Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 8
hellti einum kokkteil í sig um leið. „En nú
skal ég segja yður, hvað ég ætla að gera,
Maivc r.. Eg ætla að brjóta inínar gömlu
venjur og giftast Önnu.“
„Til hamingju," sagði Jim. „Ég er viss
um að þér munuð verða mjög hamingju-
samir." En það var ekki beiniínis neinn
innileiki í rödd Iians, og eftir að Carlyle
var farinn, drakk hann þrjá kokkteila hvern
á fætur öðrum. Þér verður boðið í brúð-
kaup þeirra, sagði hann við sjálfan sig, og
þú neyðist til að gefa þeirn brúðargjöf. Það
mun verða þinn bani.
Um kvöldið sat hann heima hjá sér og
las í dagblaði, en honum reyndist illmögu-
legt að hafa hugann við það sem hann las.
Dyrabjöllunni var hringt, og þjónninn
fór fram og opnaði. Jim gramdist tilhugsun-
in um að fá gesti. Carlyle og Anna gengu
inn, bæði mjög hátíðleg.
„Ég varð að segja honum sannleikann,
Jim,“ sagði Anna. „Égvar einfaldlega nauð-
beygð til þess.“
Carlyle greip þéttingsfast í Jim, og lyfti
honum upp af stólnum. „Segið mér eitt,
Malvern. Er hún að gera að gamni sínu?“
Jim starði á Önnu og var ekki í vafa
um hlutverkið: Hún var hin unga tízku-
dama, sem stóð andspænis smán og skömm.
„Hann spurði mig, hvort ég vildi giftast
sér,“ sagði Anna hárri, skærri röddu og neri
höndunum saman um leið. „Hvernig hefði
ég átt að geta komið til hans sjálfa brúð-
kaupsnóttina, eftir allt það, sem farið hefur
fram okkar á milli? Ég varð að segja hon-
um frá því. Maður verður aldrei hamingju-
samur, ef maður byrjar sambúðina með
lygum."
„Anna,“ sagði Jim, „áttu við — merkir
þetta það, að þú eigir von á barni?“
Anna riðaði bókstaflega á fótunum, en
hún s'kilaði sínu hlutverki með sóma. „Ég
— ég veit það ekki, Jim — ég hugsa það —
það getur vel átt sér stað.“
„Hvað á ég að segja mér til afsökunar,
Carlyle?" sagði Jim. „Það er ekki um ann-
að að ræða, ég verð að giftast henni."
„BÖLVAÐUR ÞRJÓTURINN!" sagði
Carlyle. Hann sleppti Jim og gekk til Önnu,
sem ekki var lengur föl, heldur rauð í fram-
an eins og rauðbeða. Hann laut virðulega
niður að henni og kyssti á heitt enni henn-
ar. „Þú ert fallegasta og bezta stúlkan, sem
ég hef nokkru sinni kynnzt. Ef hann gift-
ist þér ekki, þá slæ ég hann í plokk-
fisk.“
„Ég vil helzt vera ein,“ sagði Anna og
sneri andliti til veggjar. Carlyle ygldi sig
framan í Jim, en datt ekki neitt nýtt í hug
til að segja, og snaraðist út.
Jim andvarpaði og kveikti sér í pípu. „Þú
þarft ekki að standa lengur í skammar-
króknum," sagði hann.
„Ég hélt, að þú myndir komast í vandr-
æði og verða miður þín af auðmýkt," sagði
hún, án þess að hreyfa sig. „Ég hélt, að þú
myndir bera á móti öllu saman. Ég var
bara að gera að gamni mínu.“
„í þetta skiptið bitnar gamanið allt á þér
sjálfri," sagði Jim. „Þú neyðist til að gift-
ast mér. Hann heldur sér aldrei saman, ef
við látum ekki verða af því.“
„Við ætlum að eignast barn, er það ekki?“
sagði Anna.
»JÚ“
Hún liljóp til hans og greip um hálsinn
á honum. Skyndilega hafði hún breytzt í
kornunga, ástfangna stúlku. „Það skal eng-
inn hafa eignast betri konu en þú,“ hróp-
aði hún himinlifandi. „Fer nú virkilega vel
um þig, elsku eiginmaður? Nú skal ég ná í
inniskóna þína, elskan mín. Á ég ekki að
troða í pípuna þína?"
„Ég elska þig, Anna,“ sagði Jim. „Ég vil
að þú munir það alltaf, þó að svo kunni að
fara, að ég gefi þér ráðningu, við og við.“
ENDIR
6
SKEMMTISÖGUR