Ný menning - 15.01.1946, Síða 13
N Ý M E N N I N G
13
RICHARD LAUTER3ACH:
Skilningur á manngildinu
er undirstaðan að sigrum Sovétríkjanna
*
Eftir Stalíngrad kom Moskva.
Síðan ferðalögtil Karkov, Smolensk,
Leníngrad, Odessu, Jöltu, Sevasto-
po!, Kalínín, Úralsfjalla, Mið-Asíu
og Póllands, Alis staðar, þar sem ég
kom — í mannlausum borgunum,
sem leystar höfðu verið úr lföndum
nazistanna, í hinum nýju hraðvax-
andi iðnaðarborgum, á vígstöðvun-
um, bak við Úralfjöll leitaði ég full-
nægjandi svars við spurningunni:
Hvers vegna sigruðu Sovjetríkin?
Við höfðum gleymt mikilvægu at-
riði, þegar við vógum og mátum
þjóðfélagþeirra. Til allrar hamingju
liöfðu Þjóðverjar einnig gert það.
Það var ckkert sérlcga áþreifanlegt.
Rússarnir höfðu ekki leikið neitt á
okkur. Við höfðum blekkt okkur
sjálfa, eða leyft öðrum að blekkja
okkur. Við höfðum keypt okkur á-
kveðna mynd af Sovétríkjunum,
bengt hana upp í hugum okkar og
aldrei látið verða af því að endur-
skoða hana. Myndin sýndi sovétkerf-
ið sem risavaxna ópcrsónulega vél,
scm ungaði út vöðvamiklum ívön-
um, sterkum en heimskum. Fréttir
og frásagnir, bækur og önnur rit-
verk staðfestu sannlciksgildi þessar-
ar myndar: Einstaklingsframtakið
hafði vcrið kæft og bælt niður í
Sovjetríkjunum jafnhliða mál- og
ritfrelsinu.
Þegar Þjóðverjar réðust inn í Sov-
jetríkin, spáðu bæði vinir og óvinir
þeirra, að þeir myndu sigra Rússa á
fáum mánuðum, jafnvel þótt menn
byggjust við, að rússneska þjóðin
mundi verða hörð í horn að taka,
harðger, fórnfús og hugrökk, góðir
hermenn og góðir verkamenn. Við
álitum hana hugsunarlausa, svipaða
nauti, sem þrammar áfram án þess
að gcra sér nokkra grein fyrir tilgang-
inum. Þessi skoðun kom iíka vel
heim við mynd okkar af henni sem
vélrænni þjóð, er hefði mótazt af
jánghörðu einræði. Það var ekki fyrr
en eftir hina geysimiklu sigra Rauða
hersins og framleiðsluafrekin að
baki víglínunnar, að við gerðum
okkur Ijóst, að þessi skoðun á Sovjét-
ríkjunum og þjóðum þeirra var
löngu úrelt, ef hún hafði nokkru
sinni verið sönn. Það hafði ekki verið
búizt við því, að Rússar mundu, eins
og Bretar og Bandaríkjamenn, geta
sýnt mikla fjölhæfni og framtak,
þegar að kreppti. Það var búizt viðj
að þeir myndu geta tekið við fyrir-
skipun um og framkvæmt þær af holl-
ustu, en án ímyndunarafls; það var
ekki við því búizt, að þeir gætu unn-
ið sem einstaklingar, að þeir gætu
tekiðá sigábyrgð, ef hennar var kraf-
izt af þeim, að þegar nýstárleg vanda-
mál yrðu á vegi þeirra, gætu þeir
leyst úr þeim — og það svo, að aðrir
gerðu ekki betur.
Þegar ég hafði gert mér grein fyrir,
að hvaða leyti hugmynd mín um
Rússana var röng, byrjaði ég að
skilia orsökina fyrir sigrum þeirra.
S.l. sumar var haldinn dansleikur
í Moskvu til heiðurs flugmönnum í
rauða flughernum. Ég var á dans-
leiknum. Þá mHntist égþess, hvern-
ig rússnesku sfiikurnar og piltarnir
höfðu dansað foxtrottinn árið 1935.
Þá voru þau að læra að dansa; <311
tóku þau sömit sporin samtímis á
(Richard Lautcrbach cr ameriskur
fréttarilari, er ferðaðisl víðsvegar
um Sovjctríkin á árinu 1941, kynnti
sér fyrirkomulagið og hafði lal af
fjölda fólks. Ilann cr frétlaritari
fyrir íhaldstímaritin Life og Time.
Hann hefur ritað langa bók um
för sina, og hefur allt aðrar fréttir
að segja af Rússum en Arthur
Koestlcr, rff jasli spámaður Morgun-
blaðsins. Iíér fer á eftif stutlur kafli
úr bók hans.)
sama hátt. Dans þeirra var næstum
því vélrænn. Þau töldu upphátt til
að fylgjast með hljóðfallinu. Þegar
bandarísk ,,pör“ fóru út á gólfið,
héldu Rússarnir, að þau dönsuðu
ckki rétt, vegna þess að hvert þcirra
um sig dansaði á sinn hátt.
En í fyrrasumar vjur þctta geh-
breytt. LTnga fólkið dansaði nú ekki
allt saman eins. Þvert á móti — ekk-
ert „par“ dansaði eins.
Ég hafði orð á þessu við sovjetflug-
tnann.
„Það satt,“ sagðl hann. „Fyrst
verður að byggja á fjöldagrundvelli.
Síðan koma einstaklingseinkennin í
1 jós. Sama gildir í fluginu. Fyrst verð-
um við að Iæra að vinna saman. Síð-
an getur hver fyrir sig skrifað sitt
nafn á himininn.
Ég minntist á það, að ég áliti, að
þetta einstaklingseðli væri mikilvæg-
ur þáttur í lífi Sovjetþjóðanna, sem
flestir útlendingar hefðu ekki'gert
sér grein fyrir. Flugmaðurinn var á
sama máli. „F.n einstaklingseðli er
til meðal annarra þjóða,“ sagði liann.