Ný menning - 15.01.1946, Síða 21
N Ý M E N N I N 0
21
Morgunblaðið fagnar ©fsóknum nazista
1. febrúar 1933, tveim dögum eftir að Hitler var'ð ríkiskanzlari í
Þýzkalandi (sem varð 30. janúar 1933), segir Morgunblaðið í frétta-
grein frá Þýzkalandi:
„TEÍCIÐ í LURGINN Á KOMMÚNISTUM
Fundir bannaðir , Húsrannsóknir
Upptæk skjö! . Handtökur"
„Tekið í lurginn á kommúnistum“ — segir MorgunblaSið með
fögnuði 1. febr. 1933, þegar nazistar voru að ráðast inn á heimili
manna, berja þá til óbóta, skjóta þá án dóms og laga, banna fundi
þeirra, gera upptæk skjöl o. s. frv.
Er þeíta það „lýðræ(5i“, sem íhaldsburgeisana í Reykjavík dreym-
ir um að koma á hér á landi ?
sem nafnið bendir til, að líta eftir hin-
um ýmsu þörfum, svo sem húsnæði.
Hún sér um, að því húsnæði, sem vinnu-
staðurinn ræður yfir, sé skipt eftir þörf-
um þeirra, er þess eiga að njóta, og að
því sé sómasamlega við haldið af hendi
verksmiðjustjórnarinnar. A stríðstím-
um ber nefndinni að hafa sérstakt eftir-
lit með líðan fjölskyldna þeirra verka-
manna, sem herþjónustu gegna, og eins
þeim uppgjafahermönnum, er hverfa
aftur til verksmiðjunnar. Hún útvegar
þeim verkamönnum, sem sjálfir vilja
byggja yjir sig, lán til þess og sér þeim
fyrir byggingarefni, einnig aðstoðar
hún þá, er þess þurfa til kaupa á liús-
gögnum og öðrum búshlutum. Einnig
aðstoðar hún þá verkamenn, er þess
þurfa við, til að fá „endurkræfa“ eða
„óer.durkræfa“ styrki úr styrktarsjóðum
verkalýðsfélagsins.
4, Hvíldar- og menningarnefndin.
Þessi nefnd stjórnar klúbbum og
hressingarhælum verkalýðsfélagsins. -—
Hún útvegar fyrirlesara um hin ólík-
ustu efni, stundum upplestra og umræð-
ur á eftir um það efni, er lesið var. Hún
útvegar blöð og tímarit og sér um dreif-
ingu bóka frá bókasöfnunum. Nefndin
sér um skemmtanir á frídögunum, kvik-
myndir, leikfimi og söngskemmtanir,
skipuleggur skák- og íþróttakeppni og
ýmislegt annað, er til skemmtunar og
fræðslu má verða. Klúbbarnir gefa þeim,
er það vilja, kost á að komast í náms-
flokka í listum og vísindum eða hverju
því öðru, sem hugur þeirra stendur til.
Klúbbarnir skipuleggja skemmtikvöld,
þar sem verkamennirnir skemmta sjálfir
og njóta þá til þess leiðbeiningar hinna
hæfustu kennara. Margir þeirra, er sýna
sérstaka hæfileika á sviði einhverrar
listgreinar, yfirgefa verksmiðjuna og fá
ókeypis kennslu til að fullkomna sig á
því sviði, er hugur þeirra stendur til.
Klúbbarnir sjá einnig um kennslu í
ýnuum tæknilegum cfnum, og er það
einn liður í hinni víðtæku menningar-
baráttu verkalýðsfélaganna, er þau
vinna að í samstarfi við yfirstjórn
menningarmálanna. En þetta starf er
svo víðtækt, að ef gera ætti því skil,
mundi þurfa til þess lengri blaðagrein
en þessari er ætlað að verða.
5. Matvœlanefndin.
Þessi nefnd hefur eftirlit með gilda-
skála vinnustaðarins, matvælabirgðun-
um og búi verksmiðjunnar. Hún lítur
eftir, að matur og þjónusta á gildaskál-
anum sé í lagi, og að skammtur sá, sem
hverjum er ætlaður nú á stríðstímanum,
sé nægur, og varan sé að gæðum eins og
til er ætlazt. Úrskurður þessarar nefndar
varðandi matvæli er ekki áfrýjanlegur
og verður að framkvæmast þegar í stað.
6. Framleiðslu- og uppjinninganefnd.
Þessi r.efnd hvetur verkamennina til
að koma fram með sínar tillögur um
umbætur á framleiðsluaðferðum og að-
stoðar þá við að koma á framfæri hug-
myndum sínum og uppfinningum til
endurbóta á framleiðslunni og til auk-
inna afkasta. Hún aðstoðar nýliðana til
að ná aukinni leikni og hækka á þann
hátt laun sín og hvetur til hagkvæmari
meðferðar véla og efnis.
7. Garðyrkjunefndin.
Verkefni þessarar nefndar hefur verið
mjög þýðingarmikið nú á stríðsárunum,
þegar fæði hefur verið af skornum
skammti og einhæfara en skyldi.
Hverjum verkamanni hefur verið út-
hlutaður smáblettur til ræktunar, og
verkefni nefndarinnar hefur verið að
sjá um vörzlu þessara reita, öflun út-
sæðis og að öðru leyti að sjá um, að
góður árangur yrði af þessari viðleitni
til að auka matarskammtinn.
8. Tryggingarnefndin.
Hér að framan hefur verið getið
starfa tryggingarfulltrúans, en í hverri
verksmiðju, þar sem vinna meira en
200 manns, er starfandi r.efnd kosin á
almennum fundi, er hefur eftirlit með
því, að öllum ákvæðum tryggingarlag-
anna sé framfylgt. Hún stjórnar öllum
tryggingarsjóðum verksmiðjanna, út-
hlutar sjúkra- og slysabótum, ellilaun-
um, hvíldarstyrkjum, mæðrahjálp o. s.
frv. Hún á að líta eftir því, að hinar
ýmsu heilsuverndarstöðvar ræki starf
sitt, sem frekar á að vera að koma í veg
*