Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Síða 82
228
Aðildarhæfi deilda eða eininga innan félaga
Af framangreindu leiðir einnig að rétthæfi deildar innan
rétthæfs félags verður almennt ekki leitt af reglum félagaréttar,
nema í þeim tilvikum þegar löggjafinn hefur sett sérstakar
lagareglur um rétthæfi ákveðinna deilda.103 Spyrja má hvort ekki
sé nægilegt að staðreyna þessi tvö atriði til þess að komast að
niðurstöðu um rétthæfi deildar. Nánar tiltekið hvort (i) deild teljist
sjálf til félags eða (ii) deild njóti rétthæfis á grundvelli sérstakra
lagareglna þrátt fyrir að teljast ekki sjálf til félags? Ef svarið við
báðum þessum spurningum er neikvætt má velta fyrir sér undir
hvaða kringumstæðum geti komið til þess að deild sé allt að
einu rétthæf, á grundvelli sjónarmiða um að hún njóti ákveðins
sjálfstæðis frá félagi. Verður nú vikið að þessu með umfjöllun um
atriðin fjárhagslegt sjálfstæði og boðvald, m.a. með því að setja fram
dæmi um málsatvik sem byggja í grunninn á sömu atvikum og
í H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR), en þó með
nokkrum mikilvægum breytingum.
5.3.2.1 Um fjárhagslegt sjálfstæði: Hvaða þýðingu hafa upplýsingar í
ársreikningi?
Við mat á því hvort deild lúti ekki boðvaldi (annarra stjórnareininga
félags) og hafi fjárhagslegt sjálfstæði styðst Hæstiréttur, í máli
H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR), við reglur í
samþykktum (lögum) sem sækja stoð í þær óskráðu reglur sem
þar á meðal, sbr. umfjöllun í Stefán Már Stefánsson, Hlutafélagaréttur,
op. cit., bls. 5152. Með 1. gr. breytingarlaga nr. 25/2017 var hins vegar
3. mgr. 3. gr. breytt með þeim hætti að skráðum félagasamtökum var bætt
við upptalningu á stofnendum einkahlutafélags. Í athugasemdum um
1. gr. í frumvarpi til laganna var tekið fram að breytingin væri gerð til
þess að einfalda skráðum félagasamtökum að stofna hlutafélög án þess
að þurfa að reiða sig á undanþágu ráðherra, en samkvæmt 3. mgr. 3. gr.
laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 hefur ráðherra heimild til þess
að veita undanþágu frá skilyrðum greinarinnar um hæfa stofnendur.
Í ljósi þessa verður nú að telja að almenn félög hafi heimild til þess að
stofna einkahlutafélög, að því gefnu að þau hafi skráð starfsemi sína hjá
fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, t.d. vegna þess að þau hafi með höndum
eignaumsýslu, sbr. 4. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um fyrirtækjaskrá nr. 17/2003.
103 Sjá í þessu samhengi umfjöllun um deildaskipt samvinnufélög í kafla
3.3.3.