Mímir - 01.06.1989, Síða 56
niður rúðuna.“ (bls.26). t*að sem hann gerir er
líka flest mjög óbókmenntalegt, hann sefur,
borðar, burstar í sér tennurnar og pissar, allt
ómerkilegir hlutir sem alvarlega þenkjandi
skáldsagnapersóna getur ekki verið að burðast
með. Jafnvel amma Egils er óbókmenntaleg og
hefur meiri áhuga á efnahagslegri velgengni en
andlegri. Egill er því fyrst og fremst venjulegur.
Hversdagslegur. Það gerist ósköp lítið hjá hon-
um og hann bregst við með því að sjá eitthvað
skáldlegt og þýðingarmikið út úr öllum smáatr-
iðunum, fá merkingu í hversdagsleikann,
tengja hann einhverju eilífu eins og bókmennt-
unum. „þetta var mjöginnihaldsríkt — þangað
til ég fór að hugsa um Sigríði.“ (bls.40). Ástin
gerir strik í reikninginn, þá er ekki eins auðvelt
að vera einn og finnast það þýðingarmikið, það
sem skiptir máli er að ástin sé hjá manni. En
þrátt fyrir að ástin knýi Egil til þess að finna
merkingu í líf sitt þá lifir hann enn í skálduðum
heimi, það er ekki bara Egill sem er ástfanginn
heldur líka „... Indriði, Dafnis, Rómeó, Orf-
eus, Eyvindur, Þórbergur, Adam. Ég var elsk-
hugi.“ (bls.66). Egill er ástfanginn af sjálfum
sér ástföngnum. Hann er í hlutverki. Það líður
ekki á löngu þar til hann er búinn að gifta sig og
Sigríði í huganum og þau eiga börn og buru og
kvöldin líða í friðsælum fjölskyldutengslum.
Búmm. „Tilviljun; allt fer.“ (bis.153). Það er
eins og hann vakni til lífsins a.m.k. um stundar-
sakir, hann skynjar loksins ilminn af tilveru
Sigríðar þegar hún kveður, hann sér hana sjálfa
en ekki bara í einhverju hlutverki sem rímaði
við eitthvað skáldlegt.
Egill er skrýtin persóna, hann er barn með
stór augu, hann er hrokagikkurinn sem dæmir
allt og alla, hann er háðskur, en líka einlægur,
hvorki né og angist hans er kát. Síðasti kaflinn
sýnir að hann hefur svo sem ekki breyst mikið,
hann er enn að semja sögu sem hann ætlar að
skrifa. Einhvern tímann.
Þegar rætt hefur verið um Mína kátu angist
hefur tilkomu mjúka mannsins oftar en ekki
borið á góma og t.d. fullyrðir einn ritdómari að
þetta sé í fyrsta skipti sem svona mjúkur maður
rati á bók (Árni Sigurjónsson, Þjóðlíf feb. 1/
289). Nú er mér ekki almennilega ljóst hvað
þetta hugtak þýðir en helst sýnist mér það
tengjast því að Egill er í hlutverki þolanda (sem
konur eru víst alla jafna) og að hann er tilfinn-
ingavera. Því verður auðvitað ekki mótmælt að
slíkir karlmenn eru ekki í hverri skáldsögu en
hvað með Guðmund Andra (nafnið er
skemmtileg tilviljun) í Sögunni allri eftir Pétur
Gunnarsson? Er hann ekki í gegnum uppeldi
barnsins síns að endurmeta hina hörðu karl-
mannsímynd? Mér finnst hann ólíkt mýkri
maður en Egill ef endilega þarf að nota þetta
hugtak. Egill er hins vegar mun merkilegri fyrir
það hvað hægt er að gera hann áhugaverðan og
fyndinn þó hann geri aldrei neitt og sé í raun
hálf gerð rola. Þetta er líka kosturinn við sög-
una, hún afneitar því upphafna, hátíðlega og
merkilega, hún er líka full af háðskum glósum á
alls konar klisjur jafnt úr bókmenntalífinu og
daglega lífinu. Flest okkar erum við svona, við
erum ekki að kljást við stórmál á degi hverjum,
við sofum bara, borðum og pissum!!!
Bestu kaflar sögunnar eru fyndnir og einlæg-
ir í senn en kaflarnir eru mjög misgóðir, sumir
ná hreint ekki að lifna og gerist það helst þegar
Egill setur upp þóttasvipinn og dæmir allt og
alla. Lýsingin á partýinu að Völskuseli 18 er líka
óþarflega löng miðað við annað í sögunni og
svolítið klisjukennd, það er allt of oft búið að
skjóta á fólk sem lætur innanhúsarkitektinn
jafnvel ákveða hvar það á að standa.
Ég hló oft þegar ég las Mína kátu angist, þess
vegna fannst mér gaman að lesa hana en sú
kátína spilar einnig á dýpri strengi eins og nafn
sögunnar speglar hvað best; fyndni þarf nefni-
lega alls ekki að vera yfirborðsleg og er oft
besta leiðin til að horfast í augu við alvöru
lífsins.
Að lokum smá hugleiðing Egils; „Hætta vet-
ur? Já, þeir hætta. Hætta þeir alltaf?“ (bls.150).
56