Ný menning - 15.01.1946, Síða 12

Ný menning - 15.01.1946, Síða 12
12 N Ý MEN.N I N G um og kosið um þá og rædd voru „fyrir- maeli“, er hinum kosnu fulltrúum var falið að koma á framfæri. Hinn kjörni fulltrúi skyldi venjulega gefa skýrslu umbjóðendum sínum við og við, en hve- nær sem var mátti svipta hann umboði og fela það öðrum. Kosningar til æðstu löggjafarstofnana voru „óbeinar“ í þeim skilningi, að lægri ráðin kusu fulltrúa í Æðsta ráðið, en kjósendur ekki. Kosningarrétt höfðu eingöngu „vinn- andi mcnn“, þeirra á meðal taldir bænd- ur, sem unnu sjálfir að búum sínum. Menn, sem „hafa aðra í þjónustu sinni í gróðaskyni“, eða lifðu á tekjum af eignum voru sviptir kosningarétti, svo var einnig um kaupmenn, presta og fyrr- verandi lögreglumenn keisarans. Síðan hin nýja stjórnarskrá komst á 1936 hafa kösningar verið skriflegar. Fulltrúar í Æðsta ráði, og í öllum öðrum ráðum, eru kosnir beint af kjósendum. Enn- fremur er engin stétt manna svipt kosn- ingarétti, nema glæpamenn og geðveik- ir. Allir þegnar, sem orðnir eru fullra 18 ára, hafa kosningarétt, eða eins og stjórnarskráin orðar það: kosningar eru „almennar, beinar og leynilegar.“ Kosningarnar 1937 Árið 1937, er nýja stjórnarskráin hafði verið samþykkt, var í rauninni að- eins einn „listi“ frambjóðenda, er hver kjósandi gat annað hvort hafnað eða játað. En þessir listar höfðu verið undir- búnir af kjörnefndum eftir að kosninga- fundir höfðu skipað frambjóðendum á lista, sem ræddir voru frjálst og hindr- unarlaust áður en valið var á listana, því fór fjarri, að frambjóðendurnir á listunum væru allir félagar í kommún- istaflokknum. Margir voru óflokks- bundnir, eða fimmti hluti allra fulltrúa í Sambandsráðinu og þriðjungur þjóð- crnaráðsins. En í öðrum ráðum eru tveir þriðju hlutar allra fulltrúa óflokks- bundnir, eða 800 þús. af 12 hundruð þúsundum fulltrúa. StaSa Kommúnistaflokksins. „Félags- skapur manna, sem falin eru sérstök ákyrgSarstörf og skyMur" Kommúnistaflokkurinn skipar stöðu, sem í ýmsum greinum á sér ekki einn líka í öðrum löndum. Sjálfur er flokk- urinn byggður að lýðræðislegum hætti. Flokksmenn kjósa embættismenn flokks- ins leynilega og skriflega, og á fárra ára fresti fer fram í flokknum svokölluð „hreinsun“ eða könnun á hegðun og for- tíð flokksfélaga. Þcssi flokkskönnun fer fram opinberlega, svo að óbreytt fólk getur fylgzt með og látið uppi álit sitt á félögum flokksins. Hann er eini skipu- lagði flokkur Ráðstjórnarríkjanna síð- an snemma á dögum byltingarinnar, og honum er skipaöur sess í stjórnarskránni þar sem hann er kallaður „brjóstfylking hins vinnandi fólks og kjarni í öllum samtökum hinna vinnandi manna“. En ef til vill ætti fremur að túlka kommún- istaflokkinn sem félagsskap manna, sem falin eru sérstök ábyrgðarstörf og skyld- ur hins rúmhelga dags og ætlað er að ganga á undan með góðu eftirdæmi og móta hegðun og almenningsálit en skipa honum á bekk með venjulegum kosningaflokkum í þingræðislöndum. Stjórnmálakerfi Ráðstjórnarn'kjanna. Áhngi almennings á pólitískum mál- efmim, og þátttaka hans í stjórnar- starfinu. í Ráðstjórnarríkjunum cr starfaudi lýðræÓi veigamikill þáttur í stjórnmálalífinu Tvennt er það, sem einkum einkenn- ir stjórnmalakerfi Ráðstjórnarríkjanna. Annað er það, að almenningur hefur miklu meiri áhuga á pólitískum málefn- um en títt cr meðal inanna á Bretlandi og í Ameríku. Hitt er það, hve óbreyttur borgarar taka rniklu virkari þátt í stjórnarmálefnum þar í landi. Frétta- blöðin eyða miklu meira rúmi í alvarleg efni á sviði atvinnumála og stjórnmála en gert er hér á landi og í Ameríku. Og verkamenn og samyrkjubændur, konur og karlar, ungir og gamlir, lesa þessi blöð af mikilli kostgæfni. Það er hlut- fallslega lítið af „léttmeti“ okkar blaða, og alls ekkcrt af rosafregnum þeim, sem oft eru taldr.r nauðsynlegar til þess að blöð okkar gangi út. Rökræður cru heit- ar; menn eru hvattir til að skrifa blöð- unum tillögur sínar og umkvartanir. Einnig eru sérstakir verkamanna- og bændafréttaritarar, meira en milljón talsins, eða 1 á hverjar 50—60 fjöl- skyldur. Starf þeirra er fólgið í því að skrifa um það, sem gerist í verksmiðj um þeirra eða þorpum, og ef nauðsyn ber til, er þeirn skylt að gagnrýna forstjóra og embætlismenn. Bókstaflega hver verk- smiðja eða aðrar stofnanir hefur „vegg- blað“, sem stjórnað er af verkamönnun- um sjálfum á vinnustöðvunum og ræðir um nýjungar staðarins og verksmiðju- málefni. En það er ekki talið, að pólitískar skyldur þegnanna séu eingöngu í því fólgnar að greiða atkvæði í kosningum og geta rætt viðfangsefni dagsins með nokkurri greind. Það er talin pólitísk skylda hvers borgara að taka til hend- inni í stjórnarstariinu og fela það ekki eingöngu embættismönnum og atvinnu- stjórnmálamönnum. Þetta starjandi lýð- ræði er svo mikils háttar þáttur í stjórn- málalífi Ráðstjórnarríkjanna, að hann verður ekki vanmetinn. Það getur farið fram með þeim hætti, að allir verkamenn í verksmiðju taki þátt í „framleiðslu- ráðstefnum“ til að ræða vinnuáætlun verksiniðjunnar, eða að verkamaðurinn verði einn hinna 5 milljóna meðlima í verksmiðjunefndum og tryggingamála- nefndum, sem fara með málefni verka- lýðsfélaga, líta eftir vinnuaðbúnaði og öðrum málum iðnaðarins. Loks getur ráðstjórnarborgarinn verið einn af hin- um mörgu milljónvm manna, sem' eiga sæti í stjórnarnefndum samyrkjubúanna eða þorpsráðanna, er stjórna málefnum samyrkjubúa og sveita.

x

Ný menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.