Ný menning - 15.01.1946, Síða 2

Ný menning - 15.01.1946, Síða 2
2 NÝ MENNING Vissulega má hér kenna málgagn Reykjavíkuríhaldsins, sem sendi le- gáta sína á nazistaráðstefnurnar í Liibeck, til þess að þeir kæmu heim síðan og rituðu í Morgunblaðið lof- gerð um ríki Hitlers. Hver kannast hér ekki við blaðið, sem árum saman talaði máli Franco- fasistanna á Spáni, og nefndi þá með reverensíu ,,þjóðernissinna“ og því- líkum gælunöfnum, á meðan þeir voru að brjóta niður lýðveldið með aðstoð Hitlers og Mússolínis, á með- an herskip nazista skutu á Almería og flugvélar þeirra gereyddu Guern- ica? („Það vildi ég, að hann Franco færi nú að sigra,“ andvarpaði þá einn af guðsmönnum íhaldsburgeisanna, einn af þeirra æðstu prestum, sem nú hefur að vísu verið gerður að for- manni í yfirstjórn einnar helztu menn- ingarstofnunar þjóðarinnar). Nazistaíortíð Morgunblaðsins Síðan straumhvörfin urðu í styrj- öldinni og Hitler tók að ganga illa, hefur Morgunblaðið þótzt vera á móti nazismanum, sem það hrósaði áður af mestri hrifningu. Það er óhrekjanleg staðreynd, að Morgunblaðið var hálf- gildings nazistamálgagn fram að Rússlandsstyrjöldinni eða öllu heldur fram til þess tíma, er undanhald naz- istahrejanna hófst í Rússlandi. Þetta vita allir Reykvíkingar, sem kynntust Morgunblaðinu á þeim árum. Fyrir hina, sem ekki sáu blaðið þá, skulu síðar í þessu hefti birtar orðréttar tilvitnanir úr Morgunblaðinu frá þeim tímum, til þess að enginn skuli þurfa að ímynda sér, að hér sé farið með einhverjar ýkjur. Að vísu hefði þetta mátt kyrrt liggja, ef andstyggð sú á nazisman- um, sem Valtýr ritstjóri og félagar hans hafa verið að flíka að undan- förnu, hefði reynzt eitthvað annað en uppgerð. En svo hefur ekki reynzt. MorgunblaSið reynir að af- saka nazistavinsemd sína áð- ur íyrr Morgunblaðíð hefur reyndar öðru hverju verið að afsaka sig með því, að þá hafi menn ekki vitað um raun- verulegt eðli nazismans, ekki vitað um fangabúðirnar o. s. frv. Þeir menn hér á landi, sem verið hafi nazisman- um hliðhollir, hefðu ekki verið það, ef þeir hefðu vitað um málavexti. En þessi afsökun Morgunblaðsins stenzt ekki. Þegar á valdatökuári nazista í Þýzkalandi, 1933, skýrðu íslenzkir kommúnistar ftarlega og skilmerki- lega frá stjórnarháttum nazista. Þeir sögðu sannleikann um ríkisþinghúss- brennuna í Berlín, á meðan Morgun- blaðið eyddi dálkum sínum í það að reyna að þvo nazista sýkna af þessum glæp og lapti úpp lygasögu Görings um það að kommúnistar hefðu kveikt í þinghúsinu. Morgunblaðið gerðist meira að segja svo ósvífið að gefa í skyn, að kommúnistar hér ætluðu sér að láta loga við Austurvöll á sama hátt og þýzkir kommúnistar hefðu látið loga í Berlín. Nú situr Göring, fyrrverandi heimildarmaður Mogg- ans, ákærður fyrir dómstólinum í Núrnberg, og þar er nú verið að leiða í ljós allan sannleikann um það hvern- ig hann undirbjó og lét framkvæma þinghússbrennuna til þess að geta hafið ofsóknir á hendur öllum and- stæðingum nazismans. Morgunblaðinu og íhaldsburgeis- um Reykjavíkur stoðar ekki að af- saka nazistavinsemd sína áður fyrr með því, að þeir hafi ekki vitað um fangabúðirnar o. s. frv. Þegar á árinu 1933 og æ síðan hafa Verkalýðs- blaðið, Þjóðviljinn, Réttur og önnur málgögn Kommúnistaflokksins og síð- ar Sósíalistaflokksins skýrt skilmerki- lega frá framferði nazista í fangabúð- unum. Skömmu eftir valdatöku naz- ista lét Kommúnistaflokkur íslands t. d. snúa á íslenzku og gefa út bókina „Faðirvorið og fleiri sögur úr þriðja ríkinu“, þar sem fangabúðavistinni var lýst á svipaðan hátt og nú er gert í dagblöðum um víða veröld, — jafn- vel líka Morgunblaðinu, af því að það þorir nú ekki annað. En þá urðu Morgunblaðsritstjórarnir hinir reið- ustu og hrópuðu hástöfum stórlega hneykslaðir, að kommúnistar væru hér að fara með lygi og óhróður um erlenda ríkisstjórn, sem væri íslend- ingum vinveitt. Vinskapur þessarar ríkisstjórnar í garð íslendinga kom reyndar síðar í Ijós, er hún sendi hingað flugumenn og njósnara til að undirbúa hernám Iandsins af nazista hálfu. MorgunblaðiS sams konar nazistamálgagn og áSur Morgunblaðið er vissulega enn sams konar nazistamálgagn og það hefur alltaf verið. Því að hver er naz- isti, ef ekki sá, sem berst fyrir sömu hugsjónum og nazistar og með ná- kvæmlega sömu röksemdum? Naz- istum var svo mikið áhugamál að út- rýma sósíalismanum, að þeir sendu hersveitir sínar til árásar á Ráðstjórn- arríkin. Morgunblaðinu er svo mikið áhugamál að útrýma sósíalismanum, að það fyllir flesta lesmálsdálka sína Rússlandsníði, þar sem það hefur engar hersveitir að senda austur. Hins vegar er því nær hver „röksemd Morgunblaðsins í þéssari Rússlands- styrjöld þess tekin svo að segja orð- rétt upp úr þýzku nazistablöðunum. Þarf nokkur að fara í grafgötur um hinn andlega skyldleika þessara að- iija? Merktur hakakrossmaður einn af fréttastjórum Morgunblaðsins Fullyrðingar Morgunblaðsins um fráhvarf sitt frá nazismanum verða ærið grunsamlegar og ósennilegar,

x

Ný menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.