Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 64
210
Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga
91/1991 um meðferð einkamála. Þessi annmarki á málatilbúnaði varðar
þó ekki frávísun málsins eða sýknu vegna aðildarskorts. Varnaraðili
máls þessa er því Íslandsbanki hf.
Samkvæmt þessu getur útibú ekki átt réttindi eða borið
skyldur í skilningi 1. mgr. 16. gr. eml. Hins vegar féllst Hæstiréttur
ekki á kröfu stefndu um sýknu á grundvelli aðildarskorts.
Rétturinn virðist einfaldlega líta svo á að þrátt fyrir að útibúið
sé stefnandi í málinu hafi (hlutafélagið) Íslandsbanki hf. þegar
verið aðili að dómsmálinu og að útibúið og hlutafélagið væru einn
og sami aðilinn.60 Breytti engu þar um að útibúið í Kópavogi væri
sérgreint (sem tiltekið útibú) í málinu og með eigin kennitölu sem
var önnur en kennitala Íslandsbanka hf. Í dómi Hæstaréttar kemur
ekki fram hvort fyrirsvarsmenn félagsins (Íslandsbanka hf.) hafi
veitt samþykki sitt fyrir þessari breytingu á tilgreiningu aðildar
til sóknar í málinu, t.d. með framlagningu sérstakrar yfirlýsingar
þar að lútandi. Í því samhengi má nefna að vísbendingar eru
um það í dómaframkvæmd að slíkrar yfirlýsingar sé krafist í
þeim tilvikum þegar deild eða eining hefur upphaflega verið til
varnar í dómsmáli, í þeim skilningi að fjárkröfu hafi verið beint
að deild fyrir héraðsdómi61.
60 Sjá til hliðsjónar niðurstöðu Hæstaréttar í H 1996:2340 (Þrotabú
Skipabrautarinnar hf.) sem varðaði þó útibú Landsbanka Íslands, sem á
umræddum tíma var fjármálastofnun í eigu ríkisins (en ekki hlutafélag),
sbr. til hliðsjónar frumvarp til laga um stofnun hlutafélaga um Landsbanka
Íslands og Búnaðarbanka Íslands nr. 50/1997, Alþt. 19961997, Adeild, bls.
36033604.
61 Sjá hér dóm Hæstaréttar í máli H 2005:4653 (238/2005) (Raun-
vís indastofnun Háskóla Íslands). Í málinu hafði verktaki stefnt
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands til greiðslu ákveðinnar fjárhæðar
vegna útleigu á búnaði og vinnu við rannsóknarverkefni. Héraðsdómur
féllst að mestu leyti á kröfur stefnanda og dæmdi Raunvísindastofnun
til greiðslu tiltekinnar fjárhæðar. Um aðildarhæfi Raunvísindastofnunar
komst Hæstiréttur að eftirfarandi niðurstöðu: „Sumarið 2003 réðust
[Á] prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og [G] í að rannsaka
þróun veðurfars á Íslandi […]. … Raunvísindastofnun Háskólans hafði með
höndum bókhald fyrir verkefnið og leit einnig til með því. Aðild stofnunarinnar
hefur ekki verið mótmælt. Samkvæmt yfirlýsingu lögmanns áfrýjanda
[Raunvísindastofnunar] var það gert í fullu samráði við yfirvöld Háskóla