Mímir - 01.06.1989, Page 54
r
spennan sem líklega er ætlunin að reyna að
kalla fram í lýsingunni, eru ekki nægjanleg til
að koma í veg fyrir að lesturinn verði einfald-
lega leiðinlegur.
I sögu Korts eru svo aftur kaflar sem gætu
staðið einir sem smásaga t.d. enda hefur Þórar-
inn lesið upp einstaka kafla sem sjálfstæða þætti
t.d. ættarmótssöguna. Þessi bygging sögunnar
og sundurleysið, gerir það að verkum að mér
finnst rangvísandi að tala um hana sem skáld-
sögu.
Nú er líklega þörf að vísa enn einu sinni til
viðtals Asgeirs Friðgeirssonar við Þórarin í
Ríkisútvarpinu síðastliðið haust. Þar kom fram
að Þórarinn fer mjög frjálslega með hugtakið
skáldsaga. Eins og hann skirrðist hér áður ekk-
ert við að hnika til orðum í kvæðum sínum til að
fá rím til að passa, hikar hann ekkert við að
færa út merkingu orðsins skáldsaga til að hún
gagnist honum. Skáldsaga er samkvæmt Þór-
arni „saga eftir skáld, eða skálduð saga, sam-
setning, samsuða, samfella, getur falið í sér öll
önnur form s.s. smásögu, ljóð og dramatík.“
Þessi skilgreining minnir mig á fátt meira en
orðið ruslakista, og er ég með öllu ósammála
svo víðri skilgreiningu, eins og ég kem að síðar.
Of margt í þessu nýja verki Þórarins truflar
athyglina, a.m.k. athygli þessa lesanda hér.
Hinn fyrndi stíll Þórarins, sem líkist einna helst
stíl alþýðlegra ævisagna og sagnaþátta, getur
vissulega verið fyndinn í hófi. En slíkur stíll
verður seint talinn skáldlegur og er leiðigjarn til
lengdar. Ekki svo að skilja að öll bókin sé skrif-
uð í slíkum stíl, síður en svo, en honum bregður
fyrir nokkrum sinnum eins og endurteknum
brandara. Og talandi um brandara: Þórarinn er
af þessar „fyndnu kynslóð“ og það þykir víst
skammarlegt að vera að skammast út í hana um
þessar mundir, enda ekki ástæða til að skamm-
ast yfir fyndni ef hún er góð. En tilraun til
fyndni má ekki verða allsráðandi í skáldskap,
þá hættir hún að vera fyndin. Halldór Laxness,
Þórbergur og Málfríður Einarsdóttir eru fyndn-
ust rithöfundar á Islandi án þess að vera „fynd-
in kynslóð“ og maður hefur á tilfinningunni að
þau hafi ekki reynt mikið til þess. Akkelesar-
hæll „fyndnu kynslóðarinnar“ er að henni hætt-
ir til aulafyndni, og það vill einnig bregða við í
þessu verki Þórarins. Enn eitt sem truflar er
notkun Þórarins á vísunum í íslenskar þjóðsög-
ur. Mikið vantar upp á að þær þjóni alltaf heild
sögunnar, og virka því oft sem vísun vísunar-
innar vega.
Það truflar þó mest er þessi blanda af ólíkum
þáttum undir nafni skáldsögu.
Þegar fyrsta bók Þórarins kom út var ég 15
ára og 19 ára þegar Disneyrímur birtust. Eg
man enn eftirtektina sem rímurnar vöktu og
sjálf eignaðist ég bókina fljótt og las mér til
mikillar skemmtunar. En ég man einnig að mér
fundust rímur þessar mikið furðufyrirbæri og
eiginlega fannst mér það sama um fyrstu kvæði
Þórarins svo og þriðju bókina Erindi. Eru þetta
Ijóð?, spurði ég sjálfa mig þá og er það vísast til
gott dæmi um kynslóðaskipti í ljóðaupplifun
þjóðarinnar, að yrkingar Þórarins í Ydd sem
kom út 1984, samsömuðust miklu betur hug-
myndum mínum um ljóð en fyrrnefndar bækur,
en eins og lesendur vita er það eina bókin sem
Þórarinn hefur gefið út með ljóðum ortum í
frjálsu, óbundnu formi. En hvað voru yrkingar
Þórarins í mínum huga ef ekki ljóð? Jú auðvitað
kvæði, en ekki síður dægurlagatextar. Eins og
alkunna er lifir rímið enn góðu lífi í dægurlaga-
textum þjóðarinnar, og hljómsveitin Pokkabót
sýndi og sannaði að kvæði Þórarins eru tilvalin
til slíks flutnings. í mínum huga eru lög Þokka-
bótar óaðskiljanlegur hluti af „Möve-kvæði“ og
kvæðinu um „Sveinbjörn Egilsson“.
Þegar bók Þórarins Margsaga kom út árið
1985 var ég komin vel yfir tvítugt og búin að
stunda bókmenntanám í nokkur ár, en engu að
síður varð mér hugsað að loknum lestri hennar:
Er þetta smásagnasafn? Og mín niðurstaða var
og er að Margsaga sé textasafn sem inniheldur
þætti og brot, hugleiðingar höfundar, dæmisög-
ur, brandara og spakmæli, . . . og örfáar smá-
sögur. Nú þegar ég las Skuggabox var mér
hugsað: Er þetta skáldsaga? Kannski verður
höfundi ekki minna bilt við nú þegar ég segi að
Skuggabox sé ekki skáldsaga, en honum varð í
upphafi ferils síns vegna viðbragða afturhalds-
samra gagnrýnenda sem ég gat um áðan. Skoð-
un mín grundvallast þó ekki á afturhaldssöm-
um viðhorfum til skáldsögunnar. Að mínu mati
fellur verkið utan skilgreiningar skáldsögu
vegna skorts á listrænni heild sem tengir alla
þætti hennar saman.
Skáldsaga er í mínum huga listræn heild fyrst
og síðast. Burtséð frá byggingu og frásagnar-
tækni verksins. Skáldsaga getur verið ein sam-
felld frásögn með upphafi, miðju og endi, til-
54