Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 18
18
NÝMENNING
MÍFHAEL P. TARASOV:
xttjghæíor verkcdýðslélagcmna
í RáSstj órnarríkjunum
Meðan ég dvaldist í Ameríku, var ég
oft spurður um verkalýðsfélögin í Ráð-
stjórnarríkjúnum. Spyrjendurnir voru af
öllum stéttum, verkamenn, forustumenn
k lýoofclaga, blaðamenn og ýmsir
V i . Spu ningarnar beindust aðallega
j kij; flagi félaganna, afstöðu þeirra
til ríkisstj órnarinnar og þátttöku þeirra
í styrj aldarrekstrinum o. fl. Það er eng-
in leið áð svara öllum þessum spurning-
um í stuttri blaðagrein, en ég mun leit-
ast við áð gefa svör við nokkrum þeirra^
ef það gæti orðið til þess að auka skiln-
ing lesandans á eðli verkalýðshreyfing-
arinnar í Ráðstjórnarríkjunum.
Ég vil þegar í upphafi taka það fram,
að á hverjum einasta sjálfstæðum vinnu-
stað í Ráðstjórnarríkjunum eru starf-
andi verkalýðssamtök, án skylduþátt-
töku. Innan „Verkalýðssambandsins“
eru 191 félag með 27 milljónum með-
lima eða um 85% af öllum verkalýð
Ráðstjórnarríkjanna. Þau 15%, sem ut-
an við standa, eru að mestu verkamenn
alveg nýkomnir, sem ekki hafa haft
tækifæri til að átta sig á því, að þeim
sé hagur í því að ganga í félögin. Félög-
in eru skipulögð eftir vinnustöðvum,
þannig að allir, frá hreingerningarkon-
unni til framkvæmdastjórans á sama
’únnustað eru í einu og sama félagi.
Meðan á stríðinu stóð, var vilanlega
mikill hluti af meðlimum verkalýðsfé-
laganna í hernum, en héldu sínum fullu
réttindum innan félaganna án þess að
greiða félagsgjöld herþjónustutímann.
Ein af þeim spurningum, sem oftast voru
lagðar fyrir mig var um kosningar í fé-
lögunum.
TrúncSarmaSur
á vinnustöSvum
Hver 20 manna vinnuhópur kýs
sér trúnaðarmann, sem gætir hags-
muna verkamanna, hefur á hendi
margvísleg störf pg kemur fram
fyrir þeirra hönd gagnvart aSal-
samtökunum á vinnustaðnum. —
TrúnaðarmaSur innheimtir félags-
gjöldin, sem jafnan eru 1% af
vinnulaununum.
Grunneiningin í skipulagi verkalýðs-
félaganna nefnist hópur. I honum eru
ekki yfir 20 félagar.
Með leynilegri kosningu kýs hópurinn
sér trúnaðarmann. Trúnaðarmaðurinn
gætir hagsmuna þessara félaga sinna og
kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart
aðalsamtökunum á vinnustaðnum. Hann
tekur við kvörtunum þeirra, innheimtir
félagsgj öldin og reynir að gera þá virka
í félagsstarfinu.
Hvers vegna er hópurinn ekki stærri
en aðeins 20? Vegna þess að ef trún-
aðarmaðurinn á að geta rækt starf sitt
nægilega vel, kynnzt hverjum manni í
hópnum og litið eftir þörfum hans, má
hann ekki vera stærri. Trúnaðarmannin-
um ber ekki aðeins að kynnast hverjum
félaga persónulega, þekkja óskir hans og
þarfir við vinnuna, honum ber einnig
að kynnast heimili hans\og þörfum þess
eins náið og unnt er, þó vitanlega ekki til
persónulegrar afskiptasemi af högum
hans, heldur til þess að geta einnig þar
orðið honum að liði, ef þörf er. Með
þessu eru sköpuð náin tengsl milli hóps-
ins og trúnaðarmannsins.
Ef t. d. verkamaður er sorgbitinn, get-
ur trúnaðarmaðurinn, vegna hins nána
kunnugleika af honum auðveldlega vit-
að, hvort það stafar af einhverju í sam-
bandi við vinnuna eða af heimilisástæð-
um. Sé hið síðarnefnda ástæðan, þarf
oft ekki annað en að verkamaðurinn fái
tækifæri til að létta sér byrðina með því
að ræða við mann, er hann treystir.
Stundum eru það ef til vill húsnæðis-
mál, veikindi eða einhver vandræði með
börnin, sem trúnaðarmaðurinn á auð-
velt með að bæta úr.
Mest af félagsstarfi sínu, annað en
það, er beinlínis snertir vinnuna, vinnur
trúnaðarmaðurinn utan síns vinnutíma.
Til viðbótar því að líta eftir daglegum
þörfum hópsins stjórnar trúnaðarmaður-
inn samkeppni verkamannanna um
Nýiar byggingar í Moskvu