Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 9

Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 9
N Ý MENNING 9 Eftir dr. Maurice Ðobb, hagfræíiprófessor í Cambridge Kafli «r bókinni „USSR, her Life and her People“, London 1943 Sovétríkin eru samband sextán lýð- velda. Elzt þpirra er Hið sósíaliska sov- étlýðveldasamband Rússlands (Stóra- rússland) og er enn í dag stærst af ríkj- unum, enda eru Stórrússar um helming- ur allra íbúa Sovétríkjanna. Síðar var Suðurkákasíusambandið rnyndað af þjóðum þeim, sem búa sunnan Kákasus- fjalla, þá sovétlýðveldín Ukraína og Hy.ita'ús&land. Nokkru síðar voru enn stoínuð þrjú lýðveldi í Asíu, þar sem áður hét Túrkestan — Úsbekistan, Túrk- menistan og Tadsíkistan. I desember 1922, tveimur mánuðum eftir að síðustu innrásarherirnir voru hraktir á brott úr ráðstjórnarlandi, var allsherjarþing ráðanna háð. Á því þingi var ákveðið að stofna Sovétríkin, sam- band hinna éinslöku sósíalisku lýðvelda; ári síðar, 1923, var ákvörðun þessi gerð að lögum. 1 yfirlýsingu þeirri, sem þá vai* gefin, segir: „Frá upphafi göngu sinnar voru sovétlýðveldin tengd bönd- um náinnar samvinnu og gagnkvæmrar hjálpar, er síðati snerist í bandalag. Lýð- veldin veittu hvert öðru bróðurlega að- þann, er Bandaríkjamenn kalla „the gangster journalist“, og aðra slíka. f; i Morgunblaðið þykist hafa birt þessa ritsmíð Koestlers af umhyggju fyrir því, að íslenzkum kjósendum gæfist kostur að kynnast ástandinu í Ráðstjórnarríkjunum eins og bað er í raun og veru. Nú, er Morgunblaðinu hefur verið sýnt fram á með óhrekj- anlegum rökum, að Koestler þessi er ekki annað en alls ómerkur falsari, hlýtur það að afneita honum opinber- lega, sé til í ritstjórum þess nokkur heiðarleg taug. stoð, en voru þó um skeið sérstök ríki og einungis sameinuð með bandalagssátt- málanum. Gagnkvæm samskipti þeirra, alþióðleg aðstaða og öll síðari þróun hefur leitt til þess að þau hafa sameinazt í eitt sambandsríki . . . Þetta samband jafnrétthárra þjóða er stofnað af alger- lega frjálsum vilja þeirra iog öll þjóð- erniskúgun aínumin, hvcrt lýðveldi hef- ur rétt til að segja sig úr sambandinu, ef það æskir þess. Jafnframt er sósíalisk- um lýðveldum, sem síðar kunna að verða stofnuð, heimilt að ganga í sambandið.“ Í bandaríki þessu var sambandsstjórn- skipan, að sumu leyti áþekk og í Banda- ríkjmn Norðurameríku, en þó ólík í all- mörgum veigamiklum atriðum. Samkv. henni fer miðstjórnin í Moskvu með ákveðin völd, en hin einstöku lýðveldi ráða öllum þeim málum, sem ekki liggja sérstaklega undir miðstj órnina. Ef lög einhvers lýðveldis greinir á við lög Sov- étríkjanna, skulu hin síðarnefndu gilda. Sambandsstjórnin ræður meðal annars /---------------------------^ Lesið Ævisögu Stalíns Bóndirm í Kreml Eftir Guimar Benediktsson N _______ utanríkismálum, her og flota, járnbraut- um og flutningum á ám, pósti, síma og mikilvægum iðnfyrirtækjum; sérstakir þjóðfulltrúar sambandsstjórnar hafa mál þcssi með höndum og samsvara ráðherr- um hjá oss. Hin einstöku lýðveldi ráða öðrum málum, svo sem kennslu- og fé- lagsmálum, lögreglu, stjórn minni hátt- ar, staðbundinna iðnfyrirtækja og því sem nefnt er hagstjórn sveita og bæja; þjóðfulltrúaráðuneyti lýðveldanna stýra málefnum þessum, ekki sambandsstjórn- in. Enníremur er vissurn málefnum, svo sem innanríkisverzlun, landbúnaði, fjár- málum, réttarfari og smáíðnaði, stýrt af hvorum tveggja, ráðuneytum hinna ein- stöku lýðvelda og sambandsstjórnar. — Hvert einstakt lýðveldi ræður miklu um stjórn þessara mála innan sinna eigin vébanda, en verður jafnframt um margt að hlíta þeirri allshcrjarstefnu, sem ákveðin er af samsvarandi ráðuneyti sambandsstj órnar. Sambandsríki ráðstjórnarþjóSanna í upphafi voru sambandslýðveldin fjögur, nú eru þau sextán, auk tuttugu og tveggja minni „sjálfstjórnarlýðvelda“ er svo eru kölluð. Stærst eru Stórarúss- land og Úkraína, þá Hvítarússland. Það sem áður var Suðurkákasíusambandið hefur af nýju greinzt í þrjú lýðveldi, Georgíu, Armeníu og Azerbajdsan, en innan þeirra eru minni sjálfstjórnarlýð'- veldi fjallaþjóðanna í Kákasíu — Osseta og íbúanna í Dagkestan, sem mjög eru ólíkar sléttubúunum í suðri, bæði að kynstpfni og siðum. Á sama hátt eru nú fimm lýðveldi hinna ýmsu þjóða í Mið- {

x

Ný menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.