Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 57

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 57
203 Arnljótur Ástvaldsson félög byggja þannig ekki rétthæfi sitt á opinberri skráningu þrátt fyrir að þau kunni að vera skráð í öðrum tilgangi, t.d. vegna þess að þau hafa með höndum umsýslu eigna eða af skattalegum ástæðum.48 Í tilviki almennra félaga er þannig oftlega ekki til staðar opinber skráning til sönnunar á tilvist og aðildarhæfi. Af þeim sökum getur ágreiningur risið um tilvist slíks félags og þar af leiðandi hvort hið meinta félag geti átt aðild að dómsmáli. Í eldri dómaframkvæmd eru dæmi um að litlar kröfur hafi verið gerðar til sönnunar á tilvist almenns félags.49 Því hefur verið haldið fram að slík dæmi séu til marks um að til þess að teljast rétthæfur aðili í skilningi 1. mgr. 16. gr. þá þurfi ekki annað og meira til en „að tveir menn eða fleiri ákveði að veita einhverju markmiði sínu eða áhugaefni sjálfstæða nafngift.“50 Í H 2000:115 (339/1999) (Hitt húsið) brá hins vegar svo við að Ö hafði stefnt Félagi framhaldsskólanema ásamt Jafningjafræðslunni 96 og Hinu húsinu til greiðslu skaðabóta að tiltekinni fjárhæð. Af hálfu stefndu var því haldið fram að enginn þeirra hefði aðildarhæfi. Héraðsdómur felldi efnisdóm án undanfarandi umfjöllunar um aðildarhæfi. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki Hitt húsið né Jafningjafræðslan 96 gæti notið aðildarhæfis. Um Jafningjafræðsluna 96 sagði Hæstiréttur: Í málatilbúnaði stefnda er skipulagi Jafningjafræðslunnar 96 lýst þannig að um sé að ræða verkefnahóp, sem berjist gegn fíkniefnavanda ungs fólks. Sé verkefnastjóri tilnefndur af menntamálaráðherra, en að öðru leyti lúti starfsemin stjórn fulltrúa frá Félagi framhaldsskólanema, Skólameistarafélagi Íslands, samtökum kennara og samtökum námsráðgjafa. 48 Sjá t.d. 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um fyrirtækjaskrá nr. 17/2003. 49 Sjá t.a.m. H 1979:628 (Landsmót hestamanna 78) þar sem bæði dómstig féllust á fjárkröfu Landsmóts hestamanna 78 á grundvelli víxils en málið kom til kasta dómstóla á grundvelli kærðar aðfarargerðar (fjárnáms). Ekkert var fjallað um aðildarhæfi Landsmótsins í héraðsdómi en Hæstiréttur virðist hafa litið svo á að dómi bæri ekki að gæta að aðildarhæfi af sjálfsdáðum: „Aðaláfrýjandi hefur ekki hreyft neinum athugasemdum við aðild gagnáfrýjanda. Ekki er heldur á því byggt af hans hálfu, að neinir þeir gallar séu á hinni áfrýjuðu fjámámsgerð, að ómerkingu eigi að valda.“ 50 Sjá Markús Sigurbjörnsson og Kristín Benediktsdóttir, Einkamála­ réttarfar, bls. 67.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.