Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 7

Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 7
nótt! Þér hafið líka rekið fyrirtaks auglýs- ingaherferð fyrir hana.“ „Henni er nú lokið,“ sagði Jim. „Ég verð að fá eitthvert annað verkefni. Það er svona álíka taugasefandi að umgangast hana og tígrisdýr, og hún er langtum torskildari en Messalína Rómverjadrottning. Get ég feng- ið eitthvað að gera í einhverri annarri deild?“ Næstu viku sat hann við að raða mynd- um af yndislegum stúlkum, myndarlegum karlmönnum og hæfileikaríkum börnum. En einhver annar af starfsmönnum félags- ins hafði fengið það hlutverk að sjá um Önnu. Við og við leit hann í dagblöðin og sá þá, að almenningur var svikalaust lát- inn fylgjast með háttum og hegðun Önnu — og alveg sérstaklega með daðri hennar við Carlyle. Sumir ábyrgðarlausir blaðamenn voru annað slagið að spá því, að það myndi enda með brúðkaupi, en slíkum fregnum trúði Jim aðeins varlega. Gamli veiðihólk- urinn myndi láta sér nægja alhliða yfirlit yfir hin ýmsu fríðindi Önnu — þegar því væri lokið, rnyndi hann færa sig yfir á aðr- ar veiðilendur. Dag nokkurn sat Jim og hafði fæturna uppi á skrifborðinu og reykti hádegisverðar- pípuna sína. Hann var í reglulega slæmu skapi og óánægður með allt, án þess þó að geta gert sér grein fyrir ástæðunum. Og þá kom Anna allt í einu inn úr dyr- unum. Þegar hún var í tveggja skrefa fjar- lægð frá skrifborðinu, uppgötvaði Jim hvaða hlutverk hún lék um þessar mundir. Hún var hin einbeitta, veraldarvana stúlka úr barnum og danssölunum, stúlkan með gullhjartað undir hrjúfu yfirborðinu. Hann sá hana greinilega fyrir sér í frumbyggja- kvikmynd, umkringda af ruddalegum karl- mönnurn í spilaknæpum gullgrafarabæjar- ins — og þrátt fyrir það, einkennilega ó- spillta. „Friður sé með þér,“ sagði hún. SKEMMTISÖGUR Hún settist á skrifborðsbrrinina og hall- aði sér fram. „Jim,“ sagði hún. „Komdu aftur til mín! Ég get ekki gengið í gegnum þetta alein. Nei, vertu ekki að setja upp reiðisvip, ég er ekki að gera að gamni mínu. Ég veit vel, að ég er ekki ærleg, en ég er ærleg gagnvart þér.“ Jim tottaði pípu sína. „Ég er í raun og veru ofurlítið einkenni- leg,“ hélt hún áfram. „Nótt eftir nótt ligg ég vakandi í rúminu og sný mér viðstöðu- laust. Þú getur ekki verið svona harð- brjósta, Jim. Komdu til mín aftur!“ „Farðu þína leið!“ sagði hann. „Ég er nógu gamall til að geta verið faðir þinn, og ég þoli ekki ungar stúlkur, sem ætla sér að verða leikkonur. Þú vilt tæplega gera pabba þínum á móti skapi?“ Hún stóð upp og leit á hann, stundar- korn. „Já, þannig endar það alltaf fyrir okkur kvenfólkinu," sagði hún og brosti napurlega. „En ég aðvara þig. Þú skalt ekki láta þér detta í hug að þú getir kastað mér frá þér eins og uppslitinni rós. Einn góð- an veðurdag skal ég koma fram hefndum. Ég skal auðmýkja þig jafn gaumgæfilega og þú hefur auðmýkt mig. Vertu sæll!“ Hún snerist á hæli, og gekk út. Jim starði gapandi á eftir lienni. NOKRUM DÖGUM síðar hitti hann Carlyle á bar nokkrum. „Ég hefi aldrei kynnst stúlku eins og Önnu,“ sagði Carlyle. „Það er eins og að þekkja margar stúlkur samankomnar í einni og sömu persónu, og vera svo með öllum hópnum, hér og þar. Voruð þér í stríðinu?" „Stríðsfréttaritari í flotanum. Ég særðist við Guadalcanal og var sendur heim.“ „Hafið þér gengið með hjartaslátt, síðan þér komuð heim?“ „Það er borgaralegur veikleiki," svaraði Jim, „og stafar af því að umgangast Önnu.“ „Mér datt það í hug,“ sagði Carlyle og 5

x

Skemmtisögur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.