Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Síða 28
174
Innherjasvik og opinber birting innherjaupplýsinga
nálgast upplýsingarnar án þess að brjóta gegn friðhelgi einkalífs,
eignarrétti eða trúnaði.62
Í öðru lagi er spurning hvort upplýsingarnar þurfi að vera
aðgengilegar almenningi án endurgjalds til að teljast opinberar.
Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði,
CESR,63 sem er forveri ESMA,64 tiltók sérstaklega í leiðbeiningum
sínum frá 2007 að innherjaupplýsingar gætu talist opinberar
þegar þær væru aðgengilegar á upplýsingaveitu gegn gjaldi.65
Telja verður að túlkun CESR eigi einnig við um MAR í ljósi þess
að skilgreiningin á hugtakinu innherjaupplýsingar hefur ekki
breyst mikið efnislega frá MAD og ESMA hefur ekki fjallað um
álitaefnið í sínum leiðbeiningum.66 Þar að auki byggja bæði þýska
fjármálaeftirlitið, BaFin,67 og breska fjármálaeftirlitið, FCA,68 á
sambærilegri túlkun í sínum leiðbeiningum.69
Í þriðja lagi felur krafan um aðgengileika í sér að upplýsingarnar
þurfi að hafa náð tiltekinni útbreiðslu til að teljast opinberar. Við
mat á því þarf að hafa í huga með hvaða hætti og í hvaða miðli
upplýsingunum er dreift. Ef aðgangurinn að viðkomandi upplýsinga
veitu er takmarkaður, hann t.d. er einungis ætlaður afmörk uðum
hópi fjárfesta, myndi slík dreifing ekki teljast fullnægjandi.70
62 FCA Handbook: MAR Market Conduct. MAR 1 Market Abuse. Financial
Conduct Authority (FCA) 32. útg. 2024, grein 1.2.12. Sótt 11. janúar 2024
á https://www.handbook.fca.org.uk/handbook/MAR.pdf. Sjá einnig
Edward Greene og Olivia Schmid: „DutyFree Insider Trading?“. Columbia
Business Law Review 2013, 369428 (413).
63 CESR er skammstöfun fyrir Committee of European Securities Regulators.
64 ESMA er skammstöfun fyrir European Securities and Markets
Authority eða evrópska verðbréfa og markaðseftirlitið.
65 CESR/06-562b, op.cit., 5.
66 Sjá t.d. umfjöllun hjá Carsten GernerBeuerle, op.cit., 685.
67 BaFin er stytting á: „Bundesanstalt für Finanzdienstleistungsaufsicht“.
68 FCA er stytting á: „Financial Conduct Authority“.
69 Sjá 6, 5, 910. Sótt 18. janúar 2024 á https://www.bafin.de/EN/Aufsicht/
Boersen Maerkte/Emittentenleitfaden/Modul3/Kapitel1/Kapitel1_2/
Kapitel1_2_1/kapitel1_2_1_node_en.html og FCA Handbook: MAR Market
Conduct., op.cit., 5. Sjá einnig umfjöllun hjá Carsten GernerBeuerle, op.cit., 685.
70 Sjá t.d. umfjöllun í Module C. Requirements based on the Market Abuse
Regulation (MAR), op.cit., 910.