Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 59
205 Arnljótur Ástvaldsson Halda mætti því fram að með niðurstöðu sinni í H 2005:5200 (514/2005) (Skógræktarfélagið Hnúki) hafi Hæstiréttur slegið nokkuð af þeim kröfum sem gerðar eru til sönnunar á tilvist almenns félags, sem gerðar voru í tilviki Jafningjafræðslunnar 96 í H 2000:115 (339/1999) (Hitt húsið). Af báðum þessum dómum má þó ráða að ef gögn máls sýna ekki fram á að til almenns félags hafi stofnast þá getur viðkomandi aðili, og sú starfsemi sem stunduð er undir hans nafni, ekki notið réttarstöðu almenns félags.53 Hið sama á að líkindum við ef aðilinn heldur því sjálfur fram að hann hafi ekki stöðu rétthæfs félags54. Líkt og í tilviki skráðra félaga getur verið skortur á aðildarhæfi sökum þess að almennu félagi hafi verið slitið. Í H 812/2015 (RR skil) hafði félag að nafni RR skil stefnt íslenska ríkinu og tilteknu einkahlutafélagi vegna kostnaðar við söfnun úrgangs, sem stefnandi taldi sig hafa borið umfram skyldu. Fyrir lá að stefnandi hafði verið stofnaður á grundvelli stofnfundar, settar höfðu verið samþykktir og stjórn skipuð. Almennt félag var þannig til staðar. Hins vegar var talið að sýnt hefði verið fram á að félaginu hefði verið slitið og brast félagið þannig aðildarhæfi. 3.3 Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga 3.3.1 Almennt Í dómaframkvæmd hefur nokkuð reynt á hvort tilgreindar deildir eða einingar félaga geti notið aðildarhæfis með sjálfstæðum hætti, þ.e. aðskilið frá félaginu sjálfu. Hefur einkum reynt á þetta 53 Til viðbótar má hér nefna H 103/1972 (Landeigendur Ytri-Njarðvíkur með Vatnsnesi). Í málinu hafði tiltekið sameignarfélag stefnt Keflavíkurkaupstað og landeigendum Ytri­Njarðvíkur með Vatnsnesi til greiðslu skaðabóta vegna meints tjóns sem kom í ljós eftir kaup félagsins á lóð af kaupstaðnum og landeigendum. Um aðildarhæfi landeigenda Ytri­Njarðvíkur með Vatnsnesi komst Hæstiréttur svo að orði: „Undir rekstri málsins hefur ekkert komið fram um það, hverjir landeigendur þessir séu, og ekki hefur því verið haldið fram, að þeir hafi stofnað með sér félag, sem fara megi með varnaraðild þeirra vegna í dómsmáli þessu og þar sem áðurgreindir þrír menn [landeigendur] séu í fyrirsvari.“ 54 Sjá hér niðurstöðu Hæstaréttar í H 7. september 2016 (546/2016) (Sjálfstæðisflokkurinn fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.