Ný menning - 15.01.1946, Síða 26

Ný menning - 15.01.1946, Síða 26
26 NÝ MEN'NING Skemmtiferðabátur á nýja Moskva-Volgu-skurðinum höfum Mtið ykkur í sé. Og um- hyggja okkar fyrir velferð ykkar náði jafnvel ennþá lengra: Horfið þið á myndirnar af slökkviliðinu! Það hefur hjálma, það hefur bíM, það hefur dælur! Það kemur á fleygiferð, ef kvikna skyidi í hús- unum ykkar, og leggur til atlögu \ ið eldinn þegar í stað. Hverjum skyldi hafa dottið í hug fyrir þúsund ár- um, að íslenzku þjóðinni, fátækri og umkomulausri, ætti eftir að vaxa svo fiskur um hrygg, að hún hefði efni á að koma slökkviliði á Mggirnar hjá sér? Og þið þurfið ekki að efast um, að slökkviliðið er skilgetið af- kvæmi Sjálfstæðisflokksins. Það var stofnað árið 1875, eða rösklega hálfri öid á undan Sjálfstæðisflokkn- um. Loks beinist ljósmyndavél íhalds- ins að börnunum í höfuðstaðnum, þeim þegnum, sem ekki hafa ennþá öðlazt kosningarrétt. Og þá er nú ekki verið að skera raupið við negl- ur sér! Sjáið þið leikvellina, þessa litlu og ómyndarlegu óþrifabletti, sem við höfum gefið börnunum! Sjáið þig spýturnar, sem við keypt- um fyrir útsvörin ykkar, svo að yngstu þegnarnir gætu skemmt sér við að vega salt í göturykinu! Sjáið þið rólurnar! Sjáið þið sandkass- ana! Sjáið þið drubupollinn, sem litli snáðinn, fær að ösla í sér til f.eilsubótar! Hvílík sæla! Hvílík dá- semd! Hvílík fyrirmynd! Og hrifn ing íhaldsins yfir afrekunum er svo skefjalaus, að það má naumast vatni h.alda. Ritstjóri Morgunblaðsins upptendrast skyndilega af slíkri mannúð og elsku, að vel mætti ætla, að hann teldi sig, föður allra barna í höfuðstaðnum. Borgarstjóri íhalds- ins, hann Bjaddi okkar ljúfurinn, þenur sig allan út af kærleik og nær- gætni, enda þótt ummál hans hafi áður verið farið að nálgast landa- mæri hins skoplega. Og áróðurspilt- urinn jóhann Hafstein, sem hefur veizluráp og ölskáladrykkju að aðal- atvinnu, þar sem hann er tengdur fínustu fjölskyldum bæjarins og má helzt ekki fara úr kjólfötunum nokkra stund, —hann horfir klökkur á myndirnar af börnunum í Lesbók Morgunblaðsins og þurrkar sér um augun með silkivasaklútnum. Öll íhaldsfylkingin tárfellir af gleði yfir umbótum sínum í höfuðstaðnum, þessu sælunnar ríki. Hörfað til gamalla vígstöðva En gleðin snerist fljótt i bölv og formælingar, harmkvæli og flótta. íhaldið komst strax að raun-um, að ekki tjóaði að tala við Reykvíkinga eins og þeir væru fábjánar. Það hafði gert voveiflega skyssu. Það hafði farið að rifja upp fortíð sína og ræða um þau málefni, sem kosn- ingabaráttan snerist um, ræða um húsnæði, menningu, heilsuvernd, atvinnu og almenna hagsæld bæjar- búa. En árangurinn varð sá, að myndirnar í Lesbók Morgunblaðs- ins vöktu bæði aðhlátur og reiði. Stjórn íhaldsins á höfuðstaðnum hafði sem sé verið með slíkum en-

x

Ný menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.