þess að nöfnin gefa ekki í skyn að um kven- mann sé að ræða ef einungis er notað ættar- nafn. Þetta er heldur ekki hægt að segja með góðu móti að eigi við í íslensku. Að vísu eru til tit.larnir herra, frú og fröken/ungfrú en þeir eru ekki almennt notaðir. Einu tilvikin sem ég man eftir eru þegar forseti Islands eða biskup eru ávarpaðir, og stundum í utanáskriftum á bréf eða ávörpum í þeim, en alls ekki í almennu máli.1 Eitt er þó til í íslenskunni sem sýnir þennan ósýnileika kvenna og að konur séu skilgreindar út frá manni sínum, en það er það sem fram kemur í umfjöllun Lakoff (1975:34) um orðin widow/widower. Eg get að minnsta kosti ekki séð annað en að það sama eigi við um íslensku orðin ekkja/ekkill. Hún Jónína í næsta húsi heldur áfram að vera ekkjan hans Jóns eftir lát hans, en hann verður bara ekkill ef það er hún sem fellur frá á undan. Það er rétt að nefna eitt atriði enn í sambandi við almenna kynjamismunun í máli, en það eru orðapör eins og masier/mistress og orð eins og professional sem Lakoff (1975:28-30) bendir á í sambandi við enskuna. I báðum tilvikum er um það að ræða að orðið er jákvætt þegar rætt er um karlmann en neikvætt og lætur gjarnan (á við í sambandi við þessi orð a.m.k.) í ljós kynferðislega merkingu þegar um kvenmann er að ræða. Hvað þessi dæmi varðar kannast ég ekki við að sams konar mun sé að finna í íslenskunni, a.m.k. myndi ég ekki skilja (2)a undir nokkrum kringumstæðum þann veg að sú sem rætt væri um væri ‘hóra’ og veit ekki til þess að nokkur annar gerði það, þó það sé sennilega sú merking sem flestir myndu leggja í (6)b (enska samsvörun): (2) a Hún er sérfræðingur. atvinnumaður. b She’s a professional. Og þess skal gætt að ef skipt væri á hún/she og hann/he í setningunum í (2) myndu þær sennilega skiljast á sama veg í báðum málunum (svipað og í íslenskunni í (6)). Um svona mismunun nefna bæði Lakoff og Spender Qölda dæma. Eg man ekki eftir neinum samsvarandi dæmum úr íslenskunni í svipinn2 og þar sem þessi almennu atriði eru ekki meginefni þessarar greinar hyggst ég ekki hirða um að elta slíkt uppi en geri ráð fyrir að þau megi finna. Það er þó varasamt að ætla sér að heimfæra niðurstöður erlendra rannsókna og erlend dæmi athugunarlaust yfir á íslensku og íslenskar aðstæður eins og Þórólfur Þórlindsson (1983) hefur bent á í sambandi við kenningar félagsfræðingsins Basil Bernstein. Hins vegar virðist sem svo sé að mun meira sé til af neikvæðum orðum í íslenskunni um konur en karla (sbr. Guðrúnu Kvaran 1985) þó ég viti ekki hvort endilega sé um að ræða að sama eða samsvarandi orð sé jákvætt þegar átt er við karl en neikvætt þegar átt er við konu. 1 Fröken hefur að vísu stundum verið notað sem ávarp gagnvart þjónustustúlkum á veitingahúsum. Ég held þó að það sé víkjandi og að yngra fólk noti einfaldlega þjónn. 2Mér hefin- þó verið bent á að í ritgerð sem Svandís Svavarsdóttir skrifaði í sama námskeiði bendi á hún orðapör eins og gleðimaður/gleðikona sem sýna sams konar merkingarmun og ensku orðin master/mistress.

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.