Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 14

Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 14
ÞÝTT SÖGUKORN MORÐIÐ „GEORG, það ríður á öllu fyrir mér, frama mínum, virðingu ... Georg, þú verð- ur að hjálpa mér!“ Georg leit á hinn auðuga bróður sinn, sem var frernur framlágur þessa stundina. „Já, það versta fyrir þig er auðvitað, ef það kemur niður á efnahag þínum, þú þjá- ist af ólæknandi ást til peninga.“ Claude pírði augunum á bróður sinn. „Minntist þú ekki einu sinni á það, að þú gætir hugsað þér lítið hús úti í sveit og dá- lítið hæsnabú?" Georg leit upp undrandi. „O, jú, ég lief óbeit á borginni,“ skauzt upp úr honum. „Georg, þú færð 300 000 franka fyrir að gefa þig fram í minn stað. Ég þekki ekki lögin nóg til að vita, hvort þú munir fá nokkra refsingu, ég efast stórlega um það, en auðvitað er nokkur áhætta. En hvort sem þú færð dóm eða ekki, skaltu fá 300 000 franka greidda út í hönd fyrir að gefa þig fram í minn stað. Ertu ánægður með það?“ Hann sá greinileg áhrif orða sinna á andliti bróðurins. Sveitabýlið blátt áfram endur- speglaðist í dapurlegum augum hans. Hvers vegna hafði hann ekki komið í dag, eins og hann hafði lofað? Það var alls ekki fallegt af honum, henni leiddist, og nú var maður liennar farinn til London, svo hún var alein; hann ætti að vitja hennar. Hvað gerðist svo? Sagðist hann ekki geta komið — eða fór hann inn til Emily og sagði henni, að nú væri samt sjúklingur, er hann neyddist til að vitja? Getur hlébarðinn breytt á sér blettunum? ENDIR 12 Þegar Claude var farinn, endurtók hann söguna hvað eftir annað í huganum. Claude hafði komið akandi eftir þjóðveginum að næturlagi. Maður nokkur hafði allt í einu gengið í veg fyrir bílinn og stöðvað hann. Taugar Claudes liöfðu verið spenntar, af því honum höfðu gengið viðskiptin á móti. Ef til vill hafði hann álitið þetta vera um- renning, sem ætlaði að ræna hann, ef til vill hefur hann breytt svona í æði, án þess að gera sér grein fyrir gerðum sínum. Hann gat ekki gert sér grein fyrir því, nema nokk- uð var það, að hann hafði þrifið upp skammbyssu og skotið manninn beint í liöf- uðið. „JA, ÉG VEIT ekki hvert ég á að snúa mér,“ sagði George hæglátlega, „en ég ... eh, ja, það er ég, sem hef ... þér vitið, morð . .. manndrápið, ja,“ hann þurrkaði svit- ann af enninu, „ — já, ég kom akandi frá Angerville í bíl, og svo kom hann og — þessi ...“ Hann var að því kominn að gefast upp ... Það birti yfir andliti lögreglumannsins. „Nú, eruð það þér, já, það er umræðuefni dagsins. Hraustlega gert, verð ég að segja. Fjandans snarræði. En hvernig þér hafið getað þekkt hann á andartaki, það er merki- legt. Hérna sjáið þér, það er í blöðunum." Georg studdi sig við borðið. Stafirnir dönsuðu fyrir augum hans. Jan Jaques Thebes skotinn á Ang- erville veginum. Bilstjóri þekkti hinn eftirlýsta launmorðingja. Verðlaunin, 100 000 frankar, fyrir Jan Jaques, dauðan eða lifandi, bíða hetjunnar, sem enn hefur ekki gefið sig fram. „Hm,“ sagði Georg rólega og bætti við með sjálfum sér: „Ég held næstum, að ég muni geta haft ráð á kanínum líka. ...“ ENDIR SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.