Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Síða 44
190
Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga
verið til grundvallar í félagarétti þegar kemur að skilgreiningu
og skipulagi félaga. Í þeirri umfjöllun er meðal annars lagt út frá
dæmi um atvik sem eru í grunninn þau sömu og í H 9. nóvember
2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR), en þó með mikilvægum
breytingum, og fjallað um hvernig nálgast mætti álitaefni um
aðildarhæfi í slíku dæmi út frá þeim atriðum sem Hæstiréttur
leggur til grundvallar niðurstöðu sinni í áðurnefndum dómi.
Kafli 6 hefur að geyma lokaorð.
2. HUGTÖKIN FÉLAG OG LÖGAÐILI
2.1 Hugtakið félag
Hugtakið félag má skilgreina sem þá heild sem verður til þegar
tveir eða fleiri einstaklingar og/eða lögaðilar sammælast um
að koma á fót starfsemi um ákveðinn tilgang og (endanlegt)
markmið á grundvelli samkomulags sem þeir ganga til af
fúsum og frjálsum vilja.1 Samkvæmt þessu er hugtakið félag
samsett úr tveimur grundvallarþáttum: (i) frjálsu samkomulagi
um (ii) ákveðinn, sameiginlegan, tilgang.2 Rétturinn til þess að
stofna félag, í sérhverjum löglegum tilgangi, er varinn af 74. gr.
stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 („stjskr.“) og 11.
gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.3 Þessi
1 Sjá t.a.m. Áslaug Björgvinsdóttir: Félagaréttur. Reykjavík:
Bókaútgáfan Codex 1999, bls. 12, sem bætir við þeim hugtaksatriðum að
félag feli í sér samvinnu sem sé varanleg. Sjá einnig Stefán Már Stefánsson:
Hlutafélagaréttur. Reykjavík: Hið íslenska Bókmenntafélag 2013, bls. 23,
þar sem félag er skilgreint sem „skipulagsbundin heild manna eða
lögaðila sem starfa að tilteknu markmiði, venjulega til lengri tíma.“
2 Varðandi norrænan rétt, þar sem byggt er á þessum tveimur
grundvallarþáttum, má vísa til skilgreininga sænskra fræðimanna,
sjá t.a.m. Carl Hemström og Magdalena Giertz: Bolagens rättsliga
ställning : om enkla bolag, handelsbolag, kommanditbolag och aktiebolag.
Stokkhólmur: Norstedts juridik 10. útg. 2013, bls. 17; Svante Johansson:
Svensk associationsrätt i huvuddrag. Stokkhólmur: Norstedts Juridik 12.
útg. 2018, bls. 3233.
3 Nefna má í þessu samhengi að ákvæði 11. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu hefur af mannréttindadómstól Evrópu verið skýrt svo að það feli
bæði í sér vernd félagsstofnunar og eins fyrir starfsemi félags, sjá Elín
Blöndal: „Funda og félagafrelsi“. Mannréttindasáttmáli Evrópu Meginreglur,