Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 10
10
N Ý M E N N I N G
Aðcdaðsetur þjóðíulltrúaráSs Ráðstjórnaríkjanna í Moskvu
leiðsluhátta Sovétríkjanna, er sjálfseign'
asíu — Túrkmena, Úsbeka, Tadsíca,
Kasaka og Kírgísa. Síðast voru sam-
bandslýðveldi stofnuð á vesturlandamær
um ríkisins árið 1940 — Karelía, Eist-
land, Lettland, Litúva og Moldavía.
Onnur minni sjálfstjórnarlýðveldi eru
Krím og lýðveldi Yolgu-Tatara, Búrjat-
mongólía, Mordvinía og Jakútía. Þá eru
innan þessara lýðvelda um tuttugu
„sj álfstj órnarumdæmi“ og „þ j óðasvæði“
svo sem umdæmi Gyðinga í Bíróbidsjan,
Tsjúktsa, — hinnar frumstæðu þjóðar
lengst í norðaustri, og Ojróta, er búa við
rætur Altajfjalla. Þessi sjálfstjórnar-
svæði gera hinum fámennu og smáu
þjóðum fært að nota sína eigin tungu í
skólum, leikhúsum og á almannamótum,
varðveita þjóðlega siði og hafa embætt-
ismenn af eigin þjóðerni. Þar sem þjóð-
ernisminnihluti býr á sérstöku svæði, en
er í annan stað of fámennur til þess að
vera „sjálfstjórnarumdæmi“, getur hann
myndað „þjóðarhérað“, ef óskað er, og
kosið sitt eigið ráð. Það eru allmargar
þúsundir þess konar „þjóðarráða“ í
ýmsum hlutum Sovétríkjanna.
Grundvallarlögin 1918
Stjórnarskráin 1936
Þegar Rússneska lýðveldið var stofn-
að, var samin stjórnarskrá eða grund-
vallarlög fyrir hið nýja sósíaliska ríki;
þar voru ákvæði um völd og skyldur
hinna ýmsu stofnana og starfsmanna rík-
isins, kosningar til ráðanna og önnur
áþekk mál. Síðar tóku önnur sovétlýð-
veldi stjórnarskrá þessa til fyrirmyndar.
Hún öðlaðist gildi árið 1918 þegar borg-
arastyrj öldin var að hefjast, og ýms at-
riði hennar endurspegla það tímabil
harðvítugra þjóðfélagsátaka, þá er hið
unga sovétlýðveldi barðist fyrir lífi sínu.
1936, á næstsíðasta ári annarrar fimm
ára áætlunarinnar, var ný stjórnarskrá
samin af sérstakri nefnd undir forustu
Stalíns, og er því á stundum kennd við
hann. — Ýmsar mikilvægar breytingar
voru þá gerðar á grundvallarlögunum
frá 1918 og stjórnarskrá hins nýstofn-
aða sambands frá 1923.
Stjórnarsk.áin frá 1936 hefst á þess-
um orðum: „Sovétríkin eru sósíalisk ríki
verkamanna og bænda (1. gr.). „Efna-
legur grundvöllur Sovétríkj anna er sós-
ialiskur þjóðarbúskapur og sósíaliskur
eignarréttur á framleiðslutækj um (4.
grein). „í Sovétríkj unum birtist hin sós-
íaliska eign ýmist sem ríkiseign (sam-
eign alþjóðar) eða félagsleg sameign
(eign einstakra samyrkjubúa eða sam-
vinnufélaga)“ (5. grein). Þar segir enn
fremur: „Auk hirma sósíalisku þjóðar-
búskaparhátta, sem eru meginform fram-
arbændum og handiðnaðarmönnum lög-
um samkvæmt heimill einkaatvinnu-
rekstur, ef hann byggist á vinnu þeirra
sjálfra og ekki er hirtur arður af vinnu
annarra manna“ (9. grein), og „per-
sónulegur eignarréttur þegnanna á at-
vinnutekjum þeirra og sparifé, íbúðar-
húsi og öðruin heimilisþörfum, innan-
stokksmunum og búsáhöldum, sem og
erfðaréttur á persónulegri eign þegn-
anna, er verndaður með lögum“ (10.
grein).
í síðari köflum stjórnarskrárinnar
eru talin upp „grundvallarréttindi og