Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 21
167 Andri Fannar Bergþórsson niðurstöðu að þær „upplýsingar sem birtust opinberlega á vefsíðu Mannlífs voru í öllum meginefnisatriðum þær sömu“ og tekin hafði verið ákvörðun um að fresta birtingu á. Niðurstaðan var því sú að bankinn hefði ekki tryggt trúnað um innherjaupplýsingarnar og þar af leiðandi birt þær of seint. Í tengslum við álitaefnið í þessari grein er áhugavert að velta því upp hvort þeim aðilum innan bankans sem bjuggu yfir upplýsingum innan Arion banka (innherjar) áður en frétt Mannnlífs var birt hafi verið heimilt að kaupa hlutabréf í bankanum eftir að fréttin birtist opinberlega. Í ljósi þess að niðurstaðan var sú að upplýsingarnar sem birtust í fréttinni hefðu verið í öllum meginefnisatriðum þær sömu og innherjaupplýsingarnar sem tekin hafði verið ákvörðun um að fresta birtingu á eru rök fyrir því að líta þannig að á að innherjunum hefði verið heimilt að kaupa bréfin eftir birtingu fréttar Mannlífs. Tvennt er þó sem mælir gegn því. Annars vegar voru innherjaupplýsingarnar sem lágu hjá bankanum töluvert ítarlegri og nákvæmari. Jafnvel þótt upplýsingarnar væru í meginaefnisatriðum þær sömu bjuggu innherjarnir vissulega yfir meiri og nákvæmari upplýsingum en aðrir á markaði. Hins vegar vissu innherjarnir að upplýsingarnar voru réttar. Eftir að frétt Mannlífs birtist neitaði bankinn því að um réttar upplýsingar væru að ræða. Ákveðinn aðstöðumunur var því milli innherja bankans og annarra á markaði. Dæmi um innherjaupplýsingar sem eru gerðar opinberar án atbeina útgefanda er að finna í H 17. febrúar 2012 (279/2011) (ráðuneytisstjóri). Í því máli var B ákærður fyrir innherjasvik með því að hafa selt hlutabréf sín í Landsbanka Íslands hf. (Landsbankanum) dagana 17. og 18. september 2008 þrátt fyrir að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um bankann sem hann varð áskynja um í starfi sínu sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og þá aðallega vegna setu í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað.43 Í ákæru var byggt á því að þegar B seldi hlutabréf sín hefði hann búið yfir innherjaupplýsingum í sex liðum, sem sneru m.a. að kröfu breska 43 Taka ber fram að höfundur aðstoðaði saksóknara í málflutningi málsins fyrir héraðsdómi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.