Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 25
í
N Ý M E N N I N G
)
Kosningabaráíian ■
Stjórnmáiasamtök auðkýíinga
fara jafnan að ókyrrast, þegár kosn-
ingar nálgastj en ókyrrðin verður
þeim mun ofsafengnari sem i'ortíð
þeirra er skuggaiegri og óhæfari til
að veita þeim liðsimii frammi fyrir
dómstóli háttvirtra kjósenda. Það er
kunnara en frá þuríi að segja, að
þessi samtök eiginhagsmunaprelát-
anna tryllast alveg og grípa' til hvcrs
konar óyndisúrræða, þegar fylgis-
hrun og ósigur blasir við þeim, þeg-
ar yfirráðahægindið tekur að
morkna sundur, þegar andvari
nýrra og betri tfma feykir þurtu
ryki gamalla og hlálegra blekkinga
um tilverurétt og nauðsyn einhverra
fínna manna, sem hafi verið kjörnir
til þess af guðji almáttugum að
græða á vinnu fjöldans og raka sam-
an auði á kostnað hins fátæka. Á
slíku stigi uppdráttarsýkinnar fara
íhaldsflokl.arnir hamförum oq; víla
ekki fyrir sér að beita hverskonar
brögðum til að framlengja sérrétt-
indi sfn un stundarsakir, til að geta
enn um skeiö haldið áfram að fé--
fíetta almúgann og gína yfir hlut
hans í hvívetna. Þessar hamfarir
hafa ætíð stuðlað að skjótum og eft-
irminnilegum ósigri íhaldsflokk-
anna, stytt helstríð þeirra að mikl-
um mun og kistulagt þá á viðeig-
andi Iiátt. En hinu ber ekki að
gieyma, að þær eru'ósjaldan þjóð-
Iiættulegar í eðli stnu og mundu
reynast næsta kaldrifjaðar, ef þær
fengju að bera tilætlaðan ávöxt.
Ó, hvílík sælal
íhaldið í Reyk javík stendur nú
loks andspænis líkkistu sinni. Lík-
kistan birtist í gervi bæjarstjórnar-
kosninganna 27. janúar næstkom-
andi. Og það kemur engum á óvart,
að íhaldið skuli ekki taka hinu
væntanlega andláti sínu með kristi-
legri rósemi, reyna að biðja fyrir
sálu sinni og afsaka misgerðir sínar
gagnvart íbúum þessa bæjar á und-
anförnum árum eða mælast auö-
mjúklega til þess, að þeir fyrirgefi
afglöpin, svo að samvizkukvalirnar
verði ekki öldungis óbærilegar á
dauðastundinni. Nci, forherðing í-
haldsins og blygðunarleysi vekur
cnga undrun. Það hefur alltaf ver-
ið forhert og blygðunarlaust. Þess
vegna hlaut það að tryllast í hel-
stríðinu og afhjúpa sem greinileg-
ast siðleysi sitt og vonleysi, enda
hefði því reýnzt örðugt að afsaka ó-
stjórnina í höfuðstaðnum eða hljóta
fyrirgefningu kjósendanna. Fyrstu
dauðastunurnar birtust því af skilj-
anlegum ástæðum í stórkostlegu
grobbi og raupi, skrautlegum stél-
fjaðrasýningum og drýgindalátum,
sem vöktu almennan hlátur og
veittu Reykvíkingum hina mestu
skemmtun. Ihaldið fór nefnilega að
rifja upp afrek sín á liðnum árum
og skírskotaði óspart til fortíðarinn-
ar, en lofaði jafnframt gulii og
grænum skógum í náinni framtíð,
ef blessað fólkið vildi einu sinni
enn lofa eigirigj.örjnustu og harð-
snúnustu peningamönnulium að
skara eld að sinni köku. Það birti
myndir í Lesbók Morgunblaðsins,
svo að bónorðið yrði sem áhrifarík-
ast. Sko, hérna er rnynd af hitaveit-
unni, sem hann Bjarni okkar Bene-
diktsson gaf ykkur hreinlega. (Hann
dró reyndar á langinn að kaupa
þcssa myndarlegu gjöf, svo að hún
varð mörgum sinnum dýrari en elia
hefði orðið, en það gerir ekkert til,
því að hann Bjaddi okkar greiddi
auðvitað mismuninn úr eigin vasa,
blessaður maðurinn.) Og hérna er
önnur mynd af Sogsvirkjuninni,
sem veitir ykkur ótakmarkað raf-
magn, en cins og þið vitið, þá fund-
um við upp rafmagnið hér á árun-
um. Og sjáið þið bara: Hérna er
mynd af nokkrum götum, sem við
maibikuðum í sumar í tilefni af
þessurn bæjarstjórnarkósningum.
Þið getið reitt ykkur á, að ykkur er
guðvelkomið að ganga eftir malbik-
inu til að forðast heilsuspillandi
ryk og dimma sandbylji, en fari svo,
að einhverjir kjósendur sakni ryks-
ins og sanabyljanna, þá viljum við
taka fram, að hvarvetna í bænum
eru tugir ómalbikaðra gatna, sem
bjóða upp á ótakmarkað ryk, og
vindar heimsins munu sveifla því í
dimrna sandstróka og feykja þeim
síðan um gervalla borgina. En bíðið
þið nú við: Hér kemur ný mynd af
grjótnámunum okkar. Við þurfum
ekki að taka fram, að þetta grjót er
sköpunarverk okkar, einkúm hans
Bjadda, en kvörnin sú arna er mesta
afbragð, þótt hún sé farin að reskj-
ast. Ennfremur viljum við vekja at-
hygli á víravirkinu, sem þið sjáið
þarna. Þetta víravirki stendur á
hafnarbakkanum, það er notað við
uppskipun, við fengum það að láni
hjá bandaríska setuliðinu. (Og svo
keypti Bjaddi eina skóflu í fyrra,
en það er svo vandasamt að taka
mynd af Iienni, að við neyðumst til
að fresta því fram yfir kosningarn-
ar.) Aftur á móti reyndist okkur
auðvelt að ljósmynda nýbyggingarn-
ar okkar hérna í Reykjavík, sam-
býlishúsin og verkamannabústað-
ina, svo að þið getið öll sannfærzt
um, hvílíkt dýrindis húsnæði við