Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 118

Tímarit lögfræðinga - 01.08.2024, Side 118
264 Frávik og skýringar á tilboðum hliðsjón af framangreindum meginreglum verður þessi krafa útboðsgagna ekki skilin á annan hátt en að boðin lyf hafi þurft að hafa markaðsleyfi sem miðaðist við þrjár gjafir. Hafi kærði haft annað í huga bar honum að taka það skýrt fram og orða skilyrðin með öðrum hætti strax frá upphafi. Af úrskurðinum leiðir að kaupendum ber að orða kröfur sínar með nákvæmum hætti strax í upphafi við útgáfu útboðsgagna. Samkvæmt 1. mgr. 49. gr. loi. skulu tæknilýsingar vera í útboðsgögnum. Með tæknilýsingu er átt við lýsingu á andlagi innkaupa þar sem kaupandi skilgreinir þarfir sínar með greinargóðum hætti. Í tæknilýsingu skulu koma fram lýsingar á gæðum og eiginleikum þess sem kaupa á inn. Í 3. mgr. 49. gr. loi. er kveðið á um að tæknilýsingar skuli veita fyrirtækjum jöfn tækifæri og megi ekki leiða til ómálefnalegra hindrana á samkeppni við opinber innkaup. Þannig er markmið reglna um tæknilýsingar að koma í veg fyrir hugsanlega mismunun fyrirtækja bæði á milli ríkja og innan þess ríkis sem innkaup fara fram í. Í 5. mgr. ákvæðisins kemur því fram að tæknilýsingar skuli ekki vísa til sérstakrar gerðar, framleiðanda, sérstakrar vinnslu, vörumerkja, einkaleyfa, tegundar, uppruna eða framleiðslu með þeim afleiðingum að fyrirtækjum sé mismunað eða ákveðin fyrirtæki útilokuð frá þátttöku í innkaupunum, enda helgist slík tilvísun ekki beint af efni samnings. Í sérstökum tilvikum er tilvísun til þessara þátta heimil þegar lýsing á efni samnings er ekki möguleg með öðrum hætti, en slíkri tilvísun verður að fylgja orðalagið „eða jafngildur“ eða sambærilegt orðalag. Í ákvæðum 69. – 72. í lögunum er svo fjallað um þær kröfur sem heimilt er að gera í útboðsgögnum til bjóðenda. Þannig getur kaupandi sett tiltekin skilyrði fyrir þátttöku bjóðanda í útboði en skilyrðin geta einungis lotið að kröfum til starfsréttinda, fjárhagsstöðu eða tæknilegrar og faglegrar getu. Mikilvægt er að greint sé á milli þessara skilyrða sem sett eru fyrir þátttöku bjóðanda og svo þeirra krafna sem gerðar eru til þess sem kaupa á inn í útboðsgögnum. Sé það ekki gert getur það dregið úr vægi mats á tilboðum bjóðenda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.