Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 7
NÝMENNING
7
Til sönnunar staðhæfingu sinni
heídur Koestler því fram, að hæstu
laun í Ráðstjórnarríkjunum séu 100
—300 sinnum hærri en hin læg$tu.
Hann tilfærir engar heimildir fyrir
þessari staðhæfingu, sem ekki er von,
því að staðhæfingin á elcki við nein
rök að styðjast. Einu rússnesku heim-
ildirnar, sem hann tilfærir í þessu
sambandi, eru tölur, sem birtar eru
í rússneska blaðinu „Trud“, að því
er hann segir, en samkvæmt þeim eru
hæstu laun ekki nema 20 sinnum
hærri en hin lægstu. Slíkur launamis-
munur kemst auðvitað hvergi í hálf-
kvisti við það, sem tíðkast í auð-
valdslöndunum.
En aðaíatriðið er það, að slíkar
tölur út af fyrir sig gefa engan veg-
inn rétta hugmynd um raunverulegan
afkomumismun rnanna, því að mikill
hluti af raunverulegum tekjum er að
jáfnaði fólginn í ýmiss konar hlunn-
indum, sem geta, ef þau eru reiknuð
til peninga nurnið mjög miklum hluta
af heildartekjunum. Til dæmis er það
föst regla, að menn greiða því lægri
húsaleigu sem peningalaunin eru
lægri. Enski rithöfundurinn Priestley
nefnir til dæmis, að hjón með 1 700
rúbína mánaðartekjur greiði 25 eða
30 rúblur á mánuði, að vísu fyrir
mjög litla íbúð. Það nær því engri
átt, að hæstu raunveruleg laun séu
tvítugföld á við hin lægstu í þessari
námu; sem Koestler nefnir.
Tilgangurinn með launamisimmin-
um í Ráðstjórnarríkjunum er sá að
hvetja menn til að sérmennta sig, en
á því er öllum gefinn kostur. Því full-
komnari sérmenntan sem maðurinn
h fur, því hærri laun eru honum
greidd. Laun sín getur hann þó aldrei
notað til annars en að auka lífsþæg-
mdi sín. Hann getur aldrei noíað fé
sití til að kaupa atvinmitæki og auðg-
asiþannig á vinnu annarra manna. í
þessu er fólginn höfuðmismunurinn á
sóssalismamim og auðvaldsskipulag-
inu.
Koestler hneykslast á því, að
ráðstjórnin ákvað að veita ekkju
flugvélafræðingsins Polykarpovs og
c'óttur hans 100 000 rúblna viður-
kenningu auk áríegs lífeyris, en Poly-
karpov var einhver fremsti snillingur
Ráðstjórnarríkjanna á sviði verk-
fræðinnar. Hér er ekki að ræða um
annað en viðurkenningu til handa af-
burða-vísindamanni, eins og t. d. þeg-
ar vísindamanni eru veitt Nóbelsverð-
laun. Það er heldur ekkert eins dæmi,
að slík verðlaun séu veitt eftirlifandi
ekkju vísindamanns. I Svíþjóð var t.
d. ekkju Eriks Karlfeldts veitt Nóbels-
verðlaun hans að honum látnum. En
slík verðlaun teljast auðvitað ekki til
árslauna hlutaðeigandi vísindamanns.
9. Lygin um hjónaskilnaðar-
málin
Koestler Morgunblaðsspámaður
heldur því fram (Lesbók, 675. bls.),
að í Ráðstjórnarríkjunum sé hjóna-
skilnaður ókleifur öllum nema þeim
sérfræðingum, sem allra hæst eru
Iaunaðir. Hann viðurkennir það, sem
rétt er, að skilnaðarleyfið kosti (sam-
kvæmt lögum frá 1936) 500—2000
rúblur, en margfaldar svo Iágmarks-
upphæðina með sex, án þess að gera
nokkra grein fyrir því, og segir, að
skilnaður kosti alls varla minna en
3000 rúblur. Þó að þessi margfald-
aða lágmarksupphæð væri rétt, þá
munci skilnaður í Ráðstjórnarríkj-
unum aldrei kosta meira en svo
sem eins og sæmileg jarðarför hér
á landi. Eins og kunnugt er, brjót-
ast menn í það hér á landi, hversu fá-
tækir sem þeir eru, að koma látnum
ættingjum sínum í jörðina. -— Þessi
jarðarfararskattur, sem ekki er til
í Ráðstjórnarríkjunum, er álag á
hverjum manni hérlendis, því að eitt
sinn skal hver deyja. Þeir eru hins
vegar tiltölulega fáir, sem þurfa að
skilja. En enginn mun trúa því, að
menn geti ekki yfirleitt, ef nauðsyn
er mikil, greitt fyrir skilnaðarleyfi
nokkurt brot þeirrar upphæðar, sem
: ð ’■os’ ”• á íslanr'i uð efna til út-
farar.
Þegar Koestler var að skrökva
þessu um skilnáðarmálin, vildi svo
illa til fyrir honum, að hann var bá-
inn að gleyma því, sem hann hafði
skrökvað nokkrum hlaðsíðum áður í
bók sinni, en sú lygin var þveröfag
við þessa, því að þá þurfti hann að
saima dálítið annað.
Á 674. bls. Lesbókar er það haft
eftir Koestler, að það hafi verið orðin
föst venja, að konur þeirra manna,
sem settir höfðu verið í fangelsi (og .
þeir voru ekki fáir, eftir því sem
Koestler fullyrðir!) hafi flýtt sér til
hlutaðeigandi yfirvalda til þess að fá
skilnað, svo að þær yrðu ekki gerðar
samábyrgar eiginmönnunum: Nú er
ekki líklegt, að það hafi aðeins verið
hinir hæst Iaunuðu, sem settir voru í
fangelsi („hin nýja yfirstétt“, sem
Koestler kallar svo), og fyrst þetta
var orðin fcst venja, getur hjóna-
skilnaður ekki hafa verið eins tor-
veldur og Koesfler sagði í seinna
skiptið. Annars er þessi saga um sam-
ábyrgð fjölskyldunnar, ef maður er
fangelsaður, ekkert annað en upp-
spuni Koestlers.
10. Lygin um baráttuhvatir
RauSa hersíns
Koestler segir réttilega (Lesbók,
656. bls.), að framleiðsla Ráðstjórn-
arríkjanna á sviði iðnaðar hafi verið
iafm’ikil og framleiðsla Þýzkalands
árið 1939 og þess vegna hafi að ó-
"eyncu ekki verið nein ást: ða til að
ætla, að Þjóðverjar raundu sigra
Rússa, jafnvel ^ótt ekki væri tekið
tillit til aðstoðar Breta og Bandaríkja-
manna. Það er auðvelt fyrir aftur-
haldið að halda þessu fram nú, er
Þjóðverjar eru sigraðir. Staðreynd