Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 93

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Page 93
239 Arnljótur Ástvaldsson 5.3.3 Áhrif dóms Hæstaréttar í (dóma)framkvæmd Í þessum undirkafla verður fjallað stuttlega um það hvaða áhrif dómur Hæstaréttar hefur nú þegar haft á dómaframkvæmd lægri dómstiga, og eins um hvaða áhrif (ef einhver) nálgun Hæstaréttar kann að hafa í framkvæmd, þ.e. í tengslum við hvernig félög haga innra skipulagi sínu. 5.3.3.1 Áhrif í dómaframkvæmd Landsréttur hefur a.m.k. í tveimur málum lagt nálgun Hæsta­ réttar í máli H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR) til grundvallar niðurstöðu um aðildarhæfi deilda innan almennra félaga, nánar tiltekið í L 11. nóvember 2022 (513/2021) (Knattspyrnufélag Reykjavíkur) og L 17. nóvember 2023 (233/2022) (Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Víkings). Í máli L 11. nóvember 2022 (513/2021) (Knattspyrnufélag Reykjavíkur) háttaði svo til að körfuknattleiksmaður hafði gert samning við körfuknattleiksdeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur en stefndi síðan fyrir dóm Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (ekki körfuknattleiksdeildinni) til greiðslu launanna. Félagið krafðist sýknu, m.a. á grundvelli aðildarskorts. Málum var þannig öðruvísi farið en í H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR), þar sem einungis körfuknattleiksdeildinni hafði verið stefnt. Landsréttur vísaði til þess að samkvæmt lögum Knattspyrnufélags Reykjavíkur færi aðalfundur félagsins með æðsta vald í öllum málefnum félagsins en að á milli aðalfunda færi aðalstjórn þess með æðsta valdið, þ.m.t. hvað fjármál félagsins varðaði. Þá bæri aðalstjórnin endanlega ábyrgð á fjármálum deilda. Á þessum grundvelli og með vísan til niðurstöðu Hæstaréttar í H 9. nóvember 2022 (18/2022) (Körfuknattleiksdeild ÍR) taldi Landsréttur að Knattspyrnufélagi Reykjavíkur hefði verið réttilega stefnt til varnar í málinu. Var félagið dæmt til greiðslu vangoldinna launa, ásamt dráttarvöxtum. Í máli L 17. nóvember 2023 (233/2022) (Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Víkings) krafðist knattspyrnuþjálfari bóta frá knattspyrnudeild almenns félags vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Landsréttur leysti úr álitaefni um aðildarhæfi deildarinnar í málinu með því að fylgja nálgun Hæstaréttar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.