Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 9
Hann daðraði við
kvensjúklinga sína
og sagðist „skilja"
\>á — og sendi svo
eiginmönnum þeirra
reikninga fyrir rón-
dýra læknishjólp. —
„ARTHUR — Arthur! Kaffið þitt, góði
minn.“ Þegar Lynd læknir heyrði rödd
konu sinnar, andvarpaði hann gremjulega.
Átti hann aldrei að lifa einn einasta morg-
un, án þess að heyra hana kalla nákvæm-
lega þessi sömu orð á nákvæmlega sömu
mínútu? Það var blátt áfram óþolandi.
„Heyrirðu, Arthur? Kaffið.“
Hann starði framan í sjálfan sig í stóra
baðherbergisspeglinum. — Frítt, reglulegt
andlit, ofurlítið grátt við gagnaugun. Á-
berandi aðlaðandi andlit — jafnvel þótt
gremjusvipur væri á því.
„Já, ég kem strax.“
Á borðinu stóð hinn óhjákvæmanlegi
kaffibolli. Ernily tvísté hjá arninum eins og
stofustúlka nýkomin í vistina. Fullkomin í-
mynd húsmóðurlegrar umhyggjusemi.
Hann beið andartak — svo kom það.
„Svafstu vel, góði minn?“
Varð hún ætíð að spyrja um það sama?
Gat hún aldrei talað um efni, sem skyn-
samar konur ræddu um — bækur, leikrit,
stjórnmál, eitthvað, sem hún hefði lesið
um í blöðunum — bara eitthvað. .. .?
Nei, hvernig átti hún að geta það. Þrátt
SKEMMTISÖGUR
7