Mímir - 01.06.1989, Page 57

Mímir - 01.06.1989, Page 57
Starfsannáll Mímis 1987-1988 Stjórn Mímis þetta árið var eingöngu skipuð konum og það sama má segja um ritnefndina. Stjórnarkonur voru: Margrét Guðmundsdóttir formaður (forkona?), Svandís Svavarsdóttir gjaldkeri, Guðrún Þ. Gunnarsdóttir ritari og María Þorgeirsdóttir meðstjórnandi. Fulltrúi ritnefndar í stjórn var Hrönn Hilmarsdóttir. Starfsemi Mímisliða var margvísleg þetta ár- ið og lesendum Mímis til hægðarauka verður henni skipt niður í nokkra þætti. Af ferðamálum: Þann 24. október var haldið á Njáluslóðir undir forystu Sigurðar Hróarson- ar. Fjölmenni mikið var í ferðinni og munaði þar mestu um góða þátttöku erlendra stúdenta. Heiðursgestur var Kristján Árnason og sá hann um söngþáttinn af miklum skörungsskap. Gjörningaþoka spillti útsýni og olli villu og svíma en helstu st-aðir voru samt heimsóttir þótt Bergþórshvoll væri týndur um tíma. Seinni ferð varð að fella niður vegna dræmr- ar þátttöku og var það mjög miður. Af útgáfumálum: Símaskrá Mímis kom að vanda út og Ratatoskur leit tvisvar dagsins ljós. Mímir, blað íslenskunema, kom því miður ekki út og ollu því ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Af skemmtunum: Þar ber fyrst að telja Jóla- rannsóknaræfinguna sem haldin var 12. desem- ber í Risinu. Allur undirbúningur var í höndum sagnfræðinema en stjórnarmeyjar sáu um miðasölu á hátíðina og var fjölmenni mikið. Ræðumaður var Helgi Þorláksson. Þorrablótið var haldið löngu eftir að þorra- FÉLAGSSTOFNUM STÚDENTA V/HRINGBRAUT, 101 REYKJAVÍK SlMI 1 6482 - Kennitala 5401 69-6249 matur var uppurinn hjá veitingamönnum bæj- arins eða 19. mars. Heiðursgestur var Ásta Svavarsdóttir og var gerður góður rómur að ræðu hennar. Matargestir voru um þrjátíu en fleiri bættust í hópinn er á leið. Af andlegheitum: í nóvember voru þrír rit- höfundar fengnir til að koma við í hádeginu á mánudögum og lesa upp úr verkum sínum og kæta þar með Mímisliða í vaxandi skammdegi. Rithöfundarnir voru þau Pétur Gunnarsson, Svava Jakobsdóttir og Nína Björk Árnadóttir. Mæltist þessi nýbreytni ágætlega fyrir. Af öðru: Stjórn Mímis þótti sem deyfð og drungi lægi yfir íslenskudeildinni og var ákveð- ið að stinga á kýlinu. Kraftakvöld með alvar- legu ívafi var fyrsta aðgerðin og var það haldið í Stúdentakjallaranum 19. febrúar. Þar komu saman Mímisliðar og tveir kennarar, þeir Dav- íð Erlingsson og Eiríkur Rögnvaldsson, og var nám og námsskipulag rætt af miklum móð. Gerjaðist þessi umræða svo næsta hálfa árið og endaði í ráðstefnu í Brekkuskógi dagana 14. og 15. október. Þangað komu nemendur og kenn- arar sem ræddu og mótuðu tillögur um leiðir til þess að bæta námið og gera það markvissara. Þessi helgi hefur þegar leitt til ýmissa breytinga á B.A. náminu sem ekki verða tíundaðar hér og tíminn mun leiða í ljós hvort til bóta hafi verið. Af þessari upptalningu sést að Mímisliðar eru síður en svo dauðir úr öllum æðum og er það vel. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, ritari. bók/íklð. /túdei\ta« Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands Símar 24555 27822 57

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.