Ný menning - 15.01.1946, Qupperneq 39
N Ý MENNING
39
„Það er fyrst í koi’iimúnísku þjóð-
félagi, þegar mótstöðu auðdrottnanna
er algerlega hrundið og þeir erú
horfnir og engar stéttir til lengur (þ.
e. enginn munur á afstöSu þjóðfé-
lagsþegnanna gagnvart framleiðslu-
tækjum þjóðfélagsins), að „ríkið
hætti að vera til“ og „um frelsi getur
verið að ræða“. Þá fyrst er hugsan-
legt og framkvæmanlegt verulega
fullkomið lýðræði, lýðræði án nokk-
urra undantekninga. Og þá fyrst tek-
ur ríkiS sjálft aS deyja út, vegna
þeirrar einföldu ástæðu, að fólkiS,
sem leyst er úr þrældómi auðvaldsins
frá óteljandi hryðjuverkum, villi-
mennsku, fásinnu og forsmán auð-
valdsarðránsins, venst smám saman
á að halda einföldustu reglur þjóð-
félagslegrar sambúðar, sem kunnar
hafa verið öldum saman og endur-
teknar um þúsundir ára í öilum
kennslubókum, og það mun halda
þær, án þess að beita þurfi valdi,
þvingun, undirokun eða sérstöku
þvingunartæki, sem kallast ríki.“
Menn geta ætlað þetta draumsýn. AS
minnsta kosti kann það að taka aldir
sósíalískrar uppfræðslu að ná slíku tak-
marki. En hver þorir að neita, að það
geti heppnazt? Og hljóta ekki allir sann-
ir lýSræðissinnar að telja það æskilegt?
En víkjum aftur að sósíalismanum í
Ráðstjórnarríkjunum. Hann er að
minnsta kosti nauðsynlegt stig á leiS-
inni til kommúnismans og hefur búið
skilyrði hinni nýju tegund lýðræðis,
sem felst í „stjórnarskrá Stalíns“ frá
1936.
Stjórnarskrá Stalíns á sér eldri fyrir-
myndir, en er þeim í ýmsu frábrugSin.
Hún biðst engrar afsökunar á því, þótt
svo sé. Stjórnarskrá er ekki óumbreytan-
leg í Ráðstjórnarríkjunum. Þjóðfélagið
er ekki óumbreytanlegt, heldur tekur
það stöðugri þróun. Stjórnarskrá í sam-
ræmi við skilyrði dagsins í gær er ekki
lengur fullhæf á morgun. Stj órnarskrár
eiga ekki að vera spennitreyj ur þjóðfé-
lagsins, heldur samsvara vaxtarstigi
þess. Þær geta að vísu náð lengra en
vera tónr samsvörun JrjóSfélagsins og
geia, séu þær grundvallaSar á sönnum
skilningi og lögum þjóðfélagsþróunar-
innar, flýtt fyrir þeim vexti, sem leiðir
til þess, aS þær verði sjálfar fyrr úr-
eltar.
Þannig samsvaraði fyrsta stjórnarskrá
Ráðstjórnarríkjanna írá 10. júlí 1918
kröfúm þess dags og ruddi braut næstu
stjórnarskránni frá 1924, sem var grund-
völlur hins nýmyndaða Sambands r,ós-
íalískra ráðstjórnarríkja.
Nýja stj órnarskráin cr hiir þriðja og
íuD-komnasta og skipar verðugt sæti við
hliðina á Magna Carta og lýðræðis-
stjórnarskrám Frakklands og Banda-
ríkjanna.
Þessi stjórnarskrá tryggir hverjum
þegni:
Rétt til vir.nu
Rctt til hvíldar og hressingar
Rétt til menntunar
Rctt til tryggiega gegn sjúkdómum
og elli.
Þessi innihaldsríku og yfirgripsmiklu
réttindi eru fjarri því að vera eintómar
fjálgar óskir, sem eigi aðeins að koma
til framkvæmda, þegar þægilegar ástaið-
ur leyfa. Þetta eru réttindi, sem eru í
samræmi við staðreyndir, fremur en
tákn óákveðins markmiðs. Og þjóðfé-
lagið, sem á þessi réttindi og jafnframt
landið og framleiðslutækin, sem gefa
þcim raunhæft gildi, hefur lagt fastan
grundvöll að raunverulega* heilbrigðu
og algerlega. jafnréttislegu lýðræði.
Ekki er heldur þetta lýðræði einskorð-
að eins og hjá okkur við hluta af þjó<ð-
inni. Réttindi þess ná til karla og
kvenna af hverju þjóðerni og hverjum
litarhætti. 123. grein stjórnarskrárinnar
staðfestir það:
„Jafnrétti allra þegna Ráðstjórnar-
ríkjanna, án tillits til kynstofns eSa
þjóðernis, er á öllum sviðum atvinnu-
mála, viðskiptamála, rnenningarmála,
stjórnmála og félagslífs óhagganleg
lög.
Sérhver bein eða óbein skerðing
þegnréttinda eða veiting séri'éttinda
vegna kynstofns eða þjóðernis varð-
ar við lög, ennfremur hvers konar
viSleitni til þjóðernislegrar einangr-
unar eða til að vekja hatur eða fyrir-
litningu milli kynstofna.“
Engin þjóð er frjálsi þar sem stétta-
munur ríkir, og engin þjóð er frjáls, sem
kúgar aora þjóð. Þessi sannindi túlka
kommimistar í grundvallarlögum sínum.
Hin víðtæku og' almennu réttindi
koma í Ijós í samsvarandi mynd í jafn
almennum og ótvíræðum kosningalög-
um. Hver einstaklingur af hvaða kyn-
flokki, hörundslit, þjóðerni eða trúar-
játningu sem er og af báðum kynjum,
átján ára eða eldri, hefur jafnan rétt til
að kjósa beinum og leynilegum kosn-
ingum. Prestar hafa kosningarrétt.
Gamlir starfsmenn keisarastjórnarinnar
hafa kosningarrétt. Allir geta kosið.
Hvergi í heimi er eins víðtækur kosn-
ingarréttur og samkvæmt hinni nýju
stjórnarskrá Stalíns.
Er þessi kosningarréttur þá blekking?
Er stj órnarskráin tóm pappírssamþykkt?
Margs konar gagnrýni hefur komið
fram á kosningarnar 1937, og frá brezku
sjónarmiði eru kosningar án andstöðu-
flokka hlægilegar og grunsamlegar. En
^mest af gagnrýninni hefur ýmist snið-
gengið eða breitt yfir ákveðnar mikil-
vægar staðreyndir.
í fyrsta lagi hafði almenningur valið
sér íulltrúa, áður en kosningarnar fóru
fram. Þingmannaefnin, sem átti að
kjósa, höfSu verið útnefnd og samþykkt
á opinberum fundum, áður én hinar al-
mennu kosningar voru háðar. Ymis full-
trúaefni höfðu verið lilnefnd og hæfi-
leikar þeirra nákvæmlega vegnir af fólk-
inu sjálfu í hverju kjördæmi, vanalega
á fjölsóttum fundum, er lýstu miklum
áhuga. Kjósandanum er frjálst, hvort
hann samþykkir eða ekki við þessa fyrri
atkvæðagreiðslu þetta fulltrúaráðið eða