Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 47
Ég myndi þó frekar skilja (6) í þá veru að
sennilega (ég væri að minnsta kosti vís með
að álykta sem svo) væri um konu að ræða.
Annars hefði maður verið notað. Þá fer nú
kannski málið að vandast, a.m.k. fyrir mig.
Hvað ætti að segja í tilviki sem þessu ef sá
sem talar ætlar sér að vera alveg hlutlaus hvað
varðar kyn þeirrar persónu sem hann hitti í
bænum. Þær aðstæður sem ég er að reyna
að benda á eru þær að einhvera hluta vegna
vilji sá sem talar alls ekki að viðmælandinn
dragi neinar ályktanir út frá setningunni um
kyn þess sem hann er að tala um. Hugsanlegt
er að upplýsingar um kyn þess sem um er
rætt sé næg vísbending til að sá sem við er
rætt geti áttað sig á því um hvern sé talað,
en það sé einmitt það sem sá sem talar vilji
ekki að gerist. Hvað á hann þá að gera? Dugir
hlutleysi manneskju? Ekki kemur maður til
greina. Fólk dugir ekki því það vísar til þess
að sá sem talar hafi hitt fleiri en einn og gæti
því valdið óæskilegum misskilningi, en gengur
persóna?
(7) ?Ég hitti persónu sem ég þekki niðri í bæ
í gær.
Þetta finnst mér varla geta gengið, því ein-
hvernveginn finnst mér erfitt að tala urn fólk
sem ég þekki sem persónur. Mér finnst ein-
hver óformleg merking felast í orðinu. Sama
er að segja um orð eins og einstakling (sem
er reyndar enn verra að mínu mati) og varla
gengur einhvem eins og someone í enskunni.
Það er einhvern veginn eins og það sé í raun
ekkert algerlega hlutlaust orð til í íslensku
til þessara nota. Þetta vandamál sýnir að orð-
ið maður hefur einhverjar takmarkanir hvað
varðar að nota það sem tegundarheiti. Það (14)
eru til tilvik þar sem það er notað óákveðið,
en varla hægt að telja það ná þeirri merkingu
að konur séu líka eða allt eins inni í myndinni.
3.3 Maður sem tegundarheiti
Þó ég hafi tínt til dæmi hér að framan þar
sem orðið maður getur ekki merkt annað en
‘karlmaður’ og það sé jafnvel ekki algerlega
hlutlaust (a.m.k. ekki í sumum samböndum)
er ekki þar með sagt að það merki alltaf
‘karlmaður’, eða að það sé hvenær sem er
hægt að nota það ef verið er að ræða um
karlmenn. Ég held að það sé t.d. erfitt að skilja
setningarnar í (8)—(11) þannig að einungis sé
átt við karlmenn:
(8) Tíu manns fórust í flugslysi í gær.
(9) Mönnum er ráðlagt að halda sig innan
dyra meðan veðrið gengur yfir.
(10) Maður kemur í manns stað.
(11) Við erfiðar aðstæður bregðast menn oft
óvanalega við.
I (8) mætti að vísu sleppa manns án þess
að merking setningarinnar brenglist. Og í (9)
og (11) mætti nota fólk í staðinn fyrir maður,
en það held ég að tengist þó frekar umræðunni
um ósýnileika konunnar í málinu en merkingu
orðsins maður. En þrátt fyrir þetta held ég
að setningar á við (8)-(ll) sýni að íslenska
orðið maður geti þýtt ‘tegundin maður’ og það
eru til tilvik — eins og (10)-—þar sem ekkert
annað orð getur komið í stað þess. Að vísu
er setningin í (10) málsháttur og þeir hafa
oft sérstöðu þar sem orðalag þeirra er alveg
bundið.
Það eru líka til dæmi þar sem orðið maður
virðist hreint ekki ganga í merkingunni ‘karl-
maður’, einkum í fleirtölunni. Lítum á dæmi:
(12) a *?Menn eru veikara kynið.
. Karlar 1 .. , .*
b , > eru veikara kymð.
Karlmenn J
(13) a *?Sum orð þýða eitt þegar átt er
við menn, en annað þegar átt er við
konur.
b Sum orð þýða eitt þegar átt er við
karla, en annað þegar átt er við
konur.
a *?Mál kvenna hljómar kurteislegar
en manna.
b Mál kvenna hljómar kurteislegar en
karla.
Einhverjum kann kannski að þykja setning-
arnar í (12) eitthvað einkennilegar þar sem
algengara er að tala um konur sem veikara
kynið, en það er spurning um hvaða sanngildi
menn vilja gefa setningunum en ekki merking-
arhlutverk orðanna sem slíkra. En það sem
sést í (12)-(14) er að í samanburði milli kynj-
anna virðist (það er a.m.k. minn skilningur)
maður hafa of almenna merkingu eða óljósa
til að hægt sé að nota það. Að vísu myndu