Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Blaðsíða 9
155 Andri Fannar Bergþórsson um leið og upplýsingarnar eru birtar opinberlega, en hugsanlega áður en markaðurinn hefur náð að bregðast við þessum jákvæðu upplýsingum. Framkvæmdastjórinn nær þá að kaupa hlutabréfin áður en hlutabréfaverðið hefur hækkað vegna nýju upplýsinganna en samt sem áður eftir að upplýsingarnar hafa verið birtar opinberlega og teljast því ekki lengur innherjaupplýsingar. Jafnvel þótt upplýsingarnar sem framkvæmdastjórinn bjó yfir þegar viðskiptin fóru fram teljist ekki lengur innherjaupplýsingar má segja að hann hafi notfært sér upplýsingarnar með því að vera á undan öðrum á markaði að bregðast við þegar þær voru gerðar opinberar. Því eru ákveðin rök fyrir því að fella háttsemi framkvæmdastjórans undir innherjasvik. Markmiðið með þessari grein er að svara því hvort og þá hvenær hægt sé að fremja innherjasvik eftir að innherja­ upplýsingar hafa verið gerðar opinberar. Það felur í sér annars vegar að greina kjarna innherjasvika og hins vegar að svara því hvenær innherjaupplýsingar eru opinberar í skilningi Markaðssvikareglugerðar Evrópusambandsins (ESB) frá 20143 (MAR) og teljast því ekki lengur innherjaupplýsingar. Umfjölluninni er skipt upp með þeim hætti að í öðrum kafla er vikið að kjarna innherjasvika samkvæmt 1. mgr. 8. gr. MAR, sem felur í sér að notfæra sér yfirburði sem fást með innherjaupplýsingum á kostnað þriðja aðila. Í þriðja kafla er leitast við að svara því hvenær innherjaupplýsingar eru opinberar í skilningi MAR og hætta þar með að teljast innherjaupplýsingar. Í fjórða kafla er vikið að aðalálitaefni greinarinnar, sem er það hvort það teljist vera innherjasvik í skilningi MAR að vera á undan öðrum þegar innherjaupplýsingar hafa verið birtar opinberlega. Tekin eru fyrir tvö dæmi til að fara yfir takmarkatilvikin í þessu sambandi. Niðurstaðan er sú að í vissum tilvikum er mögulegt að fremja innherjasvik eftir að innherjaupplýsingar hafa verið gerðar opinberar. 3 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014 var birt í Stjórnartíðindum EB 12. júní 2014, felld inn í EES­ samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES­nefndarinnar 25. október 2019 nr. 259/2019 og birt í EES­viðbæti Stjórnartíðinda 12. janúar 2023. Reglugerðin var síðan tekin upp í íslenskan rétt með setningu laga nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.