Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 87
233
Arnljótur Ástvaldsson
um boðvald í samþykktum félagsins gengur Landsréttur út frá
því að Deildin geti ráðstafað þessum fjármunum með frjálsum
hætti, t.a.m. til greiðslu dómkröfu. Samkvæmt atvikalýsingu
hefur hins vegar verið upplýst um að Deildin hafi ekki lengur
umráð yfir fjármunum til greiðslu kröfunnar.
Færa má rök fyrir því að sú staða sem hér er upp komin
sé ekki frábrugðin því sem upp geti komið í rekstri skráðs
hlutafélags eða annarra rétthæfra félaga að íslenskum rétti:
Fjármunum getur vissulega verið ráðstafað þannig að í bága fari
við hagsmuni viðskiptamanna og kröfuhafa. Í tilviki Deildar sem
er hluti af félagi en nýtur allt að einu aðildarhæfis á grundvelli
ákvörðunar dómstóls, og er það með rétthæf, er aðstaða kröfuhafa
(leikmannsins) þó nokkuð frábrugðin aðstöðunni varðandi deild
innan rétthæfs félags. Munurinn liggur einkum í því, að ef
Deildin hefði réttarstöðu tiltekins félags, sem viðurkennt er að
íslenskum rétti þá leiðir af slíkri réttarstöðu að í félagarétti gilda
ákveðnar reglur sem ætlað er að vernda hagsmuni kröfuhafa,
t.d. reglur sem mæla fyrir um ólögmæti ákveðinna ráðstafana
sem getur leitt til skaðabótaábyrgðar í ákveðnum tilvikum,111 og
reglur sem mæla fyrir um ábyrgð stjórnenda og félagsmanna á
skuldbindingum félags við ákveðnar aðstæður.112
111 Sjá í þessu samhengi dóm Hæstaréttar í máli H 8. júní 2017 (584/2016)
(Seven Miles ehf.) þar sem úthlutun arðs í andstöðu við ákvæði laga um
einkahlutafélög nr. 138/1994 leiddi til þess að fallist var á kröfur þrotabús
á hendur hluthafa um endurgreiðslu og um ábyrgð stjórnarmanns, sem
tók þátt í ákvörðun um arðgreiðslu, á þeirri skuld. Einnig má vísa til dóms
Hæstaréttar í H 2004:1060 (292/2003) (TL-rúllur) þar sem móðurfélag og
annað tveggja dótturfélaga voru dæmd til greiðslu skaðabóta vegna þess
að fjármunum annars dótturfélags hafði verið ráðstafað til þeirra án þess
að lagaskilyrði fyrir slíkum ráðstöfunum væru uppfyllt.
112 Hér má nefna að í sameignarfélögum bera félagsmenn ótakmarkaða
ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Kröfuhafi getur þannig ávallt
beint kröfu sinni að félagsmönnunum sjálfum og í því felst vernd
hagsmuna hans. Varðandi almenn félög þá er vernd kröfuhafa fólgin
í skilyrðinu um að almenn félög starfi í samræmi við ófjárhagslegan
tilgang. Ef fjármunum hefur verið ráðstafað í andstöðu við þann tilgang
þá hefur verið talið að til persónulegrar ábyrgðar geti komið, bæði fyrir
þá sem koma fram fyrir hönd félagsins (stjórnendur) og félagsmanna,