Ný menning - 15.01.1946, Page 11

Ný menning - 15.01.1946, Page 11
NÝ MENNI.NG 11 skyldur þegnanna“ og hefjast á „rétti til vinnu“, „rétti til hvíldar og hressingar,“ „rétti til elli-, örorku- og sjúkratrygg- inga“, „rétti til menntunar“. Á meðal réttinda þessara eru: „Jafnrétti allra þegna Sovétríkjanna, án tillits til kyn- stofns eða þjóðernis,“ (123. grein), skoðana- og trúarbragðafrelsi (124. grein), „málfrelsi, funda- og samkomu- frelsi“ (125. grein) og að „friðhelgi heimila og bréfhelgi er verndað með lög- um“ (128. grein). Á meðal „skyldna allra þegna“ er: „að hlýða lögum, hlíta vinnuaga, rækja samvizkusamlega fé- lagslegar skyldur, að varðveita og tryggja hinn félagslega, sósíaliska eign- arrétt“ og vernda og verja föðurlandið (130.-—133. grein). SkoíSanafrelsi og trúarbragðafrelsi. Trúfrelsi er beinlínis tryggt með lögum Ef til vill er rétt að ræða nokkru nán- ar um ákvæði stjórnarskrárinnar um skoðanafrelsi og trúarbragðafrelsi. Hin opir.bera kenning kommúnistaflokksins, sem stjórnendur Sovétríkjanna heyra til, er andtrúarleg; í annan stað var hin grísk-kaþólska kirkja Rússlands ríkis- stofnun á dögum keisarans. Hún var á- þekk kaþólsku kirkjunni í öðrum lönd- um, en átti ekki rót sína að rekja til Rómar, heldur til kirkjunnar í Kon- stantínópel á fyrstu öldunum eftir Krists burð. Það var meðal fyrstu verka Sovét- stjórnarinnar að gera aðskilnað ríkis og kirkju og þjóðnýta allar kirkjueignir. Enn fremur var endir bundinn á trúar- bragðafræðslu í skólum, og ekki leyft að kenna börnum trúarbrögð nema í heima- húsum. Kirkjunni var heimilt að kenna fullorðnum mönnum til prests, en bann- að að halda skóla fyrir börn. Guðsdýrk- un var þó ekki aðeins leyfð, heldur var trúfrelsi beinlínis tryggt með lögum, og sérhverjum trúarsöfnuði heimiluð afnot af kirkjum, hvort sem um var að ræða grísk-kaþólska menn, endurskírendur, Gyðinga eða Múhameðstrúarmenn, ef söfnuðurinn naut stuðnings eigi færri en tuttugu manna. Réttur safnaða til þess að iðka trúarathafnir að eigin vild var staðfestur af nýju í stjórnarskránni frá 1936. Það er næg sönnun þess, að kirkj- ur og trúfélög starfi tálmunarlaust í So- vétríkjunum, að fáeinum dögum eftir innrás Hitlers stóð það í blöðunum, að tólf þúsund kirkjugestir í dómkirkjunni í Moskvu hefðu beðið fyrir sigri þann 25. júní árið 1941, undir forustu tutt- ugu og sex presta með Sergíus höf- uðbiskup í broddi fylkingar og yfir- menn hinna tveggja megindeilda, sem rússneska kirkjan hefur greinzt í, hafi skorað á alla kristna menn að styðja stjórnina með ráðum og dáð. Sagt er, að um þrjátíu þúsundir trúarsafnaða séu í Sovétríkjunum, og um átta þúsund kirkjur, gyðingasamkundur og musteri Múhameðstrúarmanna séu notuð að staðaldri. KosningafyrSrkomuIag. Kosningar eru almennar, beinar og leynilegar. Kosn- ingarétt hafa allir, sem nátS hafa 18 ára aldri Hvernig er þá stjórnarskipan Ráð- stjórnarríkjanna, og hvemig er stjórnin kosin? Hvert þorp og hver borg (stund- um borgarhlutar) kjósa sér ráð á tveggja ára fresti, og kjósa allir borgarar þorps- ins eða bæjarins skriflega. Ráð þessi stjórna málefnum staðarins, reka smáar iðjugreinir á staðnum, hafa eftirlit með skólum, sjúkrahúsum og sjúkrastöðvum, byggingu húsa, viðhaldi vega og brúa, hafa á hendi dómgæzlu í „alþýðudóm- stólum“ á staðnum, sjá böraium fátækra fjölskyldna fyrir fæði og klæðum. — Þorpsráðin stjórna og líta eftir mörkuð- um staðarins, hafa umsjá með bújörð- urn í sínu umdæmi, einnig gæta þau skóga og skógarhöggs. Á sömu lund eru kosin ráð, er stjórna sýslum og héruð- um. í hverju lýðveldi er æðsta ráð kosið til fjögurra ára. Ráð þetta samþykkir öll lög, er varða lýðveldið og velur þjóð- julltrúaráðið, sem er eins konar ráðu- neyti og er skipað forstjórum stjórnar- deildanna, svo sem ráðuneytum land- búnaðar, fjármála, heilbrigðismála, kennslumála o. s. írv. Æðsta löggjafarvald Ráðstjórnar- sambandsins er í höndum Ríkisþings eða Æðsta ráðsins, og skiptist það í tvær . deildir. Efri deild er kölluð Sambands- ráð, og er kosið til þess af öllum borg- urum. Kjördæmum er svo skipt, að 1 fulltrúi er fyrir hverja 300 þús. kjós- endur. Sambandsráð telur um 600 með- limi, og kosningar eru fjórða hvext ár. Neðri deild nefnist þjóðernaráðið. At- hyglisvert er það, að ráð þetta veitir hverju hinna stóru þjóðlýðvelda jafnt atkvæðismagn, án þess að tekið sé tillit til íbúafjölda lýðveldanna. Þjóðernaráð- ið telur 570 meðlimi og er skipað full- trúum 60 sundurleitra þjóðerna. Hvert Sambandslýðveldi nefnir í það 25 full- trúa, en sjálfstjórnarlýðveldin 11 full- trúa hvert. Að auki geta sjálfstjórnar- héruðin skipað 5 fulltrúa hvert og minni þjóðflokkahéruð 1 fulltrúa hvert. Hvor deildin um sig getur borið fram laga- frumvörp, en ekki verða þau að lögum nema báðar deildir samþykki. Æðsta ráðið kemur venjulega saman tvisvar á ári. Á sameiginlegum fundi beggja deilda Æðsta ráðsins er kosin stjórnarnefnd, er telur 35 meðlimi, og fer nefnd þessi með stjórn og fram- kvæmd laga. Á sama hátt er kosið þjóð- julltrúaráð, eða ríkisstjórn. Ráð þetta kýs sér formann, er skipar sömu stöðu og forsætisráðherra í öðrum löndum. Á stríðsárunum gegndi Stalín embætti forsætisráðherrans, en áður hafði hann aðeins verið ritari kommúnistaflokksins. M. Kalínin, sem var upprunalega bóndi, en síðar iðnverkamaður, er forseti stjórnarnefndar Æðsta ráðsins, og gegn- ir því forsetaembætti Ráðstjórnarríkj- anna. Upprunalega var kosið með handa- uppréttingu á opnum kjósendafundum, þar sem stungið var upp á frambjóðend-

x

Ný menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.