Ný menning

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 16

Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 16
]() N Ý M E N N I N C RÚSSAGRÝLAN Örþriíaráð íhaldsmanna allra landa Annáll Morgunblaðsins Oft hljóta þeir lesendur íslenzku borg- arablaðanna, sem ekki liafa sagt sig úr lögum við alla skynsemi, að hugsa sem svo: Miklir bölvaðir mannhundar geta nú þessir Rússar verið, að aldrei skuli vera hægt að segja eitt einasta almenni- legt orð um þá! Hvernig getur annars nærri tvö hundruð milljóna þjóð verið svona andstyggileg í allan handa máta? Og er ekki von að fólk spyrji. Dag eft- ir dag, mánuð eftir mánuð, kyrjar kór sovétníðsins sama sönginn: Rússar gleypa lönd. Rússar mynda leppstjórnir. Rússar banna kosningar. Rússar hefna sín á nazistum. Rússar sleikja sig upp við Þjóðverja. Rússar eru gráðugir í úr. Og þannig endalaust. Haldi menn, að hér sé verið að fara með ýkjur, þá skulurn við bara athuga Morgunblaðið í eina viku eða svo. Við getum tekið t. d. vikuna frá 25. nóv. til 1. des. s.l. það er svo sem ekkert sérstak- lega mögnuð rússavika, — líklega meira að segja ein af þeim meinlausari. Sunnudagur: Rússar ryðjast inn í brezkar herbúðir í Berlín. — Rússar svara ekki Persum. — ... Þar sem stjórnenaurnir hafa tekið eftir græðgi rússneskra hermanna í Berlín í að eign- ast úr, hafa þeir ákveðið að láta fram- leiða 400.000 úr á næsta ári. Þriðjttdagur: „Viljum heldur deyja en fara til Rússlands“. — ... Utanríkis- ráðherrann sagðist „treysta á miskunn- semi Rússa“, og gerðu menn óspart gys að þeirn orðum hans . . . Miðvikudagur: . . . Meðal nálega allra íhaldsmanna og sumra annarra í Frakk- landi, var hugurinn gagnvart Rússlandi sambland ótta og fyrirlitningar . . . Fimmtudagur: . . . Og ekki er neinn vafi á, að eins hefði orðið í Júgóslavíu og Búlgaríu, ef frjálsar kosningar hefðu verið leyfðar í þessum löndum. En lepp- stjórnir Rússa bönnuðu þær, í skjóli rússnesks setuliðs . . . Föstudagur: . . . Það er því engum blöðum um það að fletta, að meðan Rússar voru stöðugt að væla framan í Vcsturveldin fyrir að „dekra við Þjóð- verja", sleiktu þeir sig sjálfir upp við þá af öllum mætti . . . Laugardagur: . . . Griðasáttmálinn frægi við nazistana var Stalín mikið ör- yggi. I skjóli hans gleyptu Rússar Eystrasaltslöndin . . . Þannig og þaðan af verri er sovétann- áll Morgunblaðsins og vanalega endur- prentaður í Alþýðublaðinu og öðrunr dúsubörnum rógburðarins. Óbrjálað fólk spyr: Hvað hafa Ráðstjórnarríkin gert á hluta íslenzku þjóðarinnar? Eitt- hvað meira en lítið hlýtur það að vera, fyrst jafnvel sjálf málgögn ríkisstjórn- arinnar leyfa sér að viðhafa daglega þenna fjandsamlega tón. En viti menn: sé málið athugað nánar, kemur í ljós, að enginn maður veit þess nokkurt dæmi, að Rússar hafi gert Islendingúm hinn minnsta miska, hvorki fyrr né síðar. Ekki hafa þeir svo sem grandað sjálf- stæði voru að fornu, eins og Norðmenn. Ekki hafa þeir kúgað okkur um aldir, eins og Danir. Ekki hafa þeir hernumið land okkar með ofbeldi, eins og Bretar. Ekki hafa þeir skotið niður skip okkar og sjómenn, eins og Þjóðverjar. Ekki hafa þeir ásælst land okkar til hernaðar- stöðva, eins og Bandaríkjamenn. Hið eina, sem menn vita til að þeir hafi við okkur snert, er að viðurkenna fullveldi okkar og skiptast á við okkur sendifull- trúum. Óritskoðaða fréttaskeytið Nú verður hinn almenni lesandi hálfu forvitnari: Hvers vegna láta þá hlöðin svona? Ekki kemur þó til mála, að þau hagi sér þannig að ástæðulausu? Bíðum við! Við skulum halda ofurlít- ið lengra áfram með annálinn. Sunnudagur 2. des.: Oritskoðað frétta- skeyti frá Moskva: — RÚSSNESKA ÞJÓÐIN MATARLÍTIL OG KLÆÐA- FÁ. (Fimrn dálka fyrirsögn á fremstu síðu). Segir svo fyrst af matvælaskömmt- un, styrjaldarþreytu og skorti á vörum, fatnaði, farartækjum og húsnæði. Síðan segir orðrétt: „En rússneska þjóðin hef- ur trú á stjórnendum sínum og vilja þeirra til að bæta úr. Það er greinileg bjartsýni á framtíðina, einkum meðal yngri kynslóðarinnar. Hver einasti Rússi er mjög hrifinn af þjóð sinni og landi. Þeir telja, að hvergi í heimi hafi aðrar eins framfarir orðið síðastliðin 20 ár.“ Þá er kvartað yfir vanþekkingu Rússa á umheiminum. Loks segir aftur orðrétt: „Það vantar ekki, að gagnrýni er leyfð, en sú gagnrýni beinist eingöngu gagn- vart minni háttar embættismönnum. Hins vegar virðist lotningin fyrir Stalín og öðrum háttsettum embættismönnum vera einlæg.“ Lesandinn sér strax, að hér skýtur eitthvað skökku við. Hversu oft eru borgarablöðin ekki búin að bölsótast út af skeytaskoðun ráðstjórnarinnar — nú, jæja, gott og vel: Þarna kemur þá loks- ins „óritskoðað fréttaskeyti frá Moskvu“. Morgunblaðið þenur sig þvert yfir síð- una, en ekkert skeður annað en það, að rógblaðra þess sjálfs springur um leið. Því jafnvel þótt skeytið sé fjandsamlega stílað, skin sannleikurinn í gegn: / Ráð- stjórnarríkjunum býr œskuglöð fram- faraþjóð, unnandi landi sínu, jrjáls í gagnrýni sinni, cinlœg í trausti sínu á hinum þrautreyndu leiðtogum. sósíalism- ans. Svo fór um sjóferð þá. Og nú spyr lesandinn áfram: Hvers vegna getur Morgunblaðið ekki um þessa staðreynd í þver'síðufyrirsögn sinni? Hvers vegna kýs það heldur að hælast um yfir því, að þjóð, sem er nýkomin úr ægilegri styrjöld, sé „malarlítil og klæðafá“?

x

Ný menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.