Ný menning - 15.01.1946, Page 14
NÝ MENNING
14
„Það, sem við höfum umfram þær,
er, að við iátum einstaklingseðlið
þjóna hagsmunum heildarinnar.“
Hann sagði mér síðan sögu um Val-
erí Tsjkalov, sovjetflugkappann,
sem flaug yfir Norðurpólinn til
Bandaríkjanna. Þegar hann var á
leiðinni til baka á franska stórskip-
inu ,,Normandie“ var hann spurður
af bandarískum fr-'.rþega: „Hve ríkur
eruð þér?“
„Hundijað og sjötíu milljónir,“
svaraði Tsjkaloff. ,
„í dollurum eða rúblum?" spurði
Bandaríkjamaðurinn.
„Hvorugu,“ svaraði flugmaður-
inn. „Fólki. Það vinnur allt fyrir
mig, og ég vinn fyri.r það.“
Mörgum Bandaríkjamönnum
finnst þetta vera áróður úr Pravda.
En mikill meirihluti hinna 170
milljóna er á sömu skoðun og Tsjka-
lov.
I viðræðum við aðra Rússa reyndi
ég að komast að raun um það, hvern-
ig á því stóð, að byrjað var að leggja
áherzlu á frumkvæði einstaklingsins.
Sumir sögðu, að það hefði alltaf ver-
ið gert, að byltingin hefði leyst geysi-
legan sköpunarmátt úr læðingi. En
margir röktu það til merkilegrar
ræðu, sem Stalín hafði haldið. Hann
sagði í ávarpi til liðsforingja, sem út-
skrifuðust úr Frunzeháskólanum
(æðsta hernaðarskóla Sovjetríkj-
anna) árið 1935:
„Félagar, við tölum of mikið
um foringja. Við eignum þeim
nærri því öll okkar afrek. Þetta er
rangt og fölsun á staðreyndum. Ég
vil, að við tölum um fólkið.“
Félagar, hið gamla vígorð „vél-
arnar eru undirstaða alls“ er úr-
elt. Við verðum að taka upp ann-
að vígorð í þess stað: „Fólkið, hin-
ir óbreyttu liðsmenn, eru undir-
staða alls.“ Nú er kominn tími til
þess, að við gerum okkur þessa
Ijósa grein, að af öllum verðmæt-
Fi'unze-háslcólinn í Moskvu
um, sem til eru í heiminum, er
mannfólkið dýrmætast."
Þegar Stalín mælti þessi spaklegu
orð, hófst hin mikla breyting. En
hún varð ekki á svipstundu. En orð
hans höfðu djúptæk og varanleg á-
hrif. Ræða hans var prentujá og lesin
oft óg víða, hún var rannsökuð og
rædd. Flún olli því, að meiri áherzla
var lögð á fólkið sjálft, — á þróun
þess sem einstaklinga og samfélags-
þegna. Á árunum fyrir stríð byrjuðu
Rússarnir að gera sér grein f yrir mik-
ilvægi sínu. Hinar þjóðir Sovjetríkj-
anna tóku og að skilja mikilvægi sitt.
Fólkinu óx sjálfstraust.
Þetta þýddi ekki, að hverjum sem
væri leyfðist að stíga upp á sápukassa
og bjóða flokknum og stjórninni
byrginn. En verkamennirnir í verk-
smiðjunum voru beðnir um að segja
álit sitt og koma fram með tillögur.
Ef tillogur þeirra reyndust til bóta,
voru þeir verðlaunaðir. I hernum
voru það ekki liðsforingjarnir einir,
sem kyntu sér herstjórn og hernaðar-
aðferðir, hver einstakur hermaður
varð að skilja alla hernaðaráætlun-
ina jafnvel ogsitt eigið hlutverk. Það
var vakinn áhugi meðal allrar þjóð-
arinnar, áhugi á þekkingu, sjálfstján-
ingu og skapandi störfum.
í Sovjetríkjunum er enn mikið af
mönnum, sem vinna einungis það
verk, sem þeim er fyrirskipað. Það
er jafnmikið af skriffinnum á hvern
fermetra í Moskvu og er í Washíng-
ton. Og rússneskir skriffinnar eru
miklu verri viðureignar en banda-
rískir, vegna þess að þeir kunna störf
sín ekki eins vel og eru ókurteisari.
En það er nú þegar orðið Ijóst, að
Rauði herinn mundi ekki háía get-
að unnið hina miklu sigya sína, ef
hann hefði ekki verið búinn að losa
sig við skriffinna og menn, sem ekk-
ert hefðu gert nema það, sem þeim
hafði verið skipað.
í síðdegisrökkri í fyrravor stóð ég
við hliðina á ungum hershöfðingja í
R.auða herijum á hæðunum ofan við
rústir Sevastopol. Orustunni um
Krímskagann var nýlokið með glæsi-
legum árangri. Hershöfðinginn
braut saman herforingjaráðskortin
sín, stakk þeim í vasann og talaði við
mig nokkra stund. „Ég| var varla
kominn af barnsaldri í síðasta stríði.
Ég var kallaður til herþjónustu rétt
í stiíðslokin. Við höfðum ekki hug-
mynd um, hvers vegna við vorum að
berjast. Við vorum eins og kvikfén-
aður í sláturhúsi. Alveg eins. Ef for-
ingi okkar var drepinn, var það
fyrsta, sem okkur kom til hugar, að
flýja undan merkjum og koma okk-
ur þangað, sem við vorum öruggir.
Við vildum ekki deyja. Við vissum
ekki, hvers vegna við þurftum að
deyja.“ Hershöfðinginn þagði
nokkra stund. „Þér sjáið, hver mun-
urinn er? Þér skiljið nú ef til vill,
hvers vegna Sevastopol gat varizt svo
lengi. Hermönnum Rauða hersins
og Rauða flotans hefur verið kennt
að hugsa og haga sér samkvæmt því.
Við vitum, hvers vegna við berjumst.
Við vitum líka, livers vegna það er
nauðsynlegt, að við deyjum, ef til
þess kemur.“
Útlendingar hafa fengið nægar
sannanir fyrir því, að baráttuvilji