Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 3
Smásaga eftir ROBERT CARSON.
Ung og óstýrilát
Anna var óútreiknanlcg og dæmalaus stúlka, en
ókaflega aðlaðandi og fódæma dugleg — eins og bezt
kom í Ijós, þegar hún einsetti sér að auðmýkja Jim.
UM LEIÐ og hún kom út úr
skrifstofu Zimbals, með spánnýj-
an samning í hendinni, mætti
hún Pickerell, skrifstofustjóran-
um í auglýsingadeildinni. Við
hlið hans lötraði ungur maður
með pípu í öðru munnvikinu.
„Eg fékk samning," sagði
Anna sigri hrósandi.
„Ungfrú Barker,“ sagði Pick-
erell. „Má ég kynna Jim Mal-
vern úr minni deild. Hann á
eingöngu að starfa fyrir yður.“
„Ó, guð á himnuml" sagði
Anna. „Á ég þar að auki að fá
minn eigin auglýsingamannl Ég
enda með að verða fræg. En
hvað ætlið þið annars að taka til bragðs,
þegar þið uppgötvið að ég get ekki leikið?“
„Takið þetta nú bara ofurlítið rólega,
annars endar það með því að þér gangið al-
veg af göflunum," sagði Pickerell. Hann
klappaði Jim á herðarnar. „Nú afhendi ég
yður hana. Athugið hvað þér getið gert úr
henni!“
Hún breyttist skyndilega í óstfangna stúlku.
„Komið þá með mér, kæra stjörnufræ,"
sagði Jim góðlátlega.
Þau gengu inn í gildaskálann og settust
við borð úti í horni. Framreiðslustúlka bar
þeim kaffi. Anna var skyndilega orðin þög-
ul og fjarræn. Þegar ró færðist yfir andlit
SKEMMTISÖGUR
LANDSBÓKASAFN
Jíi i 7769d
ÍSLANDS
1