Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 32
178
Innherjasvik og opinber birting innherjaupplýsinga
Ekki verður að telja að sama eigi við um innherjaupplýsingar
í MAR þrátt fyrir að markmiðið með banni við innherjasvikum
sé að tryggja jafnræði meðal fjárfesta. Í fyrrgreindum
leiðbeiningum CESR sem byggðu á sambærilegri skilgreiningu
á innherjaupplýsingum í MAD er enginn slíkur fyrirvari gerður
um tíma sem þarf að líða frá birtingu þar til innherjar geti notfært
sér innherjaupplýsingarnar án þess að brjóta gegn banni við
innherjasvikum. Þvert á móti er gefið til kynna að innherjar
þurfi ekki að bíða í tiltekinn tíma eftir birtingu þar til þeir eiga
viðskipti á grundvelli upplýsinganna.81
4. TELJAST ÞAÐ INNHERJASVIK AÐ VERA Á UNDAN ÖÐRUM
ÞEGAR INNHERJAUPPLÝSINGAR HAFA VERIÐ BIRTAR?
4.1 Almennt
Gera þarf greinarmun á aðstöðu innherja og annarra á markaði
eftir birtingu innherjaupplýsinganna, hvort sem það er af hálfu
útgefandans á grundvelli 17. gr. MAR eða upplýsingarnar eru
aðgengilegar öllum á markaði með öðrum hætti. Jafnvel þótt ekki
sé gerð krafa um að ákveðinn tími þurfi að líða frá birtingu þar
til innherjar geti aðhafst, sbr. umfjöllun í kaflanum á undan (3.4),
geta vaknað upp spurningar um notkun innherjaupplýsinga ef
innherjinn undirbýr viðskiptin með einhverjum hætti meðan
upplýsingarnar hafa enn ekki verið gerðar opinberar.
Til að skoða betur álitaefnið um hvort og þá hvenær sé
mögulegt að fremja innherjasvik eftir birtingu innherjaupplýsinga
eru tvö dæmi könnuð nánar. Fyrra dæmið (kafli 4.2) er úr
dönskum dómi þar sem fjárfestir var á undan öðrum á markaði
að bregðast við uppkvaðningu Evrópsku einkaleyfastofunnar um
einkaleyfisumsókn hjá skráðu félagi í Danmörku. Seinna dæmið
(kafli 4.3) varðar innherja hjá skráðu félagi, t.d. framkvæmda
stjóra félagsins, sem kaupir hlutabréf í félaginu um leið og
innherjaupplýsingar sem hann býr yfir (óvæntur hagnaður)
eru gerðar opinberar.
81 CESR/06-562b, op.cit., 5. Sjá einnig umfjöllun hjá Carsten Gerner
Beuerle, op.cit. 685686.